Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 43

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 43
FLOKKUN GRÓÐURS í GRÓÐURFÉLÖG 41 á vorin. Minnist ég þess, að sauðfé sótti oft í brokflóa snemma vors, áður en nokkur gróður var kominn í úthaga, þótt það liti ekki við þeim á sumrin. Hálfgrösin eru aðalgróður flóans. Þó finnast þar runnar, helzt grávíðir og blá- berjalyng, en ætíð lítils vaxtar. Samt má segja, að grávíðir sé algengur í hálendis- flóum. Grös eru fá og strjál, og blómjurtir sjást varla aðrar en engjarós og horblaðka. Flóinn er mjög tegundasnauður, snauð- astur allra íslenzkra gróðurlenda, og er lítill gróðurmunur hans, hvort sem hann er í hálendi eða á láglendi, nema eigin- legur gulstararflói er ekki til í hálendinu. Enda þótt flóinn sé tegundafár og gróður hans einleitur, koma þó fram í honum 6 gróðursveitir með nokkrum hverfum hver. Gulstararsveit Gulstararsveitin VI og V7, sem hin mestu og grösugustu starengi landsins teljast til, er að minnstu leyti flói, heldur heyrir hún til gróðurlendi, sem bæði að myndun, jarðvegi og gróðurfari er alóskylt flóanum og kallast flœðimýri. Flæðimýrin verður aldrei til nema við vötn, aðallega þó meðfram lygnum ám og við árósa, þar sem fjarðabotnar hafa fyllzt af framburði vatnsfalla. Allar óshólma- mýrar landsins eru flæðimýrar. Litlar flæðimýrar geta orðið til í tjörnum og stöðuvötnum, þar sem lækir falla fram. Löngum er flæðimýrin ekki hærri en svo, að vatn sígur eða flæðir inn í hana, þegar vatnavextir eru. Þannig berst alltaf fersk- ur vatnsstraumur um undirlag flæðimýr- arinnar, jafnframt því sem vatnið sígur fram eftir henni í sömu stefnu og áin rennur. Þannig er jarðvatn hennar harla ólíkt hinu staðnaða, súra flóavatni. Mó- myndun er engin, en undirlagið er leir og sandur, sem nær oftast mjög djúpt niður. Af jarðstönglum gulstararinnar myndast mjög seigt torflag, reiðingur, ofan á undirlaginu, svo að vel er fært hestum fram og aftur um flæðimýrina. Milli flæðimýrar og árinnar eru venjulega þurrir bakkar, sendnir, en vaxnir mýrelft- ingu og stundum loðvíði. Oft er mikið um hvítsmára og umfeðming, og er því gróður- lendi lýst sem elftingarjaðri, en kalla má, að hann fylgi eftir flæðimýrinni. Loðvíðir oggrávíðir vaxa eingöngu þar, sem bakkar eru sendnir og liggja nokkru hærra yfir vatnsborð árinnar en elftingarbakkarnir. Margt er þar af grösum og gróður yfirleitt fjölskrúðugur. Flæðimýrin er einleitt gróðurfélag. Að- altegundin er gulstör. Er oft nær enga aðra tegund að finna á stórum svæðum. Verður gulstörin oft hávaxin, metri á hæð eða jafnvel meira, þar sem bezt gegnir, t. d. á Hvanneyrarfit og Safamýri áður fyrr. Er hún grösugasta og gjöfulasta gróðurlendi landsins frá náttúrunnar hendi, því að naumast bregzt þar spretta í grasleysis- sumrum né dregur úr uppskeru hennar, þótt hún sé slegin árlega. Auk þess er gulstörin viðurkennd ágætisfóður. En þótt tegundir séu fáar í gulstararmýrinni, hafa samt verið skilgreind í henni níu gróð- urhverfi, en mörg þeirra eru næsta lítil um sig. Gulstörin myndar gróðurhverfi með þessum tegundum, innan flæðimýrarinn- ar: fergini, horblöðku, hófsóley, mýrastör, vetrarkvíðastör, blátoppastör, hálmgresi, knjá- liðagrasi og fífu. Fátt annarra tegunda finnst í flæðimýrinni; Þó má nefna þar skriðlíngresi, mýradúnurt og hrafnaklukku. Hinn eiginlegi gulstararflói er að teg- undum sviplíkur flæðimýrinni; þó eru ein- kennistegundir hinna einstöku gróð- urhverfa, átta að tölu, að nokkru aðrar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.