Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Síða 44

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Síða 44
42 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR svo sem hengistör, tjarnastör,flóastör, grávíðir og hálmgresi. Hengistarar,- hálmgresis- og grávíðihverfin eru eingöngu í hálendinu og hafa raunar lítil tengsl við flæðimýrina önnur en gulstörina. Að jafnaði stendur gulstararflóinn miklu nær klófífuflóa en flæðimýri. Að vísu er gulstararflói oft við útrásir lækja inn í flóa- eða mýrasvæði og er að því leyti ekki óskyldur flæðimýrinni að myndun. Gulstararflóinn finnst oft á litlum svæðum í rauðaleirskeldum eða þar sem mikill rauðaleir hefur borizt út í vot- lendi. Má það heita algild regla, að gulstör og rauðaleir fari saman, hver sem orsökin kann að vera. Gulstararflói er víða um land, en nær sjaldnast yfir nokkur veruleg svæði. Brok eða klófífusveit Brokflóinn V3 er langvíðáttumesta gróð- ursveit flóans. Aðaltegund hans og sú, sem bæði gefur honum svip og er langmest að gróðurmagni, er klófífan eða brokið öðru nafni. Klófífan er rakakær tegund, en þolir þó ekki, að vatn liggi allt of lengi yfir landinu. Þess vegna hverfur hún í áveitu- hólfum, en mýrastör kemur í hennar stað. Grunur leikur þó á, að hér sé það ekki vatnsdýptin, sem ræður, heldur efna- breytingar, sem verða við aðkomuvatnið og þá hreyfingu, sem kemst á jarðvatnið við áveituna, en allt er það órannsakað mál. Samt er vert að geta þess, að ef brok- flói blotnar verulega í úrkomusumrum, er hætt við, að í hann komi rotskellur. Mosi er að jafnaði lítill. Enda þótt brokflóinn sé næsta tegundafár, koma þó fram í honum 16 gróðut hverfi, sem hér eru öll sameinuð í eitt nema klófífu-bláberjalyngs-fjalldrapa- hverfi V8, sem greinir sig frá öllum hinum í því, hve runna gætir þar mikið. Eru það auk einkennistegundanna einnig krœki- lyng. Það hverfi er oftast þýfðara en flóinn annars er og er að gróðri mjög skylt runnamýrinni, sem lýst hefur verið. Þær tegundir, sem einkenna gróð- urhverfi brokflóans ásamt klófífunni, eru mýrastör, vetrarkvíðastör, hrafnastör, hengistör, grávíðir, hálmgresi, mýrafinnungur og gulstör. Mjög er þó útbreiðsla þessara hverfa ólík. Þannig eru þau brokflóahverfi, þar sem gulstör eða mýrafinnungur eru ein- kennistegundir, ætíð lítil að víðáttu, en þar sem hengistör og vetrarkvíðastör eru ríkjandi, hins vegar mjög útbreidd og hvarvetna víðáttumikil. Tjarnastararsveit Þetta er sú gróðursveit flóans V2, sem næst gengur brokflóanum að víðáttu. Verður hún einkum víðáttumikil í hinum lægri heiðalöndum. Hins vegar er tjarna- stararflóinn sjaldséður, er hærra dregur upp, en finnst alloft í láglendisflóum. Oft er tjarnastörin þó minni að magni og í þekju en aðrar fylgitegundir hennar, en sakir vaxtarlags og litar greinir hún sig skýrt frá öðrum gróðursveitum flóa og mýrar og blandast lítt inn í þær. Tjarna- störin er blágræn, gulstörin gulbleik, mýrastörin fagurgræn og klófífan eða brokið móleitt. Staðhættir í tjarnastarar- flóanum eru dálítið frábrugðnir brokfló- anum og nálgast nokkuð gulstararflóann. Honum hallar oft lítið eitt, svo að jarð- vatnið er ekki ætíð algerlega kyrrt, en hins vegar er hann ætíð blautur, jafnblautari en brokflóinn, enda vex tjarnastörin oft út í tjarnir og vatnavik og myndar þar sjálf- stæð gróðurhverfi innan vatnagróðursins, sem síðar segir. Að tegundasamsetningu er tjarnastararflóinn líkari brokflóa en gulstararflóa. En þó að hann sé fáskrúð- ugur, er hann oftast tegundafleiri en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.