Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202020 SK ES SU H O R N 2 02 0 Breyting á deiliskipulagi Stofnanareits Kirkjubraut 39 Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 1. desember 2020, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits vegna Kirkjubrautar 39. Tillagan var auglýst skv. 41. grein skipulags- laga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn bæjarstjórnar. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs ÖLL ALMENN SMÍÐAVINNA BORGARFIRÐI aybyggir@gmail.com865 7578 GJ málun ehfmálningarþjónusta Akravellir 12 - Hval arðarsveit sími 896 2356 301 Akranes gardjons@visir.is Garðar Jónsson málarameistari 1990-2020 30 ár Lionsklúbbur Grundarfjarðar opn- aði fyrir helgina sinn árlega jóla- markað í sögumiðstöð Grundar- fjarðar. Þar kenndi ýmissa grasa og hægt að kaupa ýmsar jólavörur og gómsætt fiskmeti. Margir Grund- firðingar kaupa jólatrén hjá Lions- klúbbi Grundarfjarðar og því er um að ræða kærkominn viðburð ár hvert. Vel var hugað að sóttvörn- um og passað upp á fjölda gesta innandyra og að allt færi rétt fram. Giljagaur kom neðan úr Helgrind- unum og var einnig með sóttvarn- ir á hreinu á þessum skrítnu tím- um. Hann vakti mikla lukku hjá yngri gestum markaðarins og gaf sér góðan tíma til að segja sögur úr fjöllunum. tfk einhver tekur til í herberginu sínu og hrópar; „nú mega jólin koma!“ stjórnmálamaðurinn afgreiðir eitt málið og hugsar með sér: „nú mega jólin koma.“ Nemandinn lýk- ur prófatörn sinni og syngur; „nú mega jólin koma“ með félögum sínum á barnum (þegar það mátti). Nú er uppruni þessa frasa mér alls ókunnugur og eflaust fleirum, en það skiptir litlu. Á heimilum lands- ins er varla litlafingri lyft án þess að þessi orð séu hrópuð, mér finnst þetta bera vott um tilætlunarsemi og jafnvel frekju ef ég leita að út- skýringu en það gæti verið bara til- finningin sem ég er haldinn þessa stundina. Ég lofa því ekki að þetta haldist óbreytt, en hvað um það, skiptir engu. Heldur einstaklingurinn að jól- in bíði eftir því að skáparnir séu þvegnir, bíllinn bónaður, jólatréð skreytt o.s.frv? Þú getur verið með allt í skrúfunni; jólatréð óskreytt, mandarínurnar skemmdar, ryk í skápunum, jólagjafakaup á Þor- láksmessu og þú misstir af því að horfa á Christmas Vacation með Chevy Chase í sjónvarpinu, jólin koma samt sem áður. Því jólin eru ekki endilega að allt sé í standi, jól- in eru tilfinning. Jólin snúast um hugsa um sína nánustu, íhuga það sem gerðist á árinu, borða síðustu smákökuna og svo framvegis. Jólin eru þessi hlýja tilfinning sem leikur innra með manni þegar desember er hálfnaður og tuttugastiogfjórði nálgast óðfluga. Allt er mögulegt og allt bragðast betur. Því það er sama hversu marg- ar útsölur og deddlæn til að skipta gjöfum verða þá er það ekki nóg til að deyfa þessa fegurð. en hjá sumum eru jólin tími frekju, stress´s (er þetta orðmynd?) – nú mega jólin koma er líklega ein leið að segja stressinu stríð á hend- ur; komdu með alla þína pakka, skreytingar á tréð og á hillur, salt á götunum og stormar; Ég er til- búin/n. sumir elska þetta ímyndaða stress og birtingarmynd þess hugs- anaháttar er lag Roy Wood í flutn- ingi eiríks Haukssonar – Jól alla daga. Hann er ekki að biðja um lít- ið maðurinn, álit mitt á því lagi er efni í annan og meiri pistil en látum duga að mér þykir lagið jafn mikið og möllettið sem eiríkur skartar á þeim tíma sem lagið er tekið upp; Ofsalegt. ef ég ætti að velja tvö lög sem ættu að hljóma alla daga í desember þá er valið auðvelt. Last Christmas með Wham og Gleði- og Friðar- jól með Pálma Gunnarssyni. Ann- að lagið er um ástarsorg og hvernig það er að skemmta sér í fjallakofa í útlöndum. Hitt lagið snýst um hvað maður sé heppinn að geta haldið jól- in og eigi að sýna þakklæti umfram allt annað. svo eru þetta listamenn á toppi tilverunnar þegar þessi lög eru gefin út; George, Pálmi og háæruverðugur Magnús eiríksson. ef ég ætti að halda jólaboð núna sem mætti innihalda fleiri en 10 og mætti bjóða hverjum sem er úr mannkynssögunni þá væru þeir á listanum. Allavega, ég vona að þú, kæri les- andi, misskiljir mig ekki á þann hátt að ég vilji ekki jólin. Að þau megi alls ekki koma, þvert á móti. Ég er mikið jólabarn og eflaust ekki einn um það. Læt hér nema staðar með nokkrum stikkorðum og setningum sem ættu að koma mestu skrögg- unum í jólaskap: skammdegið, jóla- dagskrá, Laddi og Hemmi Gunn, vanillufingur, jólakakan, Leppalúði, aðventukrans á hurð, marglita jóla- sería, hálkublettir, lifandi jólatré, gervijólatré, jólakúla, jólastjarna, jóla-hvað? Glámur og skrámur, renna sér, kakó, rjúpa, yfir fann- hvíta jörð, kærleik og frið, lifrar- pylsa og grjónagrautur um jólin. Gleðileg jól öllsömul og farsælt komandi ár. Axel Freyr Eiríksson, Borgarfirði Pstiill - Axel Freyr Eiríksson Flatkökurnar voru vinsælar en Lions- menn buðu líka upp á heimkeyrslu fyrir þá sem höfðu ekki tök á að mæta. Giljagaur tók forskot á sæluna Giljagaur hafði nýlokið við að glugga í Skessuhornið er fréttaritari leit inn. Hægt var að fjárfesta í ilmandi greni Mega jólin koma? Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Ert þú ekki örugglega áskrifandi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.