Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Qupperneq 152
150 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
þessu veldur, en augljóst er, að bætt,
skipuleg landnýting leiðir ekki aðeins til
batnandi gróðurfars, heldur einnig aukins
hagnaðar afsauðfjárbúunum. I allri þeirri
umræðu, sem orðið hefur að undaníornu
um vandamál landbúnaðarins, hefur
afurðasemi sauðfjárins lítið borið á góma,
þótt augljóst sé, að hún skiptir sköpum um
afkomu hans. Þetta sést glöggt með því að
bera saman afurðir sauðQár á Grænlandi
og Islandi.
Nú þegar þarf að kanna ýtarlega fjölda
búfjár í högum, bæði á hálendi og lág-
lendi, um land allt og bera hann saman við
niðurstöður rannsóknanna á beitarþoli og
ástandi gróðurs á hlutaðeigandi svæðum.
Það þarf að draga úr sókn í ofbeitt beiti-
lönd og auka sókn í vannýtt og ræktuð
svæði og beitilönd. Ofbeit er langmest á
hálendi, og þótt hún sé einnig á nokkrum
svæðum á láglendi, eru talsverð svæði ekki
fullnýtt og geta tekið við hluta þess búQár,
sem er umfram beitarþol á afréttum. Að
vísu eru mörg óleyst vandamál í sambandi
við nýtingu láglendisins, svo að ekki fást
þar fullnægjandi afurðir afsauðfénu. Þetta
virðast aðallega vera vandamál, sem
tengd eru beitarstjórnun eða öllu heldur
skorti á henni. Uthagagróður sprettur ört
úr sér á láglendi og hefur þegar miðsumars
of lítið næringargildi til að gefa miklar
afurðir. Ur þessu má bæta með skipu-
lagðri beit, og hafa margir bændur þegar
tekið hana upp. Er nú unnið að tilraunum
á þessu sviði, þótt þær þyrftu að vera mun
víðtækari. En víða er svo brýnt að létta á
afréttum, að ekki er unnt að bíða eftir
þessari lausn, og af tvennu illu er skárra að
fá rýr lömb afvannýttu láglendi en jafnrýr
lömb af ofnýttu hálendi, þar sem gróður-
eyðing fylgir í kjölfar oíbeitar.
Fyrst af öllu þarf að taka upp stjórn
beitar á afréttum landsins. Niðurstöður
gróðurrannsóknanna verði lagðar til
grundvallar við ákvörðun á leyfilegum
beitarþunga á hverjum afrétti, mældum í
íjölda beitardaga, en við þá ákvörðun
verði tekið fullt tillit til annarra atriða,
sem gætu haft áhrif á endanlegan beitar-
þunga til hækkunar eða lækkunar, eins og
framan hefur verið getið. Þetta á að koma í
veg fyrir ofbeit í meðalárferði. Hins vegar
er að sjálfsögðu ekki með þessu móti einu
unnt að sjá fyrir og taka tillit til rýrnunar á
uppskeru og beitarþoli í harðæri. Þess
vegna þarf sérþjálfaða eftirlitsmenn um
land allt til þess að fylgjast með þróun
gróðurs og nýtingu hans hvert sumar. Þeir
tækju ákvörðun um, hvenær gróður væri
orðinn nógu vel á veg kominn, til þess að
óhætt væri að reka á afrétt. Þeir myndu
síðan fylgjast með beitinni öðru hverju um
sumarið, ákveða, hvenær færa þyrfti fé frá
afréttargirðingum til byggða og hvenær
gróður væri orðinn hæfilega beittur að
hausti og beitartíma ætti að ljúka. A. m. k.
einn slíkur eftirlitsmaður þyrfti að vera í
hverri af hinum stærri sýslum landsins.
Með þessu móti væri komið upp eftir-
litskerfi, svipað og gert hefur verið við
nýtingu fiskimiðanna og gefið góða raun.
Að sjálfsögðu þarf að fylgjast með, að
heimalönd séu einnig hóflega nýtt, og á
því hafa flestir bændur eflaust skilning.
Með þessu gætu héraðsráðunautar fylgzt
og einnig gróðureftirlitsmaður, sem ætti
að starfa á vegum Landgræðslunnar.
I því skyni að meta, hvenær beitiland er
orðið nægilega gróið að vori, til þess að
óhætt sé að he^a beit, og hvenær gróður er
orðinn hæfilega bitinn að hausti, mætti
velja nokkur gróðurlendi á svæðinu, sem
notuð yrðu sem lykilsvæði ár eftir ár. I
hverju þessara gróðurlenda yrðu valdar