Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202046 Fréttaannáll ársins 2020 í máli og myndum Humar er að finna víða á svæðinu á miðunum við utanvert snæfellsnes. Fyrst voru gildrurnar lagðar ellefu mílur vestur að Öndverðarnesi og var afli með ágætum en veður hamlaði þó veiðum. Nýverið voru gildrurnar svo færðar á Jökuldýpi sem er þekkt humarsvæði, en fyrr á árum voru humartogskip þar að veiðum. ein trossa var þó lögð í Faxaflóann, 12 mílur suður af Arnarstapa, þar sem ekki hefur verið reynt að veiða áður. Kom það mönnum á óvart að þar var góður afli af væn- um humri. Veitur byggja starfsstöð Framkvæmdir við nýja húsbyggingu Veitna hófust í haust í Lækjarflóa á Akranesi. Veitur eru annað fyrirtækið sem bygg- ir í hverfinu, en nokkru áður hafði efnagreining byggt þar og flutt starfsemi sína frá Hvanneyri. Nýbygging Veitna mun hýsa nýja starfsstöð fyrirtækisins á Vesturlandi og er hún hluti af svokölluðum viðspyrnuverkefnum OR. Skertur skottími sala flugelda verður einungis heimil 30. og 31. desember og 6. janúar ár hvert, samkvæmt reglugerðarbreytingu. einungis verður heimilt að skjóta upp flugeldum frá kl. 16:00 á gaml- ársdag til 02:00 á nýársnótt og á nýársdag og þrettándanum milli kl. 16:00 og 22:00. Þannig verður heimilt að skjóta upp flugeldum í 22 klukkustundir samtals, þessa þrjá daga sitt- hvorum megin við áramót. Áður kváðu reglurnar hins vega á um að bæði mætti selja og skjóta upp flugeldum frá 28. des- ember til 6. janúar, en þó er ekki heimilt að sprengja milli kl. 22:00 á kvöldin og 10:00 á morgnana. Baader keypti meirihluta í Skaganum 3X Í byrjun nóvember var gengið frá samningi um kaup þýska stórfyrirtækisins baader á meirihluta hlutafjár í skaganum 3X sem m.a. hefur starfsstöðvar sínar á Akranesi og Ísafirði. Kaupin hafa átt sér talsverðan aðdraganda. Rekja má söluna til þeirrar ákvörðunar stjórnar skagans 3X að leita eftir öfl- ugu samstarfsfyrirtæki sem stutt gæti við frekari vöxt með það að markmiði að koma lausnum skagans 3X betur á framfæri í mun öflugra markaðs- og dreifikerfi. ekkert bendir til að til standi að draga úr starfsemi fyrirtækisins hér á landi, heldur þvert á móti. Telja þörf á nýrri og stærri Breiðafjarðarferju stærð og búnaður í breiðafjarðarferjunni baldri sætti vaxandi gagnrýni á árinu, ekki síst eftir að bilun kom upp í sumar og vélarvana skipið var statt úti á miðjum breiðafirði. Vakti það óhug margra um takmarkað öryggi. Hagsmunaaðilar, þeirra á meðal stykkishólmsbær og sveitarfélög á suðurfjörðum Vest- fjarða, leggja áhersla á mikilvægi þess að styrkja verði ferju- siglingar um breiðafjörð með stærri og nýrri ferju til að mæta aukinni þörf samfélagsins og bæta öryggi. Fréttamynd ársins Í annálaskrifum undanfarinna ári hefur skapast hefð fyrir því að valin er frétta- mynd ársins í skessuhorni. Að þessu sinni var úr fjölmörgum myndum að velja þrátt fyrir ýmsar hömlur sem settar voru á samskipti blaðamanna, ljósmynd- ara og almennings. Verðlaunamyndina að þessu sinni tók sumarliði Ásgeirsson ljósmyndari skessuhorns í stykkishólmi. Myndin er tekin þegar vika var liðin af árinu, í hávaðaroki og áhlaðanda, þegar djúp lægð gekk yfir vestanvert landið. björgunarsveitarmenn í berserkjum eru þarna að vinna við tryggja báta við flot- bryggjuna í Hólminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.