Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Qupperneq 22

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Qupperneq 22
20 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR um hafa verið skilgreind tólf gróðurhverfi, grasafræðilega, og stinnastör er ríkjandi í átta gróðurhverfum (Steindór Stein- DÓRSSON, 1974). Runnaheiði (kvistlendi) Runnaheiðin, sem ásamt nokkrum öðrum gróðurfélögum er oftast nefnd mólendi, er ein af útbreiddustu gróðurlendum landsins. Er hana bæði að finna á láglendi og í hálendi, þótt með nokkrum öðrum svip sé í hálendinu, eins og bent verður á síðar. Runnaheiðin er þurrlend, jarðvegur oft þykkur, stundum mjög þykkur, og yfirborð meira eða minna þýft og ætíð stórþýft, þar sem jarðvegur er þykkastur og rakastur. A hálendinu er það þó miklu oftar það, sem kalla má nabbaþýft, en þar er þá jarðvegur þunnur og í þurrasta lagi, og er þá ekki langt yfir í mosaþembuna. Oft er þýfið ekki stærra en svo, að aka má um það á bílum. Gróðurbreiða runna- heiðarinnar er misjafnlega samfelld. Fer það eftir staðháttum, þúfnastærð, en þó einkum hversu landið er áveðra. Þar sem næðingasamt er, verða löngum rofskellur utan í þúfnakollum höfuðvindáttar megin. Gætir þess mjög á útskögum, t. d. Mel- rakkasléttu. Stærð þýfis fer, eins og áður segir, mjög eftir rakastigi jarðvegs og þykkt. Þá getur og landslag átt nokkurn þátt í því. Þar sem ásar og holt liggja að mýrlendi, er venju- lega jaðarbelti (sjá síðar) næst mýrinni og oft flag innan við það upp að ásrótunum. En annars tekur við stórþýfður mór neðst í áshallinu, en þýfið smækkar upp eftir ásnum, og mórinn er nabbaþýfður eða nær sléttur á áskollinum, ef hann er þá ekki blásinn niður í mel. Eitt enn, sem skapar stórþýfið utan í ásum og hæðum, er jarðvegssigið, og má sjá það á lögun þúfn- anna, að þær verða aflangar samhliða lengdarás hæðarinnar. Snjólag í runna- heiðinni er mjög breytilegt, og fer það al- gerlega eftir staðháttum. Venjulega er það þó minna en í meðallagi, og í stórþýfi eru þúfnakollarnir löngum snjólausir, enda þótt þykkt snjólag liggi lengi í lautum. Af snjólaginu svo og misjöfnu rakastigi og skjóli þúfna og lauta verður oft allveru- legur gróðurmunur í þeim. Harðgerðustu tegundirnar skipa sér á þúfnakollana, en hinar kulvísari í lautirnar. Einnig er jafn- an nokkur þroskamunur tegundanna eftir því, hvort þær njóta skjóls lautarinnar eða berjast við harðviðrið uppi á þúfnakollin- um. Þess má og geta, að meðan vetrarbeit var stunduð, mæddi miklu meira á þúfum en lautum, sem lágu undir snjó, þegar þúfnakollar voru auðir að mestu. Ekki sízt gerðist þetta á vorin, því að þá voru þúfnakollarnir oft fyrstu hnjótarnir, sem komu undan snjó, og féð gekk hart að, þegar hart var í ári. Blástursrof utan í þúfum eiga að nokkru leyti rót að rekja til beitarinnar. Runnaheiðin skiptist eftir gróðurfari og tegundum í fjórar undirdeildir, hver með fleiri eða færri gróðursveitum. Lyngheiði Aðaltegundir hennar eru smárunnar af lyngætt og rjúpnalauf. Mjög eru gróður- sveitir lyngheiðarinnar skyldar, og má heita, að einkennistegundir þeirra finnist í nær öllum gróðurhverfum hennar, en það, sem skilur á milli hverfanna, er magn teg- undanna á hverjum stað. Tegundin er drottnandi í einu hverfinu, en sést ef til vill aðeins í öðru. En það eru drottnandi teg- undirnar, sem gefa hverfinu svip og eru mestar að magni og þekja mest. Ein algengasta tegund lyngheiðar er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.