Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 78
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202078
Það má kannski segja að þau hafi
verið nokkrir flakkarar í sér, hjón-
in Guðrún Lilja Magnúsdóttir og
Gunnar Jökull Karlsson í Grund-
arfirði. Áður en þau settust að í
bænum höfðu þau búið á selfossi,
Danmörku, bifröst og aftur á sel-
fossi. en þeim finnst gott að búa í
Grundarfirði sem þau segja að tek-
ið hafi vel á móti sér og sínum en
samtals eiga þau fimm börn, þrjá
ketti og einn hund. Tekið var hús
á þeim hjónum sem þrátt fyrir ann-
ir við málningarvinnu í eldhúsinu,
gáfu sér tíma til að ræða fjölbreytt
líf og skemmtilega tilveru.
Nám og
ævintýramennska
Við hefjum samtalið á árinu 2010
þegar þau hjón rugla saman reitum
og fara að búa saman á selfossi en
ákveða síðan að taka vinkilbeygju
og fara til náms eða starfa í Dan-
mörku og þar með að prófa að búa
í útlöndum. Þau höfðu kynnt sér
málin, komin með húsnæði og vitn-
eskju um að Danir væru ekkert sér-
staklega harðir á því að nemendur
væru með stúdentspróf, en annað
kom á daginn segir Guðrún Lilja.
„Það hafði kitlað okkur að prófa að
búa í öðru landi, en þegar við kom-
um út var orðin breytt staða. Meiri
aðsókn var í nám en fyrr svo regl-
urnar höfðu verið hertar. Og þeir
skólar sem við hefðum getað innrit-
ast í buðu upp á nám sem við hefð-
um ekki fengið metið hér heima.
Við fórum því bara að vinna sem
líka var allt í lagi. en dvölin varð
styttri en við ætluðum í upphafi.
Pabbi lést í september þetta ár og
mér fannst gríðarlega erfitt að vera
ekki heima með mömmu þegar
áfallið dundi yfir. börnin voru ekki
heldur alveg sátt þannig að dvöl-
in í Danmörku varð endaslepp, við
bjuggum þar aðeins í ár. Hins vegar
komumst við inn í Háskólagáttina í
bifröst árið eftir og fluttum þangað
í því augnamiði að mennta okkur,
sem við og gerðum.“
Bifröst-Selfoss
er prófi í Háskólagáttinni var lok-
ið, þurfti að taka ákvörðun um hvað
svo. Átti að búa áfram í borgarfirð-
inum eða fara aftur heim á selfoss.
Þegar mál voru skoðuð, möguleikar
vegnir og metnir var sammælst um
að flytja aftur á selfoss og stunda
fjarnám. „Við höfðum lent í nokkr-
um hremmingum fyrsta árið okk-
ar á bifröst,“ segir Guðrún Lilja og
heldur áfram. „Leigjandinn að hús-
inu okkar á selfossi gekk bara út sí-
svona svo við vorum tekjulaus um
tíma áður en nýr leigjandi fannst.
börnin voru ekki alveg nógu sátt
í borgarfirðinum, okkar vin-
ir og samstarfsfólk í skólanum var
flest að flytja í burtu svo við mát-
um hlutina þannig að best væri að
fara bara aftur. Fjarnámið gekk al-
veg ágætlega en við kláruðum ekki
bs-gráðuna okkar, eigum bæði að-
eins eftir ritgerðina. Það er nú að
mörgu leyti fúlt, en höfum ákveð-
ið að láta það ekki trufla okkur í
bili. Það voru bara ýmsar aðstæður
sem ollu því að við gátum ekki klár-
að, kannski ekki síst skortur á fjár-
magni, en það kemur að því,“ segir
hún brosandi.
Flutt í Grundarfjörð
en af hverju Grundarfjörður spyr
blaðamaður og uppsker skellihlát-
ur frá þeim hjónum. Guðrún Lilja
verður fyrir svörum og segir að á
þessum tíma hafi þau verið kom-
in aftur á selfoss, eins og fyrr seg-
ir. erfitt hafi verið um vinnu svo
Gunnar hafi á endanum fengið
vinnu í Ólafsvík. „Það gekk alveg
um tíma að vera í fjarbúð, en þar
sem við höfðum prófað það áður,
vorum við samt orðin leið á því.
