Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 91

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 91
GRÓÐURSKILYRÐI, GRÓÐURFAR, UPPSKERA 89 jafnaði verið gert á þann hátt, að gróður er klipptur í tveimur eða fjórum af þeim hringjum, sem gróðurfar er rannsakað í. Gróðursýnin eru síðan greind í jurtir, trjá- kenndan gróður og fléttur, þurrkuð og vegin. Uppskera mosa er ekki mæld.Þessi mælingaraðferð er mjög seinleg, og hefur það takmarkað þann fjölda mælinga, sem unnt hefur verið að framkvæma á ári hverju. Þetta er að sjálfsögðu bagalegt, vegna þess að íslenzk gróðurlendi eru mjög breytileg að gróðurfari og upp- skerumagni, og því breytilegra sem gróðurlendi er, því meiri fjölda mælinga þarf til þess að fá marktækar niðurstöður. Þá er uppskerumagnið að sjálfsögðu breytilegt eftir veðurfari frá ári til árs, og sá breytileiki er mismunandi eftir gróður- félögum. Fjöldi mælinga árlega er því nauðsynlegur til þess að fá glögga hug- mynd um sveiflur í uppskeru vegna ár- ferðis. Miklu færri mælinga er þörf við ákvörðun á uppskerumagni ræktaðs lands vegna þess, að það er ekki eins breytilegt. I sambandi við beitartilraunir þær, sem unnið hefur verið að undanfarin ár víðs vegar um landið, hefur verið tekin upp ný aðferð við uppskerumælingar, sem er margfalt fljótlegri en sú aðferð, sem að framan er lýst. Þessi aðferð er sambland af klippingum eins og áður og mati á upp- skerumagni. I hverju gróðurhverfi er gróður metinn a. m. k. í 25 hringjum, klipptur og veginn í fimmta til sjötta hverjum hring og samhengið fundið milli mats og vigtunar. Með nokkurri æfingu hefur tekizt að fá mjög góða fylgni milli klippinga og mats, og er algengt, að fylgn- isstuðull (r) sé um 0.95. Uppskerumæl- ingar eru gerðar, þegar ætla má, að plönt- urnar hafi náð fullum vexti. Þær eru að sjálfsögðu aðeins gerðar á óbitnu landi. í 2. töflu er sýnd meðaluppskera helztu gróðurlenda landsins, og eru tölurnar meðaltöl mælinga, sem gerðar voru víðs vegar um landið á árunum 1962—1978. I þetta meðaltal er ekki tekin með uppskera fléttna eða annarra lægri plantna. Upp- skeran er reiknuð sérstaklega fyrir gróð- urlendi, sem eru í minna en 400 m hæð yfir sjávarmáli og ofan við 400 m hæð. Ekki þykir ástæða til að birta upp- skerutölur fyrir hvert gróðurhverfi. A hverju sumri bætast við gögn um upp- skerumagn þeirra, og er sú gagnaaukning nú meiri en áður, eftir að hin nýja upp- skerumælingaaðferð var tekin upp. Tölur fyrir einstök gróðurhverfi breytast því með hverju ári, en tölur fyrir gróðurlendin breytast orðið lítið vegna hins mikla fjölda mælinga, sem þær byggjast á. Tölurnar í töflunni tala sínu máli, en í sambandi við þær þykir þó ástæða til að benda á eftirfarandi: a) Jurtir hafa miklu meira gildi fyrir sumarbeit en kvistgróður, því að hann er þá tiltölulega lítið bitinn miðað við jurtirnar, eins og síðar verður rakið nánar. b) Minnst magn jurta er í uppskeru mosaþembna, kvistlenda og fléttumóa. c) Að meðaltali er uppskera jurta, trjákennds gróðurs og heildarupp- skera allra gróðurlenda mun meiri neðan 400 m h. y. s. en ofan. Þetta kemur ekki á óvart, þegar tekið er tillit til þess, hve vaxtartími er miklu styttri ofan 400 metra en neðan og veðurskilyrði verri. d) Að meðaltali er heildaruppskera af botn- gróðri skóglenda, sem aðeins hefur verið mæld neðan 400 metra, um 70% hærri en heildaruppskera annarra gróðurlenda. Þó eru uppskerutölur botngróðursins með- altöl bæði úr friðuðum og beittum skóg- lendum. Þetta sýnir, hve mikil áhrif skóg- urinn hefur á gróðurskilyrði annars
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.