Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202036 Fréttaannáll ársins 2020 í máli og myndum Ísfiskur gjaldþrota Í byrjun árs óskaði stjórn Ísfisks hf., fjörutíu ára fiskvinnslu- fyrirtækis sem þá hafði nýverið flutt starfsemi sína úr Kópa- vogi á Akranes, eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. Ísfisk- ur var framleiðslufyrirtæki á fiski, keypti óunninn bolfisk á markaði og vann úr honum fyrir erlenda markaði án þess að eiga sjálft útgerð eða kvóta. Hjá fyrirtækinu störfuðu á Akra- nesi um fimmtíu manns þegar mest var og því var brottfall þess mikið áfall fyrir atvinnulíf í bæjarfélaginu. Fiskvinnsla er því lítil á Akranesi í dag, en ljós í myrki að þar starfa öflug fyr- irtæki í vinnslu á fiskafurðum, svo sem Vignir G Jónsson og Norðanfiskur sem skipti um eigendur á árinu þegar heimafólk tók höndum saman og keypti reksturinn af brimi. Bikar í Borgarnes Geysisbikar kvenna er nú staddur í borgarnesi. Það varð ljóst eftir magnaðan sigur skallagrímskvenna á KR í bikarúrslita- leik í körfubolta sem spilaður var í febrúar. Þar með varð skallagrímur bikarmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti og var þetta jafnframt fyrsti stóri titill félagsins frá því borgnes- ingar urðu Íslandsmeistarar kvenna á því herrans ári 1964. Dýrvitlaust veður í Svínadal Um miðjan febrúar gekk mjög djúp lægð yfir landið. Talsvert tjón varð víða og meðal annars brotnuðu staurar sem bera raf- línur uppi í uppsveitum borgarfjarðar. einna mest tjón varð í svínadal í borgarfirði. Í sumarhúsabyggð skammt ofan við Þórisstaði fauk eitt sumarhús af grunni sínum og dreifðist brak úr því um margra hektara svæði í hlíðinni. Niður við bæinn er stöðuhýsabyggð þar sem sömuleiðis varð mikið tjón á sjö hjólhýsum, bílum og ferðavögnum sem þar voru. Yfirbygging á einu hjólhýsinu hreinlega splundraðist af grindinni og féll brakið á önnur ferðahýsi og stórskemmdi þau. Gler brotnaði í rútu, bíll fauk á hliðina og þakplötur fuku af hlöðuþaki. Ingimundur er Borgnesingur ársins Á þorrablóti sem haldið var í borgarnesi var venju samkvæmt tilkynnt um val á borgnesingi ársins. Það kom í hlut Þórdís- ar sifjar sigurðardóttur, sem þá hafði nýverið verið ráðin í starf sveitarstjóra, að tilkynna um valið. borgnesingur ársins 2019 er Ingimundur Ingimundarson íþróttakennari og frum- kvöðull á sviði íþrótta fyrir almenning. „borgnesingur ársins er kraftmikill einstaklingur sem hefur til fjölda ára stuðlað að og stutt íþróttalíf í borgarbyggð,“ sagði Þórdís sif í ávarpi sínu. „Hann hefur einnig verið þátttakandi í því á landsvísu að stuðla að öflugu íþróttastarfi og komið að stórum sem smáum viðburðum hjá íþróttahreyfingunni. Hann hefur tekið þátt í því sem þjálfari að byggja upp gott starf í kringum frjálsar íþróttir, sund, boccia og pútt,“ sagði Þórdís sif. Á myndinni er Ingimundur í hópi vaskra félaga í pútti í brákarey. Geta ekki gert kröfu um starfsstöð Kærunefnd útboðsmála úrskurðaði í máli Vátryggingafélags Íslands gegn borgarbyggð í febrúar. borgarbyggð skyldi fella út úr útboðsskilmálum um vátryggingar sveitarfélagsins ákvæði um að bjóðandi starfræki starfsstöð í sveitarfélaginu. borgarbyggð hafði í skilmálum útboðsins gert kröfu um að bjóðandi starfrækti starfsstöð í sveitarfélaginu með starfs- manni a.m.k. 16 tíma á viku. skyldi henni komið á sex mán- uðum eftir undirritun samnings við bjóðanda og hún starf- rækt út samningstímann, hið minnsta. VÍs vildi meina að með ákvæðinu væri fyrirfram verið að útiloka ákveðin fyrirtæki á grundvelli búsetusjónarmiða. slíkt væri óheimilt og var kæru- nefndin því sammála. Flýta jarðstrengjavæðingu Ríkisstjórnin kynnti snemma árs tillögur átakshóps um úr- bætur í innviðum. Þær hugmyndir fela meðal annars í sér að jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku verði flýtt til 2025 í stað 2035, þ.e. að framkvæmdum við svæðisflutningskerfi raf- orku sem ekki eru á tíu ára kerfisáætlun verði flýtt. Þrífös- un verði innleidd samhliða jarðstrengjavæðingunni og áætlað að jarðstrengjavæðingin muni fækka truflunum í dreifikerf- inu um 85% og að þær verði að mestu óháðar veðri. Á næstu tíu árum verður framkvæmdum flýtt fyrir 27 milljarða króna, bæði hvað varðar framkvæmdir í flutnings- og dreifikerfi raf- orku og í ofanflóðavörnum. Þetta var ákveðið í ljósi fjölþætts tjóns sem varð í fárviðri sem gekk yfir landið í lok 2019. beint tjón raforkufyrirtækja, fjarskiptafyrirtækja og stofnana ríkis- ins nam um einum milljarði króna vegna áhrifa þess, þar af um tveir þriðju hjá raforkufyrirtækjum. Tjón atvinnufyrirtækja, bænda og heimila var enn meira. Framkvæmdir hófust strax í sumar við flýtingu þriggja fasa raflagna um dreifbýlið og t.d. í borgarbyggð voru þær framkvæmdir samhliða lagningu ljós- leiðara sem nú er í gangi um sveitarfélagið. Þróunarfélag á Breið Um mitt árið var skrifað undir samning um stofnun breiðar, þróunarfélags á Akranesi. Verkefnið er að frumkvæði Akranes- kaupstaðar og brims, en með þátttöku sautján annarra félaga, stofnana, skóla og fyrirtækja. Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu til langs tíma þar sem lagt verður upp með upp- byggingu í ferðaþjónustu, heilsu og hátækni. Félaginu er ætl- að að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar á svæðinu og hafa fyrstu fyrirtækin þegar flutt starfsemi sína að bárugötu 8-10 þar sem smám saman er að kvikna mikið líf og skapandi frumkvöðlaumhverfi. Auk þessarar starfsemi er gert ráð fyrir nýrri íbúabyggð á breið. brim og Akraneskaupstaður eiga meirihluta lóða og fasteigna á breiðinni þar sem talin eru liggja mikil tækifæri til uppbyggingar. Fólk treysti þríeykinu Kóvidfaraldurinn hér á landi hefur staðið yfir mestallt árið, eða frá því í febrúarlok þegar fyrstu smitin voru staðfest. Fljót- lega var skokölluðu þríeyki falin stjórnun og ráðgjöf bæði til landsmanna og stjórnvalda. Reglulegir upplýsingafundir voru í sjónvarpi og á netmiðlum þar sem Alma Möller landlækn- ir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra voru oftast í forsvari. Þegar ógn steðjar að, líkt og vissulega má segja um veiruna lúmsku, batt almenningur traust sitt við þetta fólk. Fumlaus og örugg framkoma þess, yfirveguð upp- lýsingamiðlun og gott málfar átti þátt í að Íslendingum hefur farnast betur en mörgum öðrum þjóðum að komast í gegn- um faraldurinn. svo var einnig slegið á létta strengi og saman tóku þau lagið með þjóðinni. Þríeykið verður örugglega kjör- ið fólk ársins hér á landi. Endurbætur utan sem innan Miklar framkvæmdir voru í Akraneskirkju á þessu ári. Ákveð- ið var að nýta ástandið, meðal annars samkomutakmarkanir, til viðhalds og endurbóta á kirkjunni. Þar má nefna að mál- að var innandyra, skipt um klæðningu og hluta glers, bjarni skúli Ketilsson lagfærði altaristöfluna og pípuorgel kirkj- unnar var hreinsað og lagfært. Meðfylgjandi mynd var tek- in við það tilefni en þarna má sá þau Margréti erlingsdótt- ur rafvirkja og björgvin Tómasson orgelsmið, séra Þráinn Haraldsson sóknarprest, svein Arnar sæmundsson organista og Helgu sesselju Ásgeirsdóttur kirkjuvörð og meðhjálpara. Loks má geta þess að í haust var vígð stækkun kirkjugarðs- ins í Görðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.