Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 99
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 99
Brúarsmiðir að störfum.
er bara svo skemmtilegt að þvæl-
ast um sveitina og liggja á grenjum
og að fara um breiðafjörð á góðum
bát á fallegum vordögum að veiða,
sérstaklega með staðkunnuga menn
með í för. Ég myndi sakna þess
mikið að fara ekki. Það eru forrétt-
indi að hafa breiðafjörðinn og þess-
ar eyjar svo gott sem í bakgarðinu,“
segir Villi.
Veiðiferð með
kunningja frá Möltu
Um miðjan mars fengu Villi og fé-
lagi hans kunningja frá Möltu í
heimsókn til að fara með á veið-
ar, þó líklega hefði verið betra að
fara aðeins seinna þegar væri farið
að vor. en þar sem mennirnir voru
að sækjast efir því að veiða ákveðn-
ar fuglategundir sem má ekki veiða
hvenær sem er var farið í mars og
er óhætt að segja að veðrið hafi sett
strik í reikninginn. „Þeir voru æst-
ir í að veiða toppskarf og aðrar teg-
undir sem eru ekki algengar nema
á þessum slóðum,“ segir Villi. Þeir
félagar sóttu mennina til Keflavíkur
á gömlum breyttum Land Cruiser
jeppum þegar þeir komu til lands-
ins. „Við vildum sko gefa þeim al-
vöru reynslu með að mæta á alvöru
bílum,“ segir Villi og hlær. „Ævin-
týrið þeirra byrjaði alveg strax því
töskurnar þeirra skiluðu sér ekki
með þeim heldur urðu eftir í Lond-
on. Þetta var í mars svo það var erf-
itt fyrir menn sem voru ekki van-
ir kuldanum að fá ekki farangurinn
með öllum búnaðinum með. en við
fórum með þá heim og það var far-
ið í allar skúffur og skápa og fundið
það sem til var og mennirnir drifnir
í föt,“ segir Villi.
Mikil ævintýraferð
Planið var að vera fimm daga á
veiðum með mennina. „Fyrst feng-
um við blindbyl og vitlaust veð-
ur en það var svaka ævintýri fyr-
ir þessa menn. Við fórum með þá
fyrir Klofning og einn þeirra hafði
aldrei séð snjó svo hann myndi
eftir og honum þótti þetta rosa-
lega skemmtilegt, til að byrja með
allavega. eftir að hafa barist í brjál-
uðu veðri í byl að leita að fugli til
að skjóta komum við heim nokkuð
kaldir og þá var þessum manni sama
þó hann myndi aldrei sjá snjó aft-
ur,“ segir Villi og hlær. sem betur
fer lagaðist veðrið aðeins á meðan
á dvöl mannana stóð og þeir kom-
ust á sjóinn. „Það var samt ekkert
skemmtilegt veður og nokkuð kalt
en þeir náðu að skjóta nokkra fugla,
svona þá sem mátti skjóta. Þetta
voru miklir fuglaáhugamenn og
safnarar að leita að flottum eintök-
um til að taka með heim og stoppa
upp en það er víst rosalega vinsælt
á Möltu. Þeir voru þarna að koma
í land með tegundir sem mér hefði
aldrei dottið í hug að gera nokkuð
með,“ segir Villi.
Heldur óheppilegur
árekstur
bátsferðin með mennina frá Möltu
gekk ekki áfallalaust fyrir sig en
Villi sigldi með þá upp á sker á
breiðafirði. „Að sjálfsögðu gerð-
ist þetta á versta tíma, þegar ég var
rosalega góður með mig og þótt-
ist kunna allt og vita allt. Ég taldi
mig vera vel kunnugan í kringum
eyjarnar sem við vorum að veiða
við og að sjálfsögðu dúndraði ég
þá á þetta sker,“ segir Villi og hlær.
engan sakaði við áreksturinn og
hægt var að klára daginn og menn-
irnir fengu það sem þeir vildu.
„Þeir fóru mjög sáttir heim,“segir
Vilhjálmur brúarsmiður og veiði-
maður í búðardal.
arg/ Ljósm. úr einkasafni.
Afrakstur veiðimannsins.
Verið að kenna næstu kynslóð.
Litabók og litir
490 KR
Bangsar
Verð frá 990 KR
Vatnsbrúsi
Verð frá 890 KR
Gjafavörur
Verð frá 390 KR
BARBIE
Verð frá 1.690 KR
Gears!Gears!Gears!
3.290 KR
Dúkkur og dúkkuföt
Verð frá 1.290 KR
Spil
Verð frá 1.490 KR
FISHER PRICE
Verð frá 2.990 KR
L.O.L. SUPRISE REMIX
4.990 KR
PJ MASK
Verð frá 2.390 KR
NERF
Verð frá 2.290 KR
MeIrA dÓtArÍ iNn á wWw.sMaPrEnT.iS
Jólaopnunartími
1�. dEs. FiMmTuDaGuR: 1�-1�
1�. dEs. FöStUdAgUr: 1�-1�
1�. DeS. LaUgArDaGuR: 1�-1�
2�. DeS. SuNnUdAgUr: 1�-1�
2�.-2�. dEsEmBeR: 1�-2�
2�. dEsEmBeR: 1�-1�
Merktur bolur
3.590 KR
Merkt handklæði (margir litir)
3.790 KR
Merkt svunta
3.990 KR
Dalbraut 16 | Akranesi
BESTI
FRÆNDINN
Ömmumatur
er bestur