Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 72

Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 72
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202072 Gamla sundlaugin í stykkis- hólmi er í dag fallegt heimili þar sem hjónin Kristín benedikts- dóttir og Gestur Hólm Kristins- son búa. „Maðurinn minn kaupir gömlu sundlaugina árið 2004 en þá hafði hún staðið auð í nokkur ár. Við innréttuðum hana saman og gerðum gamla kvennaklefann að eldhúsi með smá sjónvarps- króki. Gamli búningklefi karl- anna er svefnherbergið okkar og þar sem handklæðaboxin voru er fataherbergið okkar. sturtunum breyttum við í þvottahús og bað- herbergi og þar sem heiti pottur- inn var er nú gestahebergi,“ seg- ir Kristín þegar hún útskýrir fyr- ir blaðamanni herbergjaskipan á þessu óvenjulega heimili sem þau hafa gert sér. Forfallin handavinnukona Í kjallara hússins er stór og góð vinnuaðstaða í dag. „Í kjallaran- um var, og er, járnhurð sem var læst með stórum hengilás þeg- ar við komum hingað. Þar fyrir innan var áburður og sprengiefni sem var notað til að sprengja fyr- ir vegum og slíku, geymt hér áður fyrr. en í dag verða þar til hinir ótrúlegustu töfrar,“ segir Kristín. „Þar geri ég sápur, lita og spinn ull, pússa og kembi gærur sem ég hef sútað og ýmislegt fleira,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið forfallin handavinnukona alla tíð. „Ég hef verið í handavinnu frá því ég var smástelpa. Ég hef tek- ið tarnir í ýmsu handverki, var á tímabili alltaf að hnýta veggstykki, blómahengi og fleira, svo prjónaði ég mikið á tímabili og næst fór ég að hekla. Núna er ég að vinna eig- in afurðir eins og hægt er,“ segir Kristín en hún er frístundabóndi með tíu ær. Lærði að spinna á síðast ári „Ég fékk mér kindur til að fá frítt kjöt en þetta er örugglega dýrasta kjöt landsins, sem maður rækt- ar svona sjálfur,“ segir Kristín og hlær. „Ég ákvað því að fækka kind- um og leggja áherslu á að vinna af- urðirnar frá þeim. Ég sendi ull- ina alla í Uppspuna á Hellu og þar læt ég ýmist vinna fyrir mig band úr henni eða læt þvo og kemba en spinni ullina svo sjálf,“ segir hún. „Ég lærði ekki að spinna fyrr en síðasta vetur en mig hafði dreymt um að læra það frá því ég var ellefu ára,“ bætir hún við. Kristín sútar gærurnar af fénu, gerir tölur og lyklakippur úr hornunum og notar mörinn til að gera tólg og svo sáp- ur. „Ég er líka að gera sápur úr olíu fyrir þá sem ekki vilja dýraafurð- ir,“ segir hún. Kristín litar einnig ull með jurtum sem hún tínir sjálf með dóttur sinni en hún litar þó ekki ullina af sínu fé. „Mín ull fær að halda sínum náttúrulega lit eins og hún kemur af fénu. Hún er ekki unnin með neinum kemískum efn- um, bara þvegin og er því alveg náttúruleg og mjög falleg,“ segir Kristín. Rekur gistiheimili Kristín og Gestur eiga og reka gistiheimilið Akkeri í stykkis- hólmi sem þau gerðu upp sjálf. „Þetta var veitingastaður sem stóð næstum beint á móti húsinu okk- ar. Maðurinn minn fékk einn dag- inn þá flugu í höfuðið að kaupa þennan veitingastað og breyta í gistiheimili og við slóum til. Þetta er afskaplega huggulegt sex her- bergja gistiheimili,“ segir Kristín. síðan kórónuveiran kom til sög- unnar hefur minna verið að gera á gistiheimilinu svo Kristín dró fram prjónana og fór að prjóna peysur, púðaver og ýmislegt fleira. „Þeg- ar ég sá svo að Gallerí Lundi hér í stykkishólmi myndi ekki verða opnað í sumar út af Covid fékk ég þá snilldar hugmynd að kaupa lítið frístundahús og setja niður á lóð- inni hjá gistihúsinu okkar. Þar ætl- aði ég að vera með lopapeysur til sölu fyrir gestina okkar. svo fékk ég ekki að láta húsið standa þarna og sat ég þá uppi með svona 30 peys- ur. Þá var ekkert annað að gera en að gefa í og prjóna enn meira og opna bara markað sem heitir Frí- stundabóndinn. Ég hef verið með opið um helgar á aðventunni og ætla að hafa opið á Þorláksmessu og það hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Kristín. Seldi garn í heila peysu Auk þess að selja prjónavörur er einnig hægt að kaupa hjá Kristínu band sem hún hefur sjálf spunnið. „Ég seldi í fyrsta skipti í gær band í heila peysu. Ég þurfti ekki jörð- ina til að ganga á eftir það ég var svo ánægð,“ segir Kristín og hlær. en hversu lengi er hún að spinna ull í heila peysu? „Ég er að spinna á tvær 25 gramma snældur sem ég vinn svo saman og fæ úr því 50 grömm af ullarbandi. Það tek- ur mig um þrjár klukkustundir að spinna eina hespu og ég held ég þurfi um níu svoleiðis í eina peysu. Þetta er því frekar mikil vinna sem tekur tíma,“ segir Kristín og bæt- ir við að bandið hennar selji hún undir nafninu Hólmasel 29 sH 11 sem er nafn og númer frístunda- búsins hennar. Frístundabóndi með framleiðslu úr eigin afurðum Búa í gömlu sundlauginni og sofa í búningsherbergi karlanna Kristín á markaði þar sem hún var meðal annars að selja ullarband sem hún hafði spunnið af eigin fé. Kristín og Gestur búa í gömlu sundlauginni í Stykkishólmi. Fallegir púðar sem Kristín hefur prjónað.Kristín spinnur sjálf ullina af fénu sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.