Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 93
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 93
il áhrif á heimamenn. „Qaanaaq á
sér nokkuð merkilega sögu en þeg-
ar bandaríkjamenn reistu herstöð-
ina í Thule var þorpsbúum þar gert
að yfirgefa heimili sín. Þeir fóru
þá einfaldlega á hundasleðum yfir
fjallgarð og niður í næsta fjörð við
hliðina og reistu nýtt þorp,“ segir
Dúi. Hans síðasta ferð til Græn-
lands var í mars síðastliðnum og
rétt náði hann að komast heim áður
en Covid bylgjan skall á og flugvell-
ir lokuðust meira og minna. Í það
skiptið voru flugleggirnir alls sex
frá brottfararstað á Grænlandi þar
til komið var til Íslands.
Næstum étinn af ísbirni
Í ferð til Grænlands sem Dúi fór í á
dögunum komst Dúi í meira návígi
við ísbjörn en þægilegt getur tal-
ist. Hann var þá ásamt grænlensk-
um vinum sínum á litlum opnum
báti þegar þeir koma auga á björn-
inn. Hinir grænlensku vinir sigldu
litla bátnum ansi nálægt birnin-
um sem var ekki par ánægður með
það, heldur fýkur í bangsa. Ísbirn-
ir eru afar snarir í snúningum og
þessi björn var engin undantekn-
ing. Ísbjörninn lagði til atlögu við
þá félaga á bátnum en bátsverjum
tókst lipurlega að forðast björninn
en þó það naumlega að Dúi fann
hreinlega lyktina út úr munninum
á bangsa. Grænlendingarnir kipptu
sér þó ekki upp við þetta heldur
hreinlega skríktu af kátínu.
Trillan
Hér heima á Dúi litla opna skektu,
Mb Andvara sem hann nýtir til
styttri veiðiferða um sundin blá þar
sem hann veiðir bæði á stöng og
með byssu. Aðspurður um nafnið
á bátnum segir hann það tilkomið
vegna þess hve veikur hann er fyr-
ir orðum yfir veður og veðrabrigði.
Dúi segist hreinlega elska frelsið
sem felst í því að sigla um á bátn-
um og veiða en segist þó ætla að
setja lítið hús á bátinn til skjóls fyrir
veðri og vindum. Andvara geymir
Dúi á sumrin í bryggjuhverfi í ná-
munda við heimili sitt í Reykjavík.
Dúi er annálaður sælkeri og þá
hefur hann unnið talsvert af þátt-
um um matargerð með ýmsum
matgæðingum. Þegar skessuhorn
kvaddi Dúa var hann á leiðinni í
blindsmökkun á víni í keppninni
Gyllta glasið sem haldið er á veg-
um Vínþjónasamtaka Íslands og var
ekki laust við að tilhlökkunar gætti
hjá Dúa.
frg/ Ljósm. Dúi Landmark
Einn frægasti veiðimaður Qaanaaq, Uusarqak Qujaukitsoq, með konu sinni Inger
Qujaukitsoq. Hann heldur á uppáhaldsrifflinum sínum, amerískum Winchester.
Jesú með lambið í kjöltu sér vakir svo yfir þeim hjónum.
Veiðimenn frá Qaanaaq í veiðimannakofa úti á ísnum. Úti var 25 stiga frost, þeir
lágu alsælir í kjötsvima eftir að hafa borðað soðið ísbjarnar- og selkjöt.
Grænlendingar framtíðarinnar í Ittoqqortoormiit.
Grænlenski sleðahundurinn er einstaklega harðgert dýr og grænlenskum veiði-
mönnum mikilvægur.
Ikateq: Enn má sjá talsvert af gömlum bílhræjum og brotajárni í yfirgefnu herstöðinni í Ikateq sem var kölluð Bluie East two í
seinna stríði.
Gamla bakaríið í Upernavik skrýtt norðurljósum.
Grænlensk Þyrnirós sefur á borði
í farþegasal flugstöðvarinnar í
Oaanaaq.
Dúi klæddur samkvæmt tísku heimamanna.