Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 31

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 31
FLOKKUN GRÓÐURS í GRÓÐURFÉLÖG 29 hann liggur svo lengi, að vaxtartírni plantnanna styttist verulega, er hætta á ferðum. Til eru þær snjódældir, þar sem vaxtartíminn styttist um allt að því helming. Þá fá ekki aðrar tegundir dafnað í dældunum en þær, sem geta lokið vaxtar- skeiði sínu á stuttum tíma. Petta gerist í mörgum snjódældum hátt til fjalla, en þá kemur í ljós, að þrátt fyrir hin óhagstæðu skilyrði vegna hins skamma sumars veitir snjórinn þó að einhverju leyti hagstæð skilyrði, því að snjódældirnar í allri sinni gróðurfátækt eru þá oft einu samfelldu gróðurblettirnir í þeirri hæð, sem um er að ræða; hitt eru gróðurlausar skriður og melar. Mjög sjaldan ná snjódældir yfir stór samfelld svæði. A láglendi eru þær ekki til, enda þótt oft sé gróskumeira, þar sem snjór liggur í lengra lagi. A Vestíjörðum og Austfjörðum og útskögum nyrðra finnst þó snjódældagróður niður í 50- 100 metra hæð, en sunnan lands og í innsveit- um nyrðra er naumast um snjódældir að ræða neðar en í 350 — 400 m hæð, þegar frá er talin lyngdældin, sem fyrr var getið, og oft verður þeirra naumast vart fyrr en ofan við 400 m. Hér eru taldar 7 gróðursveitir snjó- dældanna, en alls munu yfir 30 gróð- urhverfi vera skilgreind innan þeirra, en ekki verður farið út í þá sálma hér. Snjómosadæld Þar sem snjór liggur allra lengst, verður háplöntugróður aðjafnaði ósamfelldur, en skellur af hrímgráum hálfmosa, sem er réttnefndur snjómosi, gefa dældinni svip. Snjómosi finnst að vísu í öðrum snjódæld- um, en hvergi svo, að hann gefi dældinni svip. Algengasta háplantan í þessari dæld er grasvíðir, og raunar er lítill munur á gróðri snjómosadældarinnar og grasvíði- dældarinnar annar en snjómosinn, og háplönturnar eru enn færri en í hinni. Snjómosadældin II finnst eingöngu hátt til fjalla, oft við hin efstu gróðurmörk. Grasvíðidæld Grasvíðidældirnar 12 eru um margt líkar snjómosadældunum, nema gróðurbreiðan er þar samfelld að mestu. Þær er einnig að finna hátt til fjalla, þar sem snjór liggur lengi fram eftir vori. Aðaltegundin er grasvíðir, einkum í þeim dældum, sem hæst liggja. Eru tegundir þá löngum fáar, en þeim fjölgar, er neðar dregur, og getur gróðursveitin orðið allfjölskrúðug og gróðurbreiðan lyft sér nokkra sentímetra frá jörðu. En í efstu dældunum er víðirinn sjaldan meira en 2 — 3 cm á hæð. En allt um þetta eru þessir litlu gróðurblettir hvíld fyrir augað, þegar allt um kring eru urðir og grjót. Enda þótt grasvíðidældin sé fáskrúðug, koma fram í henni ýmis gróð- urhverfi, og eru helztu einkennistegundir í þeim við hlið grasvíðisins: grámulla, fjallasmári, mosalyng og stinnastör. Þar sem einhverjar þessara tegunda verða meiri vaxtar en grasvíðirinn, koma fram sérstök hverfi, svo sem gráumulluhverjið, sem í lyklinum er talið sjálfstæð sveit við hlið grasvíðihverfisins, merkt 17. Aðrar al- gengar tegundir grasvíðihverfisins eru: rjúpustör,fíflar, kornsúra,fjalladepla, klukku- blóm, fjallasveifgras ogfjallafoxgras. Snjódæld með smárunnum Þar eru ýmsir aðrir smárunnar en gras- víðirinn drottnandi. Helztir þeirra eru: grávíðir, bláberjalyng, og krækilyng 13. Ann- ars er þar að finna flestar sömu tegundir og í grasvíðidældinni, en meira er þar af grösum og þau þroskameiri eins og allur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.