Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 98
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202098
Vilhjálmur Arnórsson hefur unn-
ið við brúarsmíðar í 15 ár og seg-
ist líka það starf mjög vel. Hann
er í dag verkstjóri yfir öðrum af
tveimur brúarflokkum Vegagerð-
arinnar. „Þetta er skemmtileg
vinna, maður fær að ferðast um
landið og er er alltaf að hitta nýtt
fólk. Maður þekkir orðið fólk um
allt land og er kominn með mjög
gott tengslanet,“ segir Villi þeg-
ar blaðamaður skessuhorns ræddi
við hann. Villi kemur úr Reyk-
hólasveitinni en er í dag búsettur
í búðardal ásamt Dagnýju Láru
Mikaelsdóttur eiginkonu sinni
og þremur börnum þeirra. „búð-
ardalur er mjög miðsvæðis fyrir
mig, þaðan er stutt í Húnavatns-
sýslu, út á snæfellsnes og bara í
allar áttir,“ segir Villi.
Sótti um í fikti
„Ég er yfirleitt í burtu virka daga
og kem heim um helgar og annan
hvern föstudag. stundum fær mað-
ur meiri tíma heima fyrir tölvu-
vinnu milli verkefna,“ segir Villi
spurður hvernig vinnunni sé hátt-
að. „Ég á alveg rosalega þolin-
móða konu, sem er mjög mikil-
vægt svo þetta gangi upp,“ bæt-
ir hann við. en hvernig kom það
til að hann fór að vinna við brúar-
smíðar? „Þetta var nú bara tilvilj-
un. Ég var að vinna á sveitabæjum
heima í Reykhólasveit þegar systir
mín, sem er búsett á Hvammstanga
þaðan sem brúarflokkurinn er
gerður út, benti mér á að það væri
laust starf hjá Vegagerðinni þar.
Hún sagði að þetta væri kjörið fyrir
mig, að fá mér loksins alvöru laun-
aða vinnu,“ svara Villi og hlær. „Ég
sótti bara um í algjöru fikti,“ bætir
hann við. Villi fékk þó ekki starfið
en nokkrum mánuðum seinna var
haft samband við hann og honum
boðið annað starf hjá brúarflokkn-
um. „Það var hringt á föstudegi og
ég spurður hvort ég gæti mætt á
mánudegi. Ég sagði bara já og svo
var ég sóttur á gulum bíl á mánu-
dagsmorgni og við fórum norður á
Húsavík og ég hef verið í þessu síð-
an,“ segir hann.
Erfiðar aðstæður
Aðspurður segir Villi mikið hafa
verið að gera í brúarsmíði og við-
haldi á brúm síðustu ár. „brýr á Ís-
landi eru orðnar mjög gamlar og
það eru margar sem þurfa nauðsyn-
lega viðhald. Það hafa fáar brýr ver-
ið byggðar frá hruni og meðalaldur
brúa á landinu orðinn hár, ég held
hann sé alveg um eða yfir 40 ár,“
segir Villi og bætir við að það taki
oft mikinn tíma að sinna viðhaldi
við hverja brú. „Ég held að fáir geri
sér grein fyrir hversu mikil aðgerð
er í kringum þessa vinnu. Þetta eru
oft erfiðar aðstæður, við erum mik-
ið að vinna í vatni og það fer oft
mikill tími bara í að koma okkur
fyrir og svo erum við í eilífum slag
við vatnið á meðan vinnu stendur.
svo er oft kalt, það eru mikil læti
og þessu fylgir gjarnan tillitslaus
umferð,“ segir Villi en bætir þó við
að erfiðar vinnuaðstæður breyti því
ekki að vinnan er skemmtileg.
Borgarfjarðarbrúin
eilífðarverkefni
eitt af stærstu verkefnunum sem
Villi hefur komið að sem brúar-
smiður var viðhald á borgarfjarð-
arbrú sem stóð yfir í nokkur ár og
lauk árið 2017. „Þetta virtist ætla að
verða eilífðarverkefni, sérstaklega
þegar við vorum að brjóta yfirborð
brúarinnar því þá fundu ökumenn
svo vel fyrir vinnunni. Við þurft-
um að stýra umferð með ljósum og
margir voru þreyttir á þessu,“ seg-
ir hann. Aðspurður segir Villi öku-
menn heilt yfir frekar tillitsama
en þó séu of margir sem beri ekki
virðingu fyrir lægri hámarkshraða
þegar ekið er framhjá vinnusvæði.
„Það er alltaf einn og einn sem læt-
ur bara vaða og það getur verið
mjög óþægilegt,“ segir hann. „Oft-
ast getum við lokað vinnusvæðið af
og þá er minni hætta en stundum
bjóða aðstæður ekki upp á það. Það
eru margir sem mættu aðeins sýna
meiri skilning á þessum aðstæð-
um,“ segir hann.
Frítíma varið í veiðar
Þegar Villi er ekki að byggja brýr
um landið er hann oftar en ekki úti
í móa með byssuna að veiða mink,
tófu eða fugla. „Frítíminn á vorin
fer eiginlega allur í að þvælast um
í leit að mink hér í Dölunum og
Reykhólahreppi. Maður tekur al-
veg nokkrar vikur í þetta á hverju
vori. svo erum við félagi minn sam-
an með harðbotna gúmmíbát sem
ég hef notað til að fara á veiðar. Ég
hef gjarnan farið á bátnum að skjóta
skarf og svoleiðis en líka til að fara
með krakkana á sjóstöng,“ segir
Villi. Aðspurður segir hann minka-
og tófuveiðarnar fyrst og fremst
hugsjónastarf. „Maður er ekkert að
hafa upp úr þessu. Ég hugsa það á
hverju ári að fara að hætta en það
„Maður fær að ferðast um landið og er er
alltaf að hitta nýtt fólk“
segir brúarsmiðurinn og veiðimaðurinn Vilhjálmur Arnórsson í Búðardal
Vilhjálmur Arnórsson brúarsmiður og veiðimaður í Búðardal. Ljósm. sm
Partur af starfi brúarsmiðs er að berjast við vatnið.
Með öryggið á hreinu.
Ánægðir krakkar að komast í veiði. Spjallað.