Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 27

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 27
FLOKKUN GRÓÐURS 1 GRÓÐURFÉLÖG 25 blávingull, ilmreyr, stinnastör og stundum móasef. Pursaskegg með smárunnum E2. Par hefur hlutur grasleitu tegundanna minnkað mjög, en ýmsir smárunnar verða áberandi, og ber þar mest á krækilynginu, sem myndar gróðurhverfi eitt fyrir sig með þursaskegginu. Þá má telja blóðberg, grasvíði og raunar íleiri víðitegundir, sem þó eru ætíð smávaxnar. Grastegundir eru flestar sömu og í El. Loks er þriðja deildin, þursaskegg-rjúpnalauf E4. Þar er einungis um eitt gróðurhverfi að ræða, skarpt markað frá hinum, þar sem rjúpnalaufið er ríkjandi við hlið þursa- skeggsins, og líkist því gróðurhverfið verulega rjúpnalaufsmónum. Þær teg- undir aðrar en getið hefur verið, sem al- gengar eru í þursaskeggssveitinni, eru: hvítmaðra, kornsúra, vallhæra, brjóstagras og lambagras. Þursaskeggsmórinn er ætíð mjög þurr- lendur, og skiptir þar engu máli, hvort hann er að finna í brekkum eða flatlendi. Venjulega er hann á áveðra stöðum, t. d. á holta- eða hæðakollum og í brekkurindum milli grunnra lægða eða gilja, en þar eru minnst skil hans og mosaþembunnar. Yfirborðið er slétt að mestu. Enda þótt þursaskeggsmórinn minni að ýmsu leyti á graslendi, m. a. í vöntun áberandi runn- gróðurs, greinir hann sig frá því tilsýndar á litnum, því að hann er ætíð móleitur, einkum er líður á sumar, og sker því vel af við hinn græna lit graslendisins. Oft flétt- ast hann í brekkum saman við graslendi og jafnvel blómlendi, svo að ekki verður aðgreint á korti, þar sem á skiptast þursaskeggsrimar, graslendis- eða jafnvel blómlendisdældir. Mætti þá sundum segja, að hlíðin væri röndótt tilsýndar. A flatlendi finnst þursaskeggmór mest sunnan lands, en má heita lítt útbreiddur norðan lands. Þar gætir smárunna meira í honum, en mosans aftur syðra. Þursa- skeggsmórinn er þyrrkingslegt land, ófrjótt og nytjalítið. Móasefssveit Gróður þessarar sveitar er um margt líkur því, sem er í þursaskeggsmónum, enda eru þessar tvær gróðursveitir alloft fléttaðar saman og vaxa við áþekk skilyrði. Móa- sefsmórinn er þó meira láglendis-gróður- sveit og vex sjaldan í brekkum, sem eru meginheimkynni þursaskeggssveitarinn- ar. Báðar þessar gróðursveitir fylgjast nokkuð að upp í neðanvert hálendið, en móasefssveitin er naumast á jafnvind- blásnum stöðum og hin, og oft liggur dýpri snjór á móasefmu en þursaskegginu. En eitt skilur mjög á milli þessara skyldu gróðurfélaga. Þursaskeggið vex í sam- felldri breiðu, en móasefið í toppum, sem gefa landinu svip, sem að vísu er móleitur eins og þursaskeggsmórinn. Oft má ganga um móasefsmóinn án þess að stíga á sef- toppana, en enginn fer svo um þursa- skeggsmó, að þursaskeggið verði ekki undir fótum hans. Móasefsmórinn er sem heild einleitari en þursaskeggsmórinn, og hafa einungis þrjú gróðurhverfi verið skil- greind í honum, en hér er honum skipt í tvennt: móasef F1 án þess að tilgreina fylgitegundir, en þær eru helztar stinnastör og grastegundir hinar sömu og í þursa- skeggsmónum (El), og móasef með smá- runnum F2. Helztu smárunnarnir, sem vaxa með móasefinu, eru: krœkilyng og beililyng, en annars eru hér flestar sömu fylgitegundir og í þursaskeggssveitinni og tegundafjöldi líkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.