Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202038
Viðkvæmt land brann
Í maí kom upp eldur í þurrum og viðkvæmum gróðri í Grá-
brókarhrauni í Norðurárdal. eldsupptök voru skammt frá
Paradísarlaut. Tiltækur mannskapur frá slökkviliði borgar-
byggðar var kallaður til sem og mannskapur frá slökkviliði
Akraness og Hvalfjarðarsveitar. síðar um kvöldið barst auk
þess liðsauki frá brunavörnum suðurnesja. Þannig voru hátt
í eitt hundrað manns sem börðust við eldana og sinntu gæslu,
en slökkvistarfi lauk tólf tímum eftir að eldsins varð fyrst vart.
Lauslega áætlað brunnu um 15 hektarar lands, einkum mosi
og kjarr sem vex í úfnu hrauninu á svæði milli þjóðvegarins
og Norðurár, gegnt Veiðilæk. Gríðarlegt tjón varð í þessum
eldum og langur tími mun líða þar til ásýnd svæðisins verð-
ur söm og fyrr.
Óttaðist vöruskort
Í upphafi fyrstu bylgju kóvidfaraldursins í mars fór að gæta
skorts á nokkrum vörutegundum í verslunum. Þó varð ástand-
ið hér á landi aldrei viðlíka eins slæmt og víða erlendis þar sem
segja má að múgæsing hafi gripið um sig. Jafnvel voru þess
dæmi að þar hafi verið slegist um mat en ekki síst salernis-
pappír. Hér á landi voru um tíma bökunarvörur uppseldar í
verslunum og salernispappír var á þrotum. Aldrei skapaðist
þó neyðarástand. Meðfylgjandi mynd sýnir tómar brauðhillur
í verslun bónus á Akranesi, sjón sem reyndar var ekki algeng
svo því sé til haga haldið.
Góð aflabrögð og Íslandsmet
Fádæma góð aflabrögð voru hjá bátum og skipum sem gera
út frá snæfellsbæ á vetrarvertíðinni síðustu. Meðal annars
gerði áhöfnin á steinunni sH frá Ólafsvík risaróður á drag-
nót í byrjun mars þegar komið var með 84,2 tonn að landi.
Fékkst aflinn í þremur köstum. Í því síðasta óttaðist skipstjór-
inn að nótin myndi hreinlega springa, svo mikill var aflinn. Þá
sló áhöfnin á netabátnum bárði sH-81 frá Ólafsvík Ísland-
met í vertíðarafla netabáta á síðustu vertíð. Aflinn var 2.311
tonn af óslægðum afla upp úr sjó en fyrra metið átti áhöfnin
á Þórunni sveinsdóttur Ve sem landaði 1.917 tonnum um
vertíðina 1989. „Þetta var erfið vertíð vegna stöðugrar ótíð-
ar,“ sagði Pétur Pétursson útgerðarmaður og skipstjóri í sam-
tali við skessuhorn, en þrátt fyrir rysjótta tíð lönduðu þeir á
bárði sH 1.019 tonnum í mars. Á meðfylgjandi mynd er Gísli
bjarnason, skipstjóri á línubátnum signýju HU, eftir góðan
róður í byrjun mars.
Tveir Norðurgarðar stækkaðir
Á þessu ári hafa talsverðar hafnarframkvæmdir verið í gangi
bæði í Grundarfirði og snæfellsbæ. Í Grundarfirði var Norð-
urgarður lengdur töluvert og sér nú fyrir endann á þeirri
framkvæmd. Þá réðist hafnarsjóður snæfellsbæjar í dýpkun-
arframkvæmdir við hafnirnar í Ólafsvík og Rifi og sömuleiðis
lengingu Norðurgarðs í Ólafsvík.
Heimsóknatakmarkanir
mestallt árið
Frá því í mars hafa verið í gildi miklar takmarkanir á heim-
sóknum til íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimili um land allt.
Nokkuð er þó breytilegt milli heimila hversu víðtækar þessar
takmarkanir eru. Fram til þessa hefur tekist að koma í veg fyr-
ir smit á þessum heimilum á Vesturlandi og má þakka starfs-
fólki, íbúum og aðstandendum þeirra hversu vel hefur tekist
til. Í nýrri reglugerð um forgangsröðun við bólusetningar eru
heilbrigðisstarfsmenn í forgangi og þvínæst íbúar á hjúkrun-
ar- og dvalarheimilum.
Kvenfélagskonur voru orðnar
drulluleiðar
Kvenfélag Hvítársíðu sendi á fyrra hluta árs opið bréf til Vega-
gerðarinnar þar sem bágborið ástand malarvegarins um Hvít-
ársíðu var fært í tal. Í upphafi bréfsins var rifjað upp að á ár-
unum 1930-1933 gengu konur í Kvenfélaginu Heklu í skaga-
hreppi í það verkefni að leggja veg um sveitina. Þær unnu að
þessu verkefni í sjálfboðavinnu þrjá daga á hverju sumri í þrjú
ár. „Þetta var fyrir löngu síðan, en núna er árið 2020 og mikl-
ar breytingar hafa átt sér stað. Í dag eru vegir um allar koppa-
grundir en ekki er annað hægt að segja en þessum vegum er
misvel haldið við. sá vegur sem við búum við er malarveg-
ur sem væri svo sem allt í lagi ef um hann væri vel hugsað og
honum haldið við,“ sagði í bréfi kvenfélagskvenna. Þá sagði
um ástand vegarins: „Um malarveginn í Hvítársíðu í borgar-
firði þurfa heimamenn að fara í skóla og margir fara til vinnu
á hverjum degi og allir þurfa að afla aðfanga til heimilis og bú-
skapar. einnig fara þar um margir ferðamenn sem þekkja mis-
vel á malarvegi. Að keyra um lélega, holótta og óslétta vegi fer
ekki vel með bílana og önnur farartæki. Okkur, sem við þenn-
an veg búum, finnst að nú sé komið nóg og skorum á Vega-
gerðina að koma veginum í betra ástand.“ Myndin sýnir kon-
urnar þar sem þær tóku til sinna ráða og byrjuðu að sleikja í
holurnar. Vissulega táknræn aðgerð, en hitti í mark.
Ætla að framleiða rafeldsneyti
Í fjáraukafrumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í lok mars var
ákveðið að leggja til fjármuni til ýmissa fjárfestingar- og þró-
unarverkefna um nýtingu orku og þróun á eldsneyti til sam-
gangna. Þar var meðal annars horft til að gera hagkvæmni- og
fýsileikakönnun á einu af þeim verkefnum sem Þróunarfélag
Grundartanga hafði unnið í samstarfi við elkem. Um er að
ræða framleiðslu á svokölluðu rafeldsneyti til notkunar á bíl-
um og skipum. Hugtakið rafeldsneyti er notað sem samheiti
fyrir það eldsneyti sem fæst þegar þekktar eldsneytistegundir
eru búnar til úr vetni sem fengið er með rafgreiningu vatns og
íblöndun koltvísýrings. Rafeldsneytið telst kolefnishlutlaust
þegar raforkan til framleiðslunnar fæst frá endurnýjanlegum
orkugjöfum og koltvísýringi sem fangaður er frá losandi iðn-
aðarstarfsemi eða úr andrúmsloftinu. Á Grundartanga starfa
tvær stóriðjur sem losa alls um eina milljón tonna af CO2 á
ári og því er svæðið talið kjörinn staður til að binda CO2 til
framleiðslu á rafeldsneyti. Flækjustig og hagkvæmni fram-
leiðslunnar ræðst svo af því hvaða tegund eldsneytis verður
framleidd. Rafmagn er vara sem hefur þá sérstöðu að hún er
notuð á sömu stundu og hún er framleidd. eina leiðin til að
geyma rafmagn er annað hvort að hlaða því niður á rafgeyma
eða umbreyta því í vetni. síðarnefndi kosturinn er sá sem nú
á að taka til skoðunar á Grundartanga. Afar spennandi verður
að fylgjast með framvindu þessa verkefnis á næstu árum.
Sungu fyrir samborgarana
Covid-19 veiran breiddi ört úr sér hér á landi í mars og apríl.
segja má að veiran hafi hreinlega breytt heimsmyndinni.
samgöngur milli landa takmörkuðust og fjölmörg starfsemi
lagðist í dróma. Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar hér
á landi var í mars og ástandið á sjúkrahúsum versnaði. sett-
ar voru strangar takmarkanir og jafnvel bönn á heimsóknir til
íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum landsins. eðli málsins
samkvæmt var það mikil röskun á högum íbúa og aðstandenda
þeirra. Þá má heldur ekki gleyma hlut starfsfólks sem jafnvel
lagði á sig að fara í sjálfskipaða sóttkví utan vinnustaða til að
lágmarka hættuna á að það bæri smit inn á heimilin. Til að
létta stundir með íbúum sem voru þannig komnir í einangrun
frá mannlegum samskiptum utan heimilanna var ýmsum ráð-
um beitt. Meðal annars brugðu kórar, skólahópar, félagasam-
tök og einstaklingar á það ráð að syngja framan við glugga og
sýna þannig væntumþykju. Fréttir um slíka hugulsemi voru
fjölmargar í skessuhorni á árinu. Á meðfyljandi mynd eru
nemendur í fimmta bekk Grunnskóla snæfellsbæjar að gleðja
eldri samborgara sína sem búa á Jaðri.
Kjarabætur eftir sjö ára þóf
Í mars var undirritaður nýr stofnanasamningur í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi, milli skólameistara og félags-
manna í KÍ. Þetta var engan veginn eini kjarasamningurinn
sem undirritaður var á árinu, en þessi var hins vegar gerður
Fréttaannáll ársins 2020 í máli og myndum