Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 39

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 39
FLOKKUN GRÓÐURS í GRÓÐURFÉLÖG 37 MÝRI Votlendið sem heild einkennist afþví, að jarðvatnið stendur uppi í grasrótinni, a. m. k. nokkurn hluta árs, en er þó nokkuð breytilegt eftir árstíðum svo og úrkomu á hverjum tíma. Pað skiptist í tvær megin- deildir, mýri og flóa (sbr. þó það, sem síðar segir um flóana). I mýrinni flýtur jarðvatnið aldrei yfir grassverðinum nema ef til vill í verstu óþurrkasumrum og þá sjaldan nema stuttan tíma í senn. Vatnið er aldrei al- gerlega kyrrt, heldur sígur hægt fram og endurnýjast því að staðaldri, enda hallar mýrinni ætíð eitthvað, og hefur hún stundum verið kölluö hallamýn. Yfirborðið er oftast þýft, en þúrfurnar venjulega fremur smágerðar og oft myndaðar að verulegu leyti úr mosa. Rakastig mýranna er misjafnt, og kemur það ljóst fram í gróðurfari þeirra. Stundum verða mýr- arnar svo blautar, að þær nálgast flóa, en annars staðar næsta þurrlendar, og verður þar þá margt af grösum og öðrum þurr- lendistegundum. Mýrin er tegundamörg, gróðurbreiðan er samfelld, en mikið þó af mosum, og geta jafnvel komið fram mosa- skellur í þúfum. Aðaltegundir mýranna eru hálfgrös eins og í votlendinu í heild. Jarðvegur er oftast þykkur og veruleg mómyndun. Pó getur brugðið út af því í hlíðum, svo að jarðvegur er næsta þunnur og mómyndun þá sáralítil eða engin. Jarðvegurinn er því auðugur að lífrænum efnum, en þau ummyndast seint. Oft er mikið af eldfjallaösku í mýrum, einkum á móbergssvæði landsins, og í uppblást- urshéruðum er mórinn ætíð blandaður foksandi og fokleir. Þá bera hlíðalækir oft sand og leir út í mýrarnar. Pað, sem hér er sagt um jarðveg mýrarinnar, á eins við um flóann. Votlendið er útbreitt um allt land, en sennilega eru mýrarnar þó víðlendari en flóarnir. Líklega verður votlendið út- breiddast allra íslenzkra gróðurlenda, enda þótt mólendið fylgi því fast eftir. Votlendi finnst frá flæðarmáli og svo hátt upp sem samfelldur gróður nær. Ekki eru alls staðar skýr mörk milli mýrar og flóa né milli mýrar og þurr- lendis, og sama má segja um hin einstöku gróðurhverfi. Pess er þó að gæta, að enn hafa mosar mjög lítið verið teknir með í skilgreiningu gróðurhverfa, en ætla má, að sums staðar gefi þeir skýrari mörk milli gróðurhverfanna en háplönturnar einar saman. Alls er 61 gróðurhverfi skilgreint í mýrinni, og má flokka þau í deildir innan mýrarinnar. Verða þær hálfgrasmýri, elft- ingarmýri, runnamýri og jafnvel grasmýri. Nöfnin segja til um, hvers konar plöntur einkenni mýradeildirnar, og um leið, hvaða ættir setji svip á mýrlendið. Við gróðurkortagerðina hafa mörg gróðurhverfi verið sameinuð, en að mestu er þar farið eftir gróðursveitum. H álfgrasamýri Stinnustararsveit Einkennistegund þeirrar sveitar er stinna- stör, og er sveitina einungis að finna í há- lendinu. Að vísu verða engin skýr mörk dregin milli útbreiðslu hennar og mýrar- stararsveitar, því að stinnastör vex bæði hátt og lágt, að kalla má, en mýrastörin getur teygt sig allhátt til heiða og fjalla. Annars má segja í grófum dráttum, að mörkin milli þessara gróðursveita liggi í 300 - 400 m hæð. Þar fyrir ofan er sára- sjaldgæft, að mýrastör finnist, og því síður, að hún myndi gróðurhverfi, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.