Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 53
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 53
Kveðjur úr héraði
Jólakveðja úr Eyja- og
Miklaholtshreppi
„Ekkert hefur
breyst þó ekkert sé
hið sama“
Það eru að koma jól! Og það þó
árið sé 2020. Það er líka eins gott
fyrir svona jólabarn eins og mig!
sjúkket, hefði ég sagt í gamla daga.
Þetta blessaða ár verður lengi í
minnum haft og fyrir hvað ná-
kvæmlega á eftir