Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 80

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 80
78 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Þessi greining er þó aðeins á byggðakort- um. Auk greiningar gróðurhverfa og gróð- urþekju er lítt grónu eða ógrónu landi skipt og mörk þess dregin á vettvangs- kortið, og verður það ekki allt tíundað hér, en vísað til I. töflu. Rétt er þó að nefna nokkur atriði. Hraun eru alltaf skráð og afmörkuð, hvort sem þau eru gróin eða ógróin, og eru þau sýnd með sérstöku mynztri á gróðurkortunum. Flár eru auðkenndar með sérstökum merkjum, sem tákna freðmýrarústir. Afréttargirð- ingar, skógræktar- og landgræðslugirð- ingar, girðingar og mörk þjóðgarða og friðaðra svæða eru einnig dregin á vett- vangskortin. Ógreinilegir vegir og bíl- slóðir eru merkt á vinnukortum og einnig breytingar á vegum, sem orðið hafa, eftir að loftmyndir eru teknar. Þótt gróður- og landgreining sé drýgsti hluti vettvangs- vinnunnar, er einatt tímafrekt að merkja girðingar, teikna breytingar á vegum og afrennsli af landinu, þar sem farvegum er breytt með framræslu, og staðsetja, mæla og teikna nýræktir og tún, sem ræktuð hafa verið, eftir að loftmyndir af svæðinu voru teknar. Vettvangsvinnan gengur því mun hraðar, ef myndir eru nýjar. Við gerð byggðakorta (1 : 20 000) kemur sitthvað fleira til. Nöfn býla eru skráð og staðsetning íbúðarhúsa á jörðum í ábúð. Tekið er fram, ef býli eru í eyði, og eru nöfn þeirra skráð, þegar kortin eru prentuð, en tákni fyrir íbúðarhús er sleppt. Þar sem um samfellda byggð er að ræða, t. d. þorp, eru dregin mörk við jaðar slíkrar byggðar. Gróið land í þorpum og kaupstöðum er sjaldnast annað en tún, garðar og ónotað byggingarland og er ekki sýnt á gróðurkortum. Ræktað land er allt haft í einum flokki, en það er tún, kálgarðar, nýræktir, fóð- urkálsskákir, akrar og þess háttar land. Sums staðar, til dæmis með Hvítá og Norðurá í Borgarfirði, eru eggsléttir vall- lendisbakkar, sem bændur hafa borið á um langt skeið. Þar eð enginn munur er á tegundasamsetningu á slíkum bökkum og túnum og kalla má, að þar ríki túngresi, hefur þótt rétt að telja þá með ræktuðu landi. Gróðurfar ræður, en ekki, hvort landi hefur verið bylt. Landamerki jarðeigna, hreppamörk, sýslumörk og mörk kaupstaða hafa til þessa nær einvörðungu verið sett á byggðakort. Þó hefur það einnig verið gert á fáeinum hálendiskortum (1:40 000), t. d. blöðum 132 (Botnsheiði) og 133 (Þingvöllum). Er þá um að ræða hálend- iskort, sem ná niður í byggð eða þar sem land til fjalla skiptist á milli jarða, en ekki afrétta, og þar sem ætla má, að einhver bið verði á því, að gefin verði út kort í stærri mælikvarða. Þinglýst landamerki eru sett á vett- vangskortin í samráði við bændur og aðra landeigendur, sem eiga lönd, er liggja saman. Auk loftmynda eru notuð önnur gögn, og eru landamerkjabréfhelzt þeirra, en landskiptagerðir eru líka notaðar, þar sem landskipti hafa farið fram, eftir að landamerkjabréf voru gerð. Þá verða ör- nefnaskrár oft að gagni við skráningu landamerkja. Þeirri meginreglu er fylgt, að einungis þau landamerki, sem hlutað- eigandi aðilar eru sammála um og þing- lýst hefur verið, eru sett á gróðurkortin. Það skal þó tekið fram, að jarðamörk eða mörk jarðeigna og sveitarfélaga, sem birt eru á gróðurkortum, hafa að dómi Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins ekki sama gildi og landamerkjabréf og önnur opin- berlega staðfest skjöl, þótt þau séu merkt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.