Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 69
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 69
Gleðileg jó�
Sameyki 120x190mm Skessuhorn 2020 - 1.pdf 2 10.12.2020 17:57:56
BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL
OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
er að líða
Haraldur Benediktsson
Teitur Björn Einarsson
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
6
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
6
Vinkvennahópur á siglingu í Rússlandi. Frá vinstri: Nína Áslaug Stefánsdóttir, Björg Loftsdóttir, Rósa Halldórsdóttir, Guðný
Aðalgeirsdóttir, Sigríður Ketilsdóttir, Sigríður Eiríksdóttir, Ragnheiður Hjálmarsdóttir og Sigrún Jóhannsdóttir.
Að taka lítil skref í einu
sigríður flutti til englands árið
1965 þar sem eiginmaður henn-
ar Vignir G. Jónsson starfaði. „Við
bjuggum í Orpington sem er að-
eins sunnan við London. Á þess-
um árum stofnuðum við fyrirtæk-
ið Vignir G. Jónsson hf. Við leigð-
um okkur lítið húsnæði í Hackney
hverfinu í Austur-Lundúnum. Þar
hófum við framleiðsluna. Við flutt-
um heim á Akranes í árslok 1970
og keyptum húsnæði að Ægisbraut
þar sem við héldum starfseminni
áfram. Á fyrstu árunum unnum við
að mestu sjálf við framleiðsluna og
keyptum grásleppuhrogn af Faxa-
flóasvæðinu og víðar um landið.
Með aukinni framleiðslu réðum við
til okkar starfsfólk til vinnslunnar.
Við vorum svo lánssöm að við réð-
um til okkar frábært starfsfólk sem
reyndist okkur vel og sýndi fyrir-
tækinu mikla tryggð sem var ómet-
anlegt. sonur okkar eiríkur lærði
matvælafræði og kom snemma inn
í fyrirtækið með okkur og tók síðan
við rekstrinum sem framkvæmda-
stjóri.“
Húsið á Ægisbrautinni hent-
aði ekki lengur undir starfsemina.
Við keyptum hús á smiðjuvöll-
um og fluttum starfsemina þang-
að. Það hús stækkuðum við síðan
með tveimur viðbyggingum. Okk-
ur farnaðist vel með rekstur fyrir-
tækisins og það reyndist okkur vel
að halda okkur við þá stefnu að taka
lítil skref í einu við uppbyggingu
fyrirtækisins.“
Komið til 55 landa
sigríður og Vignir eiginmaður
hennar, sem nú er fallinn frá, voru
mjög dugleg að ferðast og komu til
fjölmargra landa. „Við nutum þess
að ferðast, bæði við tvö og einnig
í góðra vina hópi. Ég held að það
séu um 55 lönd sem ég hef komið
til um ævina. en það eru nokkrar
ferðir sem eru mér sérstaklega eft-
irminnilegastar.“
Árið 1983 fóru þau til Hong
Hong og þaðan inn í Kína. „Hong
Kong heillaði mig mjög, var falleg
borg og tilfinningin var að þú værir
raunverulega komin í framandi og
fjarlægan heim. Það var mjög skrít-
ið að koma til Kína. Það var nánst
engin bílaumferð og allir voru á
reiðhjólum. Fararstjóri í ferðinni
sagði að hefðin væri sú að hver fjöl-
skylda hefði eitt reiðhjól til um-
ráða. Ég kom síðan aftur til Kína
25 árum síðar og þá höfðu að sjálf-
sögðu orðið stórstígar breytingar í
landinu til hins betra.
Árið 1977 ferðuðumst við um
stóran hluta evrópu og fórum yfir
til Afríku og lögðum að baki um
13.000 kílómetra í akstri. Indlands-
ferð var eftirminnileg þar sem and-
stæðurnar voru miklar í landinu;
ríkidæmi og örbirgð. eins voru and-
stæðurnar miklar þegar við fórum
frá Vestur-berlín til Austur-berlín-
ar á dögum kalda stríðsins. Íslend-
ingadagurinn í Kanada var eftir-
minnilegur og síðast en ekki síst var
ógleymanlegt að fara á Ólafsvöku í
Færeyjum. Það er eitthvað sem ég
óska sem flestum að upplifa,“ segir
sigríður að endingu.
se
Hluti saumaklúbbsins á ferðalagi á Suður-Englandi. Frá vinstri: Guðbjörg Róberts-
dóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Ingileif Daníelsdóttir, Ásta Ástbjartsdóttir og
Sigríður Eiríksdóttir.