Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Side 14

Skessuhorn - 16.12.2020, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202014 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Sérfræðingar í uppsetningu og viðhaldi loftræstikerfa! Eigum allar helstu pokasíur á lager• Veitum ráðgjöf og gerum tilboð• www.blikkgh.is blikkgh@blikkgh.is Akursbraut 11b • 431-2288 Samvera er besta jólagjöfin Fjölskyldan saman um jólin i Í yfir helmingi tilfella var 1.500 kr. munur á hæsta og lægsta verði á vinsælum jólabókum í verðkönn- un verðlagseftirlits AsÍ sem fram- kvæmd var 10. desember síðastlið- inn. Í 12 tilfellum af 53 var verð- munur á bókum yfir 2.000 kr. en mest fór munurinn upp í 3.000 kr. Penninn.is var oftast með hæsta verðið í könnuninni en Forlagið var næst oftast með hæsta verðið. bónus var oftast með lægsta verð- ið. „Penninn eymundsson neitaði þátttöku í könnuninni og var full- trúa verðlagseftirlits AsÍ vísað út úr versluninni í Austurstræti. Fyr- irtækið virðist ekki telja það þjóna hagsmunum sínum að neytendur séu upplýstir um verð í versluninni. Rétt er að vekja athygli á að verð var kannað á Penninn.is sem er net- verslun Pennans eymundssonar,“ segir í tilkynningu frá AsÍ. Í tilkynningu verðlagseftirlits AsÍ segir: „Í meirihluta tilfella, eða 35 af 53, var 30-40% verðmunur á bókum í könnuninni. Í 45 af 53 til- fellum var verðmunurinn yfir 1.000 kr. og í 29 tilfellum yfir 1.500 kr. bækur eru vinsælar jólagjafir og getur slíkur verðmunur því verið fljótur að telja ef margar bækur eru keyptar. Penninn.is var oftast með hæsta verðið, í 26 tilfellum af 53 en Forlagið var með hæsta verðið í 23 tilfellum. bónus var oftast með lægsta verðið á bókum, í 47 tilfell- um af 53. Í tveimur tilfellum var yfir 3.000 kr. verðmunur í könnuninni. Mest- ur munur á hæsta og lægsta verði í krónum talið var á bókinni um arki- tektinn Guðjón samúelsson húsa- meistara, 3.009 kr. eða 21%. Hæst var verðið á Penninn.is, 13.999 kr. en lægst í Forlaginu og á Heim- kaup.is, 10.990 kr. Þá var 3.001 kr. eða 40% munur á hæsta og lægsta verði á bókinni ellert eftir ellert b. schram og björn Jón bragason. Lægst var verðið í bónus, 4.498 kr. en hæst á Penninn.is, 7.499 kr. einnig var mikill verðmun- ur á ódýrari bókum en sem dæmi má nefna 2.001 kr. eða 33% mun á hæsta og lægsta verði á bókinni Aprílsólarkuldi e. elísabetu Jökul- sdóttur. Lægst var verðið í bón- us, 3.998 kr. en hæst á Penninn.is, 5.999 kr. Þá var 1.592 kr. eða 27% munur á hæsta og lægsta verði á Þagnarmúr eftir metsöluhöfund- inn, Arnald Indriðason. Lægst var verðið í bónus, 4.398 kr. en hæst í Forlaginu, 5.990 kr. 2.000 kr. verðmunur á barnabókum Í mörgum tilfellum var mikill verð- munur á barnabókum en mestur munur á hæsta og lægsta verði á barnabók var 2.101 kr. eða 35% á bókinni Krakkalögin okkar. Lægst var verðið í bónus, 3.898 kr. en hæst á Penninn.is, 5.999 kr. Þá var 38% eða 1.501 kr. munur á bók- inni Öflugir strákar: Trúðu á sjálfan þig eftir bjarna Fritzson. Lægst var verðið í Nettó, 2.589 kr. en hæst í Hagkaup, 3.999 kr. Neytendur ættu að hafa hug- fast að verð á algengum bókatitlum breytast ört í verslunum á þessum árstíma. Um könnunina Könnunin var gerð samtímis í eftirtöldum verslunum: Forlag- inu Fiskislóð, Nettó Mjódd, Hag- kaupum skeifunni, bónus smára- torgi, Heimkaup.is og Pennanum. is. Penninn eymundsson vísaði starfsmanni verðlagseftirlitsins út úr verslun í smáralind og meinaði honum að taka niður upplýsingar um verð. Hér er aðeins um beinan verð- samanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Þær verslanir sem eru í könnuninni eru ólíkar og bjóða sumar hverj- ar einungis upp á bækur í kring- um jól og eru með minna úrval á meðan aðrar selja bækur allan árs- ins hring.“ mm Algengur verðmunur á jólabókum 1.500-2000 kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.