Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202014
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Sérfræðingar í uppsetningu
og viðhaldi loftræstikerfa!
Eigum allar helstu pokasíur á lager•
Veitum ráðgjöf og gerum tilboð•
www.blikkgh.is
blikkgh@blikkgh.is
Akursbraut 11b • 431-2288
Samvera
er besta
jólagjöfin
Fjölskyldan
saman um jólin
i
Í yfir helmingi tilfella var 1.500
kr. munur á hæsta og lægsta verði
á vinsælum jólabókum í verðkönn-
un verðlagseftirlits AsÍ sem fram-
kvæmd var 10. desember síðastlið-
inn. Í 12 tilfellum af 53 var verð-
munur á bókum yfir 2.000 kr. en
mest fór munurinn upp í 3.000 kr.
Penninn.is var oftast með hæsta
verðið í könnuninni en Forlagið
var næst oftast með hæsta verðið.
bónus var oftast með lægsta verð-
ið. „Penninn eymundsson neitaði
þátttöku í könnuninni og var full-
trúa verðlagseftirlits AsÍ vísað út
úr versluninni í Austurstræti. Fyr-
irtækið virðist ekki telja það þjóna
hagsmunum sínum að neytendur
séu upplýstir um verð í versluninni.
Rétt er að vekja athygli á að verð
var kannað á Penninn.is sem er net-
verslun Pennans eymundssonar,“
segir í tilkynningu frá AsÍ.
Í tilkynningu verðlagseftirlits
AsÍ segir: „Í meirihluta tilfella, eða
35 af 53, var 30-40% verðmunur á
bókum í könnuninni. Í 45 af 53 til-
fellum var verðmunurinn yfir 1.000
kr. og í 29 tilfellum yfir 1.500 kr.
bækur eru vinsælar jólagjafir og
getur slíkur verðmunur því verið
fljótur að telja ef margar bækur eru
keyptar. Penninn.is var oftast með
hæsta verðið, í 26 tilfellum af 53
en Forlagið var með hæsta verðið
í 23 tilfellum. bónus var oftast með
lægsta verðið á bókum, í 47 tilfell-
um af 53.
Í tveimur tilfellum var yfir 3.000
kr. verðmunur í könnuninni. Mest-
ur munur á hæsta og lægsta verði í
krónum talið var á bókinni um arki-
tektinn Guðjón samúelsson húsa-
meistara, 3.009 kr. eða 21%. Hæst
var verðið á Penninn.is, 13.999 kr.
en lægst í Forlaginu og á Heim-
kaup.is, 10.990 kr. Þá var 3.001 kr.
eða 40% munur á hæsta og lægsta
verði á bókinni ellert eftir ellert
b. schram og björn Jón bragason.
Lægst var verðið í bónus, 4.498 kr.
en hæst á Penninn.is, 7.499 kr.
einnig var mikill verðmun-
ur á ódýrari bókum en sem dæmi
má nefna 2.001 kr. eða 33% mun
á hæsta og lægsta verði á bókinni
Aprílsólarkuldi e. elísabetu Jökul-
sdóttur. Lægst var verðið í bón-
us, 3.998 kr. en hæst á Penninn.is,
5.999 kr. Þá var 1.592 kr. eða 27%
munur á hæsta og lægsta verði á
Þagnarmúr eftir metsöluhöfund-
inn, Arnald Indriðason. Lægst var
verðið í bónus, 4.398 kr. en hæst í
Forlaginu, 5.990 kr.
2.000 kr. verðmunur á
barnabókum
Í mörgum tilfellum var mikill verð-
munur á barnabókum en mestur
munur á hæsta og lægsta verði á
barnabók var 2.101 kr. eða 35% á
bókinni Krakkalögin okkar. Lægst
var verðið í bónus, 3.898 kr. en
hæst á Penninn.is, 5.999 kr. Þá var
38% eða 1.501 kr. munur á bók-
inni Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan
þig eftir bjarna Fritzson. Lægst var
verðið í Nettó, 2.589 kr. en hæst í
Hagkaup, 3.999 kr.
Neytendur ættu að hafa hug-
fast að verð á algengum bókatitlum
breytast ört í verslunum á þessum
árstíma.
Um könnunina
Könnunin var gerð samtímis í
eftirtöldum verslunum: Forlag-
inu Fiskislóð, Nettó Mjódd, Hag-
kaupum skeifunni, bónus smára-
torgi, Heimkaup.is og Pennanum.
is. Penninn eymundsson vísaði
starfsmanni verðlagseftirlitsins út
úr verslun í smáralind og meinaði
honum að taka niður upplýsingar
um verð.
Hér er aðeins um beinan verð-
samanburð að ræða, en ekki er lagt
mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Þær verslanir sem eru í könnuninni
eru ólíkar og bjóða sumar hverj-
ar einungis upp á bækur í kring-
um jól og eru með minna úrval á
meðan aðrar selja bækur allan árs-
ins hring.“
mm
Algengur verðmunur á jólabókum 1.500-2000 kr.