Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 30

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 30
28 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR sums staöar í hálendinu, eins og þegar er getið. öll tún landsins eru graslendi, þótt það sé að vísu oftast tilbúið með ræktun. Þá er melgrassveilin H4 tekin hér með graslendi, þótt hún heyri raunverulega til sandgróðri, því að melur vex naumast nema í lausum, fjúkandi sandi. Oft heyrir hann til strandgróðrinum, enda þótt víð- áttumikil melalönd séu langt frá sjó og meira að segja langt inni í hálendinu. Melurinn heftir sandfok, svo að utan um SNJÓDÆLDIR Þess hefur þegar verið getið, að snjóalög á vetrum hafa margvísleg áhrif á þrif gróð- ursins og hvernig tegundir skipa sér saman í gróðurhverfi og gróðurlendi. Skýrust verða þessi áhrif snjólagsins í hin- um svonefndu snjódældum. En til snjó- dældagróðurs teljast þau gróðurfélög, sem fram hafa komið við það, að vetrarsnjór- inn hefur verið óvenjulega þykkur og legið lengi fram eftir vorinu, mun lengur en í aðliggjandi gróðurfélögum. Þar sem þetta verður, einkum þar sem dældir eru í landslagi, stundum jafnvel heilir dala- eða skarðabotnar, hefur nafnið snjódæld verið tekið upp. í gróðurkortagerðinni hefur þó hugtakið verið þrengt nokkuð frá því, sem það er víðtækast hjá gróðurfræðingum, svo að raunar eru hér ekki kallaðar snjó- dældir, fyrr en snjórinn liggur svo lengi, að vaxtartími plantnanna að sumrinu styttist verulega. Af þessu leiðir, að ein deild snjó- dældanna, sem ég hef í fyrri ritum lýst undir nafninu lyngdœldir (SteindóR Steindórsson, 1964 og 1974) með aðal- bláberjalyng sem einkennistegund er ekki talin með hér, en talin til mólendis. Er það að vísu í samræmi við ýmsa skandinavíska gróðurfræðinga. Má m. a. réttlæta það melskúfana hlaðast stórar þúfur eða hólar. Eru melalöndin því ætíð óslétt yfirferðar. Jafnskjótt og sandfokið heftist, taka ýmsar tegundir að festa rætur í skjóli melsins. Eru þar að jafnaði fyrstar túnvingull og kló- elfting. Njóti melalönd friðunar um árabil, breytast þau smám saman í graslendi, þar sem túnvingull er aðaltegundin, en eftir því sem gróðurinn þéttist, hverfur melur- inn að mestu eða öllu leyti. með því, að lyngdældirnar eru mjög oft svo litlar að flatarmáli, að þær yrðu ekki greindar frá mólendinu, sem að þeim liggur á kortum. Langvinnur og djúpur snjór er á marga lund hagstæður gróðri. Hann veitir skjól fyrir frostum og næðingum vetrarins. Hitastig jarðvegsins verður hærra en á berangri, svo að dregur úr frosti í jörð. Þar sem stórfenni leggur í fyrstu snjóum á haustin, fellur snjórinn oft á nær þíða jörð, og hún helzt þíð að mestu allan veturinn. Og þó að skaflinn í snjódældinni leysi ekki nema fáum dögum seinna en í landinu í kringum hana, getur það nægt til að hlífa nýgræðingnum fyrir næturfrostum og vornæðingum. Er það og ljóst, að oft er meira af suðlægum og kulvísum tegund- um í snjódældum en utan þeirra. En þar við bætist og, að í snjódældinni er lengst- um skjól og jarðvegur hæfilega rakur. Á þetta einkum við um snjódældir um neð- anverðar hlíðar. En þessi áhrif snjólagsins má raunar sjá í öllu þýfðu mólendi á gróð- urmun þúfna og lauta, eins og áður er á minnzt. En á fleira er að líta. Snjórinn getur einnig haft lamandi áhrif á gróðurinn; ef
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.