Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 92

Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 92
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202092 Dúi Landmark er fæddur á Akra- nesi árið 1965. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann komst í kynni við myndavél og síðan hefur hann varla lagt hana frá sér og liggur mik- ið magn ljósmynda eftir hann sem m.a. má finna á Ljósmyndasafni Akraness auk þess sem hann hefur nýlega opnað vefsíðuna www.dui. is þar sem má finna mikið af nýrri myndum. Dúi lærði ljósmyndun og kvikmyndagerð 1986-1990 í París og hefur síðan fengist við sjón- varpsmyndaframleiðslu, ljósmynd- un og leiðsögn á Íslandi og Græn- landi. Hann hefur einnig um langt árabil unnið við kvikmynda- og sjónvarpsmyndaframleiðslu og far- ið víða um heim í efnisöflun. Þar má nefna Rússland, Mongólíu, Afr- íkulönd og nú síðast hefur leiðin legið alloft til Grænlands. Þá hefur Dúi stundað ýmsa veiðimennsku; stangveiði og skotveiði og var um tíma formaður skotveiðifélags Ís- lands. Dúi rekur ferðaþjónustu- fyrirtæki þar sem hann hefur sam- tvinnað þessi áhugamál sín og gert að atvinnu. Frakkland Dúi fór sem skiptinemi til Frakk- lands árið 1984, þá 18 ára og hafði aðeins einu sinni farið til útlanda áður, þá með foreldrum og systk- inum til Mallorca. Það var því tals- verð breyting fyrir hann því á þess- um árum voru samskipti aðallega með bréfaskriftum og með þriggja mínútna símtali á afmælinu og jól- unum. „Ég var þarna í eitt ár og það voru mikil viðbrigði fyrir strák ofan af skaga get ég sagt þér,“ segir Dúi. Hann bjó þó að því að hafa góðan málfræðigrunn í frönsku, „Ég lærði frönsku í skóla hjá þeim góða kenn- ara sigrúnu Harðardóttur.“ Að loknu skiptinemaárinu kom Dúi heim og var í ár, fór m.a. á sjóinn. eftir árið fór hann aftur til Frakk- lands þar sem hann nam ljósmynd- un í tvö ár við eFeT ljósmynda- skólann í París og útskrifaðist það- an með próf í ljósmyndun. síðan bætti hann við sig tveimur árum í sjónvarpsmyndaframleiðslu við sama skóla. Aldrei komið til Tene „Ég kem heim til Íslands árið 1990 og þá er ekkert að gerast, allt í kyrr- stöðu, allt í handbremsu og þjóðfé- lagið að bíða eftir álveri.“ segir Dúi. Það var því lítið að gera í „brans- anum“ en smátt og smátt fór Dúi að fá verkefni sem undu upp á sig. Hann starfaði í þrjú ár hjá Hljóðrita sem tæknimaður. Árið 1996 flutti Dúi sig til stöðvar 2 þar sem hann starfaði í um fimm ár við sjónvarps- framleiðslu- og dagskrárgerð og sem upptökustjóri þáttanna Íslands í dag. Þá hóf hann störf sem verk- efnastjóri hjá fyrirtækinu Zoom sem sérhæfði sig í gerð myndefn- is í þrívídd. „Þar stóð til að hanna hreyfiefni fyrir það sem þá var mik- il framtíðarmúsík, 3G símar sem komu ekki alveg nógu fljótt fyrir þetta fyrirtæki sem dó.“ segir Dúi. eftir stöðvar 2 árin hefur Dúi starfað sjálfstætt við bæði kvik- myndagerð, sjónvarpsframleiðslu og leiðsögn ferðamanna á Íslandi og á Grænlandi. Meðal annars var hann leiðsögumaður á skemmti- ferðaskipinu Caledonia sky sem sigldi frá Íslandi til Grænlands þar sem verkefni hans var að sýna myndefni og halda tvo hálftíma fyrirlestra um Grænland á hálfum mánuði, það fannst Dúa heldur ró- legt. Hjá stöð 2 fór Dúi í sína fyrstu Grænlandsferð árið 1996. Hann var þá að vinna með sjónvarpsmannin- um Jóni Ársæli Þórðarsyni að sjón- varpsþætti um Grænland og það má segja að framtíð Dúa hafi ráð- ist að ákveðnu leyti þarna því síðan hefur hann farið hvorki meira né minna en 19 sinnum til Grænlands. Hann starfaði í tólf ár fyrir fransk- ar sjónvarpsstöðvar við sjónvarps- framleiðslu og eftir það samstarf liggja um 40 titlar, heimildamyndir og þættir, um ýmsa veiði um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Hann fór t.d. til Afríku áður en hann kom til Danmerkur en Danmörk er jú oft fyrsti áfangastaður Íslendinga í útlöndum. Í vinnu sinni fyrir hina frönsku aðila hefur Dúi ferðast til staða sem ferðamenn myndu tæp- lega leggja leið sína til. Má þar meðal annars nefna Madagask- ar, Kirgistan, Kamchatka, síberíu, Mongólíu, „..en ég hef aldrei kom- ið til Tene,“ segir Dúi. Árið 2014 byrjaði hann með ljósmyndaferðir til Grænlands. Þar á meðal hefur einn viðskiptavinurinn farið í fjór- ar ferðir með honum þangað en sá er grískur og vinnur að gerð ljós- myndabókar um Grænland. Náttúruljósmyndun er veiði Dúi byrjaði ungur í bæði skot- og stangveiði. Hans fyrstu „veiðitúr- ar“ voru með veiðistöngina nið- ur á klettana á milli Presthúsavarar og Kalmansvíkur á Akranesi en þeir standa rétt neðan við æskuheim- ili Dúa og stutt að fara. Faðir hans, Jóhann G. Landmark kynnti hann ungan fyrir stangveiði og skot- veiði þannig að Dúi vandist veiði- mennsku frá unga aldri. Dúi var formaður skotveiðifélags Íslands, skotvís um tveggja ára skeið, en að- spurður um hvernig það hafi komið til svarar hann: „Ég á stundum erf- itt með að þegja en annars var það sigríður Ingvarsdóttir, fráfarandi stjórnarmaður, sem plataði mig í þetta.“ Aðspurður um hvað standi upp úr varðandi formennsku hans í skotvís segir Dúi að sé tvennt. Annars vegar að skotvís tókst að fá hljóðdeyfa á riffla leyfða við veiðar og hins vegar að fá hnekkt ákvörð- un Húnaþings vestra um að selja veiðileyfi á þjóðlendum en bæði þessi mál voru hagsmuna- og bar- áttumál félagsins. Þegar Dúi er spurður hvernig ljósmyndun og skotveiði fari saman svarar hann: „Ljósmyndun, sérstaklega náttúru- ljósmyndun, er veiði. Þú ert alltaf að reyna að ná einhverju, setja þig í einhverja stöðu, nýta tæki og þekk- ingu sem þú hefur til að ná ein- hverju, þetta á sérstaklega við um fuglaljósmyndun.“ Grænland Dúi hefur ferðast víða um Græn- land en mest hefur hann þó verið á austurströndinni, meðal annars á svæði nálægt scoresby-sundi. eina byggðin við scoresby-sund er þorp- ið Ittoqqortoormiit og umhverf- is þorpið eru óbyggðir í 700 kíló- metra í allar áttir. Dúi bendir á að á því svæði sem og víða annarsstaðar á Grænlandi eru staðir sem mann- fólk hefur hreinlega aldrei stig- ið niður fæti. Þetta sjáist vel þegar flogið er yfir Grænland, endalaust víðerni, ísbreiður og óbyggðir. Í um 13 kílómetra fjarlægð frá þorpinu Tasilaq á austurströndinni er Ikateq herstöðin og herflugvöll- ur sem bandaríkjamenn ráku á ár- unum 1942 til 1947. Þá var stöð- in yfirgefin af bandaríkjamönn- um sem þó skildu eftir sig mest af sínu hafurtaski. Ýmsar herminjar, m.a. jeppar og trukkar, liggja þar og ryðga og þar má sjá gríðarlegt magn af olíutunnum og þar hefur Dúi tekið talsvert af ljósmyndum enda mikið um myndefni. Dúi gerði m.a. heimildamynd um franskan mann sem býr í þorpinu Tiniteqilaaq sem er í um tveggja tíma siglingarfjarlægð frá Tasilaq og hafa þeir verið vinir síð- an, eða í um 15 ár. Þá var Dúi við tökur í þorpinu Qaanaaq á norð- vestur Grænlandi, rétt norður af bandarísku herstöðinni í Thule. Þar dvaldi hann eitt sinn en þá var kuldinn mikill, 22° á celsius á dag- inn og voru Dúi og grænlenskir meðreiðarsveinar dúðaðir í heil- galla úr selskinni. Dúa fannst þetta heldur kalt en kuldinn hafði lít- Ísbjörninn var svo nálægt að ég fann lyktina úr munninum á honum Rætt við ævintýramanninn og ljósmyndarann Dúa Landmark Dúi Landmark í eldhúsinu heima. Ljósm. frg. Ísbjörninn gæti allt eins verið að hugsa: „Ég næ ykkur næst.“ Þessi ísbjörn var kominn í þriggja metra fjarlægð frá bátsskelinni og byrjaður að urra. Soltinn ísbjörn var að rífa í sig nýveiddan sel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.