Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202036
Fréttaannáll ársins 2020 í máli og myndum
Ísfiskur gjaldþrota
Í byrjun árs óskaði stjórn Ísfisks hf., fjörutíu ára fiskvinnslu-
fyrirtækis sem þá hafði nýverið flutt starfsemi sína úr Kópa-
vogi á Akranes, eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. Ísfisk-
ur var framleiðslufyrirtæki á fiski, keypti óunninn bolfisk á
markaði og vann úr honum fyrir erlenda markaði án þess að
eiga sjálft útgerð eða kvóta. Hjá fyrirtækinu störfuðu á Akra-
nesi um fimmtíu manns þegar mest var og því var brottfall
þess mikið áfall fyrir atvinnulíf í bæjarfélaginu. Fiskvinnsla er
því lítil á Akranesi í dag, en ljós í myrki að þar starfa öflug fyr-
irtæki í vinnslu á fiskafurðum, svo sem Vignir G Jónsson og
Norðanfiskur sem skipti um eigendur á árinu þegar heimafólk
tók höndum saman og keypti reksturinn af brimi.
Bikar í Borgarnes
Geysisbikar kvenna er nú staddur í borgarnesi. Það varð ljóst
eftir magnaðan sigur skallagrímskvenna á KR í bikarúrslita-
leik í körfubolta sem spilaður var í febrúar. Þar með varð
skallagrímur bikarmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti og
var þetta jafnframt fyrsti stóri titill félagsins frá því borgnes-
ingar urðu Íslandsmeistarar kvenna á því herrans ári 1964.
Dýrvitlaust veður í Svínadal
Um miðjan febrúar gekk mjög djúp lægð yfir landið. Talsvert
tjón varð víða og meðal annars brotnuðu staurar sem bera raf-
línur uppi í uppsveitum borgarfjarðar. einna mest tjón varð
í svínadal í borgarfirði. Í sumarhúsabyggð skammt ofan við
Þórisstaði fauk eitt sumarhús af grunni sínum og dreifðist brak
úr því um margra hektara svæði í hlíðinni. Niður við bæinn
er stöðuhýsabyggð þar sem sömuleiðis varð mikið tjón á sjö
hjólhýsum, bílum og ferðavögnum sem þar voru. Yfirbygging
á einu hjólhýsinu hreinlega splundraðist af grindinni og féll
brakið á önnur ferðahýsi og stórskemmdi þau. Gler brotnaði í
rútu, bíll fauk á hliðina og þakplötur fuku af hlöðuþaki.
Ingimundur er
Borgnesingur ársins
Á þorrablóti sem haldið var í borgarnesi var venju samkvæmt
tilkynnt um val á borgnesingi ársins. Það kom í hlut Þórdís-
ar sifjar sigurðardóttur, sem þá hafði nýverið verið ráðin í
starf sveitarstjóra, að tilkynna um valið. borgnesingur ársins
2019 er Ingimundur Ingimundarson íþróttakennari og frum-
kvöðull á sviði íþrótta fyrir almenning. „borgnesingur ársins
er kraftmikill einstaklingur sem hefur til fjölda ára stuðlað að
og stutt íþróttalíf í borgarbyggð,“ sagði Þórdís sif í ávarpi
sínu. „Hann hefur einnig verið þátttakandi í því á landsvísu að
stuðla að öflugu íþróttastarfi og komið að stórum sem smáum
viðburðum hjá íþróttahreyfingunni. Hann hefur tekið þátt í
því sem þjálfari að byggja upp gott starf í kringum frjálsar
íþróttir, sund, boccia og pútt,“ sagði Þórdís sif. Á myndinni er
Ingimundur í hópi vaskra félaga í pútti í brákarey.
Geta ekki gert kröfu um starfsstöð
Kærunefnd útboðsmála úrskurðaði í máli Vátryggingafélags
Íslands gegn borgarbyggð í febrúar. borgarbyggð skyldi
fella út úr útboðsskilmálum um vátryggingar sveitarfélagsins
ákvæði um að bjóðandi starfræki starfsstöð í sveitarfélaginu.
borgarbyggð hafði í skilmálum útboðsins gert kröfu um að
bjóðandi starfrækti starfsstöð í sveitarfélaginu með starfs-
manni a.m.k. 16 tíma á viku. skyldi henni komið á sex mán-
uðum eftir undirritun samnings við bjóðanda og hún starf-
rækt út samningstímann, hið minnsta. VÍs vildi meina að með
ákvæðinu væri fyrirfram verið að útiloka ákveðin fyrirtæki á
grundvelli búsetusjónarmiða. slíkt væri óheimilt og var kæru-
nefndin því sammála.
Flýta jarðstrengjavæðingu
Ríkisstjórnin kynnti snemma árs tillögur átakshóps um úr-
bætur í innviðum. Þær hugmyndir fela meðal annars í sér að
jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku verði flýtt til 2025 í
stað 2035, þ.e. að framkvæmdum við svæðisflutningskerfi raf-
orku sem ekki eru á tíu ára kerfisáætlun verði flýtt. Þrífös-
un verði innleidd samhliða jarðstrengjavæðingunni og áætlað
að jarðstrengjavæðingin muni fækka truflunum í dreifikerf-
inu um 85% og að þær verði að mestu óháðar veðri. Á næstu
tíu árum verður framkvæmdum flýtt fyrir 27 milljarða króna,
bæði hvað varðar framkvæmdir í flutnings- og dreifikerfi raf-
orku og í ofanflóðavörnum. Þetta var ákveðið í ljósi fjölþætts
tjóns sem varð í fárviðri sem gekk yfir landið í lok 2019. beint
tjón raforkufyrirtækja, fjarskiptafyrirtækja og stofnana ríkis-
ins nam um einum milljarði króna vegna áhrifa þess, þar af um
tveir þriðju hjá raforkufyrirtækjum. Tjón atvinnufyrirtækja,
bænda og heimila var enn meira. Framkvæmdir hófust strax í
sumar við flýtingu þriggja fasa raflagna um dreifbýlið og t.d. í
borgarbyggð voru þær framkvæmdir samhliða lagningu ljós-
leiðara sem nú er í gangi um sveitarfélagið.
Þróunarfélag á Breið
Um mitt árið var skrifað undir samning um stofnun breiðar,
þróunarfélags á Akranesi. Verkefnið er að frumkvæði Akranes-
kaupstaðar og brims, en með þátttöku sautján annarra félaga,
stofnana, skóla og fyrirtækja. Gert er ráð fyrir áfangaskiptri
uppbyggingu til langs tíma þar sem lagt verður upp með upp-
byggingu í ferðaþjónustu, heilsu og hátækni. Félaginu er ætl-
að að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar á
svæðinu og hafa fyrstu fyrirtækin þegar flutt starfsemi sína að
bárugötu 8-10 þar sem smám saman er að kvikna mikið líf og
skapandi frumkvöðlaumhverfi. Auk þessarar starfsemi er gert
ráð fyrir nýrri íbúabyggð á breið. brim og Akraneskaupstaður
eiga meirihluta lóða og fasteigna á breiðinni þar sem talin eru
liggja mikil tækifæri til uppbyggingar.
Fólk treysti þríeykinu
Kóvidfaraldurinn hér á landi hefur staðið yfir mestallt árið,
eða frá því í febrúarlok þegar fyrstu smitin voru staðfest. Fljót-
lega var skokölluðu þríeyki falin stjórnun og ráðgjöf bæði til
landsmanna og stjórnvalda. Reglulegir upplýsingafundir voru
í sjónvarpi og á netmiðlum þar sem Alma Möller landlækn-
ir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson
yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra
voru oftast í forsvari. Þegar ógn steðjar að, líkt og vissulega
má segja um veiruna lúmsku, batt almenningur traust sitt við
þetta fólk. Fumlaus og örugg framkoma þess, yfirveguð upp-
lýsingamiðlun og gott málfar átti þátt í að Íslendingum hefur
farnast betur en mörgum öðrum þjóðum að komast í gegn-
um faraldurinn. svo var einnig slegið á létta strengi og saman
tóku þau lagið með þjóðinni. Þríeykið verður örugglega kjör-
ið fólk ársins hér á landi.
Endurbætur utan sem innan
Miklar framkvæmdir voru í Akraneskirkju á þessu ári. Ákveð-
ið var að nýta ástandið, meðal annars samkomutakmarkanir,
til viðhalds og endurbóta á kirkjunni. Þar má nefna að mál-
að var innandyra, skipt um klæðningu og hluta glers, bjarni
skúli Ketilsson lagfærði altaristöfluna og pípuorgel kirkj-
unnar var hreinsað og lagfært. Meðfylgjandi mynd var tek-
in við það tilefni en þarna má sá þau Margréti erlingsdótt-
ur rafvirkja og björgvin Tómasson orgelsmið, séra Þráinn
Haraldsson sóknarprest, svein Arnar sæmundsson organista
og Helgu sesselju Ásgeirsdóttur kirkjuvörð og meðhjálpara.
Loks má geta þess að í haust var vígð stækkun kirkjugarðs-
ins í Görðum.