Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 95

Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 95
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 95 upp á fjöll og hafa tækifæri til að upplifa þá tilfinningu sem fylgir því að standa uppi á toppi og horfa yfir landið í friðsældinni. Það ættu allir sem hafa líkamlega burði til þess að prófa þetta,“ bætir hún við. Barnvænt samfélag Í byrjun sumars var sóley ráðin hjá borgarbyggð til að kortleggja gögn fyrir innleiðingu á barnvænu samfélagi en borgarbyggð skrifaði í vor undir innleiðingu barnasátt- mála sameinuðu þjóðanna. „Inn- leiðingaferlið hjá borgarbyggð er í gangi núna og ég hef verið að vinna að því að safna gögnum sem sett eru í ákveðið mælaborð sem kort- leggur stöðu sveitarfélagsins þegar kemur að stöðu, líðan og hag barna í borgarbyggð. Í kjölfarið verð- ur hægt að setja saman áætlun fyr- ir það sem bæta þarf,“ útskýrir sól- ey. Aðspurð segir hún að í barn- vænu samfélagi hafi börn rödd inn- an stjórnsýslunnar, þau eru tekin með í skipulagningu á samfélaginu sem þau búa í. „Þetta snýst ekki um að hafa alltaf pizzu í matinn þegar þau vilja heldur að börn séu höfð með í samtalinu um skipulag sveit- arfélagsins. börn eru líka einstak- lingar eins og fullorðnir og þau hafa sín réttindi og það skiptir líka máli fyrir þau hvernig sveitarfé- lagið er byggt upp. Dæmi um þetta er að eftir samtal við börn á Akur- eyri, sem er búið með sitt ferli, var snjómokstri í bænum breytt. börn eru mikið í umferðinni í og úr skóla til dæmis svo auðvitað skipta hlutir eins og snjómokstur þau máli,“ seg- ir sóley. Dreymir um að opna stofu sóley er að taka viðbótardiplómu í kynfræði við Háskóla Íslands. Nám í kynfræði byggir á þeirri grund- vallarforsendu að mikilvægt sé að vinna að kynheilbrigði í öllum nú- tíma samfélögum. Á þetta hef- ur skort í íslensku samfélagi og er markmið náms í kynfræði að bæta þar úr og efla þekkingu og skiln- ing á manneskjunni sem kynveru í heildrænum skilningi, þ.e. líkam- lega, andlega og félagslega. sóley segist einn daginn stefna á að ljúka mastersgráðu í greininni. „Því miður er ekki hægt að læra kynfræðinginn á Íslandi, það þarf að fara erlendis í skóla til að ljúka því námi, eða taka það í fjarnámi með staðarlotum erlendis. Ég tel mikla þörf á fleiri kynfræðingum hér á landi en kynfræðin snýst um að geta sinnt fræðslu í kynfræði og að geta hjálpað fólki með þau vandamál sem koma upp í tengslum við kyn- líf,“ útskýrir sóley og bætir við að sjálf dreymi hana um að opna stofu þar sem hún geti tekið á móti ein- staklingum á öllum aldri og pörum í ráðgjöf varðandi ýmis vandamál tengdu kynheilbrigði. „Flest höf- um við kynferðislegar langanir og kynlíf er stór partur af lífi okkar. en það geta komið upp vandamál þar eins og í öðru. Dæmi um vandamál eru; of brátt sáðlát, erfiðleikar við að fá fullnægingu, óþægindi eftir barnsburð og svo margt fleira. en fólk veit ekki alltaf hvernig á að laga þessi vandamál eða hvert það get- ur leitað. Ég vil hjálpa þessu fólki,“ segir sóley. Við erum öll kynverur „Það má ekki gleyma öldruðum eða fötluðum þegar kemur að kyn- fræðslu og kynlífi. Þessir hópar eru líka kynverur,“ segir sóley og bæt- ir við að of oft sé kynlíf þeirra sem ekki eru ungir, gagnkynhneigð- ir og í góðu líkamlegu formi tabú umræðuefni. „Þarna hefur klámið og samfélagsmiðlar held ég mikil áhrif og auðvitað skortur á fræðslu og opnari umræðu. Þó svo auðvitað sé þessi umræða og þetta málefni á mun betri stað en fyrir til dæm- is 10 árum. Við sjáum ekki oft fólk í hjólastól í klámi eða sem kynverur í bíómynum. Ég vil skapa aðstæð- ur fyrir alla til að getað leitað að- stoðar við að finna leiðir til að njóta kynlífs og efla lífsgæði sín, við höf- um öll rétt á því. ef það er einhver staður og stund sem okkur á að líða vel og vera örugg er það í kynlífi. Þá erum við að hleypa einhverjum að okkur á svo náinn hátt og þá er mikilvægt að líða vel til að geta not- ið þess,“ segir hún og bætir við að einnig sé mikilvægt að þekkja eig- in líkama og mörk áður en kynlíf er stundað með öðrum. „Við þurf- um að læra á eigin líkama áður en við getum ætlast til þess að aðr- ir geri það en því miður er of al- gengt, oft hjá stelpum og konum, að við þekkjum ekki líkamann okk- ar. Kannski vegna klámvæðingar, samfélagsmiðla og jafnvel orðræð- unni, uppeldinu og í samfélaginu. stelpum er jafnvel kennt að pík- ur séu óæskilegar, ekki dömulegt að vera að koma við þær eða spá í þeim, á meðan strákar mega hanga í typpinu á sér og ræða það eins og veðrið, þess vegna er fræðsla svo mikilvæg. Kynlíf, hvort sem það er ein með sjálfum okkur eða öðrum, er ekkert til að skammast sín fyr- ir og það er mín ósk að við getum öll notið þess,“ segir sóley. „Um- ræða sem þessi er svo nauðsynleg fyrir lífsgæði, jafnrétti og kynheil- brigði.“ Hefur áhyggjur af áhrifum kláms spurð um áhrif kláms á börn og ungmenni segir sóley það vera mikið áhyggjuefni. Dæmi eru um að börn sjái klám í fyrsta skipti við átta ára aldur, jafnvel yngra, sem geti haft mikil áhrif á þau. einna helst þau sem hafa kannski ekki fengið neina fræðslu eða þau sem ekki geta átt í opnum samskipt- um við foreldra sína. „ef hlutir eru bannaðir eða þarf að laumast til að gera þá verða þeir oft meira spenn- andi. sótt er meira í þessa hluti og þeir gerðir í felum. Þarna er barn- ið eða ungmennið berskjaldað fyr- ir áhrifum þess sem það ekki þekk- ir. Fræðsla, sama hver hún er, er ofboðslega góð forvörn sem og opin og góð samskipti. Með góðri fræðslu og opnum samskiptum fækkar þolendum og fíklum. sama hvað við er átt; mat, áfengi, fíkni- efni, klám o.s.frv. Í verstu tilfellum getur klámáhorf ungs fólks þróast yfir í fíkn sem lýsir sér þannig að fólk þarf alltaf grófara efni, sem er oft á tíðum mjög ofbeldisfullt, til að fá kikk úr því,“ segir sóley. Samtalið mikilvægt „Ég dæmi alls ekki fólk fyrir að horfa á klám eða mæli með því að gera það ekki en þegar við erum ung og heilinn hefur ekki náð full- um þroska geta áhrif kláms því ver- ið skaðleg. Þá höfum við ekki getu til að gera okkur fulla grein fyrir því hvað sé æskilegt og hvað ekki. Rétt eins og myndir og tölvuleikir eru bannaðir eftir aldri og þroska viðkomandi. Getið þá rétt ímynd- að ykkur hvað klám gerir barni/ ungmenni sem hefur ekki fengið fræðslu, umræðu eða nein tæki og tól til að vita hvað það á að gera með það sem það sér. Kynferðis- ofbeldi má einmitt oft rekja beint til kláms þar sem gerendur eru að endurleika það sem þeir hafa séð. Ofbeldið tengist oft því að farið sé yfir mörk þolenda og kannski gera gerendur sér ekki einu sinni grein fyrir því. Gerendur hafa séð eitt- hvað í klámi aftur og aftur þar sem allir virðast njóta svo það verður bara eðlilegt í þeirra huga. Dæmi um þetta er að kyrkja í kynlífi, það er orðið mjög algengt að þolend- ur lendi í slíku. Í klámi er lítið um samtal og samþykki milli fólks en í kynlífi er samtal mjög mikilvægt. Við ættum aldrei að gera neitt við aðra manneskju nema með sam- þykki. Það er því mjög varhuga- vert að hugsa til þess að ungt fólk horfi jafnvel mikið á klám á sama tíma og kynfræðsla er oft á tíðum takmörkuð,“ segir sóley. Foreldrar þurfa að fræða börnin sóley segir að ekki megi gleyma að fræða líka fullorðið fólk um samtal við börn og ungmenni. Foreldrar, kennarar og aðrir sem vinna með börnum og ungmennum þurfi að kunna að tala um kynlíf og kropp- inn við þau. „Það getur verið skað- legt að gera kynlíf eða kynfæri að tabú. Við flest stundum kyn- líf með sjálfum okkur eða öðrum svo þetta ætti að vera eðlilegt að tala um það. Þó það þurfi oft og tíðum að bæta kynfræðslu í skól- um þurfa foreldrar sérstaklega að taka þátt í fræðslunni, það byrj- ar allt heima. Því miður er of al- gengt að við ýtum þessari umræðu til hliðar, okkur þykir hún óþægi- leg og vitum ekki hvað við eigum að segja. Þannig gerum við þetta oft að feimnismáli eða jafnvel að tabú. strax þegar börn byrja að spyrja hvernig börnin verða til eða fara að spá í kynfærum þá höfum við tilhneigingu til að koma okkur undan spurningunum, verða vand- ræðaleg og jafnvel snúum út úr þannig verður þetta eiginlega að feimnismáli og jafnvel að í verstu tilvikum eitthvað til að skammast sín fyrir. svo þegar þau verða eldri getur það þróast yfir í að þeim þykir kynfærin sín og kynlanganir eitthvað sem er óæskilegt eða jafn- vel eitthvað sem er óviðeigandi, oftast stelpum, og þeim fer að líða illa í eigin líkama. Þá getur við- komandi kannski ekki notið kyn- lífs og það hefur svo mikil áhrif á líðan og sjálfsmynd og þá lífsgæð- in og lífið almennt. Við þurfum að vera ófeimin við að ræða kroppinn og kynlíf, sérstaklega við börnin og ungmennin okkar,“ segir sóley að endingu. arg/ Ljósm. úr einkasafni Á toppnum. Þegar gengið er á jökla þarf að hafa öryggisatriðin á hreinu. Sóley segist ekki fara ein í slíkar ferðir heldur með hópi þar sem með í för er fólk kunnugt svæðinu. Jafnvægisæfingar á fjöllum. Friðsælt á fjöllum. Gengið í línu upp á jökul.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.