Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 20202
Ráðstefna fagráðs í hrossarækt
var haldin um liðna helgi. Þar var
meðal annars farið yfir árangur ís-
lenskra hrossa og ræktenda þeirra
á árinu. Ræktunarbú ársins reynd-
ist vera Þúfur í skagafirði; bú
þeirra Gísla Gíslasonar og Mette
Mannseth. Heiðursviðurkenn-
ingu bændasamtakanna og Fé-
lags hrossabænda hlaut hins veg-
ar kjarnorkukonan Ólöf Kolbún
Guðbrandsdóttir, Olla, í Nýjabæ í
bæjarsveit. Verðlaunin hlýtur jafn-
an eldri einstaklingur sem lagt hef-
ur drjúgan skerf inn í ræktun ís-
lenska hestsins á æviskeiði sínu.
Farið var hlýjum orðum um gæfu-
ríkt ævi- og ræktunarstarf Ollu
í Nýjabæ í kynningunni á ráð-
stefnunni og sagt meðal annars að
Olla væri fallegt dæmi um mann-
eskju sem alist hefði upp við hesta-
mennsku, stundað ræktunarstarf af
alúð og uppskorið í samræmi við
það. mm
skaginn 3X á Akranesi hlýtur ný-
sköpunarverðlaun samtaka sveitar-
félaga á Vesturlandi fyrir árið 2020.
Ingólfur Árnason forstjóri skag-
ans tók við verðlaunagrip af þessu
tilefni í breið, nýsköpunarsetri á
Akranesi síðastliðinn fimmtudag.
Við val á verðlaunum þessum er
sá háttur viðhafður að atvinnuráð-
gjafar ssV tilnefna þrjú fyrirtæki
og voru þær lagðar fyrir stjórn ssV
til afgreiðslu. Verðlaunagripinn í ár
hannaði Dýrfinna Torfadóttir gull-
smiður.
Á myndinni er Páll s. brynjars-
son framkvæmdastjóri ssV búinn
að afhenda Ingólfi Árnasyni hjá
skaganum 3X verðlaunin.
mm/ Ljósm. hg.
Hagstofan hefur nú birt tölur um
íbúafjölda 1. desember eftir sveit-
arfélögum. Landsmenn eru nú
368.620 og hefur fjölgað um 1,2%
frá fyrra ári. ef íbúafjöldatölur eru
bornar saman við 1. desember 2019
kemur í ljós að íbúum á Vesturlandi
hefur fjölgað um 31 á árinu, sem
jafngildir 0,2%, eru í dag 16.697
talsins. Hlutfallslega hefur orð-
ið mest fjölgun í Hvalfjarðarsveit
í sveitarfélögum í landshlutanum,
þar sem fjölgaði um 3,2%, eða um
20 íbúa. Þar eru nú 645 búsettir. Á
Akranesi, fjölmennasta sveitarfélagi
landshlutans eru íbúar nú 7.662,
fjölgaði um 129 frá fyrra ári eða um
1,7%. Í snæfellsbæ fjölgar um tíu
íbúa, eða um 0,6%. Í skorradal og
Helgafellssveit er íbúatalan óbreytt
frá því fyrir ári.
Í fimm sveitarfélögum á Vestur-
landi fækkar íbúum frá fyrra ári.
Hlutfallslega fækkar mest í eyja-
og Miklaholtshreppi, eða um fjóra
íbúa sem jafngildir 3,2%. Í borgar-
byggð fækkar um 91 íbúa eða um
2,4%. Íbúar eru nú 3.764 í borgar-
byggð. Í Dalabyggð fækkar íbúum
um 1,9%, eru nú 12 færri en í fyrra
og samtals 622 þann 1. desember.
Í stykkishólmi fækkar um 14 íbúa
frá í fyrra, eða um 1,2% og eru nú
1.197 búsettir þar. Í Grundarfirði
fækkar um sjö íbúa frá fyrra ári, eða
um 0,8% og eru nú 870. mm
Skaginn 3X hlýtur Nýsköpun-
arverðlaun SSV 2020
Olla tekur hér við heiðursviðurkenningu Bændasamtakanna. Skjáskot af
vefútsendingu frá fagráðstefnunni.
Olla í Nýjabæ hlýtur heiðurs-
verðlaun hrossabænda
Íbúum á Vesturlandi fjölgar lítilsháttar
Hugvekja á jólum 26
Jólamyndagáta 28
Jólakrossgáta 30
Fréttaannáll ársins 32-46
Kveðjur úr héraði 48-54
Hættir eftir 44 ára starf 55
Jóhanna ljósmóðir 56-57
Jólavísnahorn 58
Slysið sem breytti öllu 60-61
Mætti hafa lengri sólarhring 62-63
Úr borgarastyrjöld í Borgarfjörð 64-66
Gagnleg brunavarnaráð 67
Félagsstarf og vinasamband 68-69
Veiran er dauðans alvara 70-71
Frístundabóndi í Hólminum 72-73
Ræktar tengsl við heimahagana 74-75
Sagnaritari samtímans 76-77
Í heimsókn hjá hjónum í Grundarfirði 78-79
Lífið færir fólki verkefni 80-81
Þú lést ekki foreldrana vinna þín verk 82-84
Rokkari og pastelrokkari 86-87
Langaði að verða sjúkraflutningamaður 88
Rætt við nokkur leikskólabörn 89
Flugvélarflak sótt á Eiríksjökul 90-91
Dúi Landmark og Grænlandsljósmyndunin 92-93
Kynfræðingur og fjallageit 94-95
Í skötuveislu á Hundastapa 96-97
Brúarsmiður og veiðimaður 98-99
Þá mega jólin koma fyrir mér 104
Ísak Bergmann í jólafrí 110
Meðal efnis í
Jólablaði
Skessuhorns:
Sendum íbúum Vesturlands,
félagsmönnum, félagasamtökum,
fyrirtækjum og öðrum velunnurum
hugheilar jóla- og nýjárskveðjur
Við þökkum stuðning við kaup á
sjúkrarúmum fyrir HVE á árinu
Stjórn Hollvinasamtaka HVE S
K
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9