Ég var einnig bara með hlutastarf á
selfossi, þess utan sem börnin sem
þá voru heima, voru ekki vel sátt í
skólanum og fundu sig illa í félags-
lífinu. Gunnar fékk því þá flugu í
höfuðið að ég myndi athuga með
vinnu nærri Ólafsvík. Á heima-
síðu Grundarfjarðarbæjar var aug-
lýst eftir starfsmanni á leikskóla. Ég
sótti um og var komin með vinnu
þar næsta morgun. Þá var að athuga
með húsnæði sem einnig reyndist til
reiðu. svo á tveimur dögum var ég
bæði komin með vinnu og húsnæði
án þess að hafa nokkurn tímann
komið í Grundarfjörð. Við skrupp-
um hingað með börnin til að sýna
þeim umhverfið og kanna þeirra
hug. Þau keyptu hugmyndina þegar
þau sáu þessa flottu aparólu á leik-
svæði skólans auk þess sem þar er
brekka til að renna sér í. Þetta var
í júlí 2015 og í ágúst fluttum við.“
Þau bæta við að þeim finnist fólk-
ið opið og skemmtilegt, það sé alla
vega þeirra reynsla. Íbúar eru til-
búnir að hlusta á nýjar hugmyndir
og þau velta fyrir sér hvort viðmót-
ið sé arfleið frá fyrri tíma. Grund-
arfjörður er jú fyrst og fremst sjáv-
arpláss og bæjarbúar vanir að taka
á móti nýju fólki þegar verkamenn
streymdu að til að vinna í fiski.
Fall er fararheill
Reyndar byrjaði vera þeirra í
Grundarfirði ekki nógu vel. eins
og áður segir voru þau í leiguhús-
næði. einn dag þegar Gunnar sefur
á efri hæðinni eftir næturvakt heyr-
ir hann umgang niðri í stofunni.
„Ég rauk niður til að vita hvað væri
um að vera. Þar stendur sýslumað-
ur í fullum skrúða og er að bjóða
húsnæðið upp. Við vorum ekki með
þinglýstan leigusamning svo hann
hafði enga hugmynd um að það
væru íbúar í húsinu. Þetta var eig-
inlega svolítið vandræðalegt,“ seg-
ir Gunnar og glottir. „Í ljós kom
að eigendur höfðu ekkert greitt af
húsinu svo því var þessi staða kom-
inn upp. sem betur fer tókst okk-
ur fljótlega að finna annað húsnæði
til leigu, þar sem við búum núna og
erum afar sátt, fluttum hingað inn
árið 2016,“ segir hann brosandi.
Gaurar fá að vera gaurar
börnin eru alveg himinsæl í þessu
umhverfi, segja þau hjón. Hafa
hreinlega blómstrað. Nú er son-
urinn einn eftir heima því dótt-
irin er komin í framhaldsskóla í
höfuðborginni. eldri dætur Guð-
rúnar Lilju eru báðar að klára há-
skólanám, sú elsta í svíþjóð en sú
næstelsta í Háskóla Íslands. Gunn-
ar segir alvarlegur að stráksa finn-
ist svo gott að búa í Grundarfirði
að hann hafi tekið af þeim loforð að
flytja ekki fyrr en grunnskólagöngu
hans væri lokið og bætir við að það
sé kannski ekki síst vegna þess að
gaurar fái að vera gaurar. „Dreng-
urinn er ekkert mesta ljósið í bæn-
um, ef svo má að orði komast, og er
þar í hópi margra jafningja. en þeir
fá að vera gaurar, eru ekki stimpl-
aðir fyrir að vera fyrirferðamikl-
ir. Hann er á fimmtánda ári. Hefur
smávegis vinnu með skóla, m.a. fer
hann með ruslabílnum einu sinni í
viku sem honum finnst meirihátt-
ar. Ég held að það sé bara í minni
plássum sem þessum að ungling-
ar geta enn stundað svona vinnu,
en auðvitað allt innan þeirra marka
sem þeir ráða við. Hér á bæ eru allir
sáttir við þetta fyrirkomulag.“
Allir fá vinnu sem
vilja vinna
„Það hefur aldrei verið eins mik-
ið að gera hjá okkur og eftir að
við fluttum hingað,“ segir Guðrún
Lilja aðspurð um atvinnu og af-
komu. „Hér fá eiginlega allir sem
vilja atvinnu. Til marks um það þá
hefur, eftir að við fluttum hingað,
alltaf dottið inn á okkar borð ein-
hver atvinna, hafi okkur skort hana.
en það er ekki bara vinnan það er
líka félagslífið sem nóg framboð er
af. Gunnar hefur reyndar ekki haft
mikinn tíma í félagslíf eða tóm-
stundir því hann sækir Morgun-
blaðið í borgarnes á nóttunni sem
er hans fasta atvinna og starfar í af-
leysingum á Kvíabryggju, starf sem
honum líkar gríðarlega vel. Hann
hefur raunar lent í hremmingum í
þessum Moggaferðum. „eitt sinn
vaknaði ég á aðfangadagsmorgun
og hann var ekki kominn heim. Þar
sem ég átti svipaða minningu um
þegar pabbi týndist, á Þorláksmessu
fyrir mögum árum, varð mér ekki
um sel. Hringdi út um allt.“ Gunn-
ar glottir yfir orðum konu sinn-
ar og segir í rólegheitum að færð-
in hafi verið frekar slæm og svo hafi
þurft að bíða eftir blaðinu í borg-
arnesi. „en ég skilaði mér heim
og það var nú aðal atriðið.“ Guð-
rún Lilja tekur upp þráðinn að nýju
og segist vera hætt í leikskólanum.
„Ég starfa nú við skólabókasafn-
ið í grunnskólanum fyrir hádegi.
Það er minn fasti póll í atvinnutil-
verunni og stekk síðan inn í auka-
vinnu í apótekinu ef vantar. Það er
alveg prýðileg ráðstöfun og ég gæti
jafnvel hugsað mér að læra bóka-
safnsfræði einhvern tímann, en við
sjáum nú til með það. svo má ekki
gleyma spinningkennslunni í Lík-
amsræktinni, en nú á tímum Covid
tökum við tímana upp og leigjum
út hjólin svo fólk geti stunda sína
hreyfingu í þessu skrítna ástandi.“
Félagslífið er
gríðarlega gefandi
Fyrir tæpum fimm árum stofnaði
Guðrún Lilja ásamt tveimur öðr-
um konum leshóp sem síðan hefur
vaxið og dafnað og telur nú fimm-
tán konur. síðustu tvö sumur hef-
ur þessi hópur starfrækt bókamark-
að sem er opinn allar helgar frá
júlí til ágústloka. en frá markaðn-
um koma inn tekjur sem helst hefur
verið varið til lestarhvetjandi verk-
efna í grunnskólanum. „Við gáfum
sem dæmi farandgrip sem sá nem-
andi hlýtur ár hvert sem mest hefur
bætt sig í lestri. einnig ætlum við
að styrkja foreldrafélagið í grunn-
skólanum þar sem fá tækifæri hafa
gefist til að fjáraflana hjá félaginu
sökum Covid. en við gerum ýmis-
legt fleira. Við lásum nokkrar bæk-
ur fyrir gamla fólkið í vor í mesta
covid-faraldrinum, og streymdum
því beint. Leshópurinn hittist svo
einu sinni í mánuði yfir vetrartím-
„Grundfirðingar taka vel á móti nýjum íbúum“
-segja hjónin Guðrún Lilja Magnúsdóttir og Gunnar Jökull Karlsson
Guðrún Lilja Magnúsdóttir og Gunnar Jökull Karlsson á heimili sínu í Grundarfirði.
Á kosningavöku með Guðna Th. Jóhannessyni fyrir fjórum árum.
Lagt af stað að sækja Morgunblaðið í
Borgarnes, Gunnar Jökull og Aron Ingi
Þráinsson