Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 93

Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 93
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 93 il áhrif á heimamenn. „Qaanaaq á sér nokkuð merkilega sögu en þeg- ar bandaríkjamenn reistu herstöð- ina í Thule var þorpsbúum þar gert að yfirgefa heimili sín. Þeir fóru þá einfaldlega á hundasleðum yfir fjallgarð og niður í næsta fjörð við hliðina og reistu nýtt þorp,“ segir Dúi. Hans síðasta ferð til Græn- lands var í mars síðastliðnum og rétt náði hann að komast heim áður en Covid bylgjan skall á og flugvell- ir lokuðust meira og minna. Í það skiptið voru flugleggirnir alls sex frá brottfararstað á Grænlandi þar til komið var til Íslands. Næstum étinn af ísbirni Í ferð til Grænlands sem Dúi fór í á dögunum komst Dúi í meira návígi við ísbjörn en þægilegt getur tal- ist. Hann var þá ásamt grænlensk- um vinum sínum á litlum opnum báti þegar þeir koma auga á björn- inn. Hinir grænlensku vinir sigldu litla bátnum ansi nálægt birnin- um sem var ekki par ánægður með það, heldur fýkur í bangsa. Ísbirn- ir eru afar snarir í snúningum og þessi björn var engin undantekn- ing. Ísbjörninn lagði til atlögu við þá félaga á bátnum en bátsverjum tókst lipurlega að forðast björninn en þó það naumlega að Dúi fann hreinlega lyktina út úr munninum á bangsa. Grænlendingarnir kipptu sér þó ekki upp við þetta heldur hreinlega skríktu af kátínu. Trillan Hér heima á Dúi litla opna skektu, Mb Andvara sem hann nýtir til styttri veiðiferða um sundin blá þar sem hann veiðir bæði á stöng og með byssu. Aðspurður um nafnið á bátnum segir hann það tilkomið vegna þess hve veikur hann er fyr- ir orðum yfir veður og veðrabrigði. Dúi segist hreinlega elska frelsið sem felst í því að sigla um á bátn- um og veiða en segist þó ætla að setja lítið hús á bátinn til skjóls fyrir veðri og vindum. Andvara geymir Dúi á sumrin í bryggjuhverfi í ná- munda við heimili sitt í Reykjavík. Dúi er annálaður sælkeri og þá hefur hann unnið talsvert af þátt- um um matargerð með ýmsum matgæðingum. Þegar skessuhorn kvaddi Dúa var hann á leiðinni í blindsmökkun á víni í keppninni Gyllta glasið sem haldið er á veg- um Vínþjónasamtaka Íslands og var ekki laust við að tilhlökkunar gætti hjá Dúa. frg/ Ljósm. Dúi Landmark Einn frægasti veiðimaður Qaanaaq, Uusarqak Qujaukitsoq, með konu sinni Inger Qujaukitsoq. Hann heldur á uppáhaldsrifflinum sínum, amerískum Winchester. Jesú með lambið í kjöltu sér vakir svo yfir þeim hjónum. Veiðimenn frá Qaanaaq í veiðimannakofa úti á ísnum. Úti var 25 stiga frost, þeir lágu alsælir í kjötsvima eftir að hafa borðað soðið ísbjarnar- og selkjöt. Grænlendingar framtíðarinnar í Ittoqqortoormiit. Grænlenski sleðahundurinn er einstaklega harðgert dýr og grænlenskum veiði- mönnum mikilvægur. Ikateq: Enn má sjá talsvert af gömlum bílhræjum og brotajárni í yfirgefnu herstöðinni í Ikateq sem var kölluð Bluie East two í seinna stríði. Gamla bakaríið í Upernavik skrýtt norðurljósum. Grænlensk Þyrnirós sefur á borði í farþegasal flugstöðvarinnar í Oaanaaq. Dúi klæddur samkvæmt tísku heimamanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.