Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Qupperneq 40
38 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
stinnastörin hefur algerlega tekið sæti
hennar í votlendinu. Hins vegar getur
stinnustararmýri fundizt nokkru neðar en
meginútbreiðsla hennar er. Stinnustarar-
sveitin er fremur auðgreind frá mýrastar-
arsveitinni á litnum. Hún er gráleitari yflr
að líta en mýrastararsveitin, sem oftast er
með fagurgrænum blæ. Gróður er oft lítt
samfelldur í stinnustararmýrinni, mosi
oftast mikill og grámosi algengur í þúfum,
þar sem þurrast er. Verða þá stundum
óskýr mörk milli mýrar og heiðar. Stinna-
störin myndar gróðurhverfi með hengistör
Ul, grávíði U2, fjalldrapa og bláberjalyngi
U3, klófífu U4 oggulvíði Ull. Einnig eru
til gróðurhverfí með henni og túnvingli og
mýrelftingu, en ekki eru þau tekin með í
lykil. Allar þessar tegundir, sem nefndar
eru, finnast hingað og þangað um alla
stinnustararsveitina. Pá eru og kornsúra,
grasvíðir og klóelfting ekki óalgengar, en
hálmgresi og blávingull finnast oft. Um-
deilanlegt er, hvort þau hverfi, þar sem
mest er af smárunnum, t. d. U2 og U3,
væru ekki réttar talin til runnamýrar, og
sama er um gulvíðihverfið Ull. En
runnamýrin sem heild er ekki tekin með í
lyklum kortagerðarinnar, svo að hverfi
hennar deilast innan um önnur gróð-
urhverfi votlendisins.
Mýrastararsveit
Víðáttumesta sveit hálfgrasamýrarinnar
og um leið alls votlendis er mýrastarar-
sveitin, sem oft er kölluð starungsmýri, en
starungur er annað nafn á mýrastör. Um
staðhætti og lífsskilyrði er líkt að segja og í
stinnustararmýrinni, nema hér er um að
ræða algert láglendisgróðurlendi, eins og
fyrr var sagt. Jarðvegur er oftast þykkur og
mómyndun þá veruleg og stundum mjög
djúp. Pýfi er fremur smágert, mosi mikill í
þúfum og oft nokkur munur á gróðri þúfna
og lauta; mýrastörin er þá þéttust í
lautunum, en grös, blómjurtir, elfting,
smárunnar og mosi í þúfunum. Mýrin er
meðalblaut, en svo er að sjá sem mýrastör
þoli vel, að vatn fljóti yfir jarðvegi og jafn-
vel gróður fari í kafeinhvern hluta sumars.
Má sjá þess merki í áveituengjum, ef ein-
ungis landið þornar sæmilega á eftir og
jarðvatnið helzt á hreyfingu. Staðnað vatn
þolir mýrastörin illa. Við þurrkun lands
hverfur hún fljótt úr gróðri. Gróður-
breiðan er samfelld. Miklu mestur hluti af
mýraengjum landsins var starungsmýri.
Gróður mýrastararsveitarinnar er all-
fjölskrúðugur, miklu fjölbreyttari en
stinnustararsveitarinnar, enda er hér um
láglendisgróðurlendi að ræða, en þar eru
gróðurhverfin mun tegundaauðugri en í
hálendinu. Pó eru einstök hverfi mjög
misjöfn að tegundafjölda, og veldur
rakastig og halli þar miklu um. Innan
mýrastararsveitarinnar er skilgreint 21
gróðurhverfi, sem eru sameinuð hér í sex
deildir. Einkennistegundir þær, sem
mýrastörin myndar hverfi með, einni eða
fleiri, eru: hengistör, klófifa, bláberjalyng,
horblaðka, stinnastör, vetrarkvíðastör, tjarna-
stör, mýrelfting, engjarós, gulstör, mýrafinnung-
ur, grávíðir, hálmgresi, hálíngresi ogfinnungur.
Sumar þessar tegundir finnast víðs vegar í
mýrinni, en aðrar, t. d. mýrafinnungur og
finnungur, varla utan þess eina hverfis,
sem þær einkenna. Auk þessara tegunda,
sem eru einkennistegundir gróðurhverfa,
er fjöldi tegunda algengur hvarvetna í
mýrinni, þótt þær séu lítils háttar bæði í
þekju og magni. Af störurn má nefna hár-
leggjastör, belgjastör o. fl. Af grösum má
nefna vingla, sveifgrös og týtulíngresi auk