Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 61

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 61
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1 980 12,2: 59-83 Gróðurkortagerð Gylfi Már Guðbergsson Jarðfræðaskor, Háskóla íslands ÁGRIP í þessari grein er minnzt á markmið með gróðurkortagerð á íslandi og upphaf þeirrar kortagerðar. Þá er rakið, hvernig miðað hefur þá tvo áratugi sem unnið hefur verið óslitið að gróðurkortagerð. Gróðurkort skiptast í tvo flokka, Gróðurkort af íslandi (hálendiskort) í mælikvarða 1:40 000 og Gróður- og jarðakort (byggðakort) í mælikvarða 1:20 000. Lokið er gerð 64kortblaðaí fyrrnefndaflokknum og 13 blaða í hinum síðarnefnda og eru þau afþriðjungi landsins, en vettvangsvinnu er lokið á nær tvöfalt stærra svæði. Lýst er gögnum sem notuð eru við kortagerðina, grunnkortum og loftmyndum, blaðstærð korta og drepið á áætlanir um notkun nýrra og betri grunnkorta en hingað til hafa fengizt. Efni gróðurkorta og vettvangs- vinnu er einnig lýst nokkuð ítarlega og fjallað um, hvernig vettvangsvinnu er háttað. Rakið er hvaða verkþættir taka við eftir að útivinnu lýkur, en þá er gert vinnukort og síðan teiknað lokahandrit gróðurkortsins og þá búið til prentunar. Nú er komið á þriðja áratug frá því að gróðurkortagerð hófst hér á landi. Byrjað er að huga að endurskoðun korta, enda hafa víða orðið miklar breytingar á gróðurfari frá því að kortin voru gerð. Notagildi gróðurkorta er ekki einungis bundið við nýtingu lands til beitar, heldur má hafa drjúgt gagn af þeim við skipulagningu, eftirlit og stjórn annarrar landnýtingar. Þá hefur þegar sannazt gildi þessara gróðurkorta sem heimildar um gróðurfar á liðinni tíð. INNGANGUR Markmið með gróðurkortagerð er að afla vitneskju um gróðurfar, ástand gróður- lenda, stærð gróins lands og gróðurfars- breytingar. Gróðurkort eru notuð ásamt niðurstöð- um úr öðrum þeim rannsóknum, sem lýst er í þessu riti, til að ákvarða beitarþol og stjórna nýtingu beitilanda. Segja. má, að þetta haíi verið tilgangurinn í upphafi, en þegar gróðurkortagerð í byggð hófst, kom í ljós, að gróður- og jarðakort koma að gagni á fleiri sviðum en við skipulagningu og stjórn á nýtingu beitilands eða bú- skapar. Verður nánar vikið að þeim at- riðum síðar. Lýsing gróðurkortagerðar, sem hér fer á eftir, styðst að mestu leyti við ýmis vinnu- gögn, sem notuð hafa verið við korta- gerðina, svo sem loftmyndir, kort og starfsáætlanir, gróðurkort, sem lokið er, og enn fremur dagbækur höfundar. Gróðurkortagerð hér á landi hófst 1955 á vegum búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans. Árin 1955 og 1956 var gert gróðurkort af Gnúpverjaafrétti sunnan Fjórðungssands (1. mynd), og var það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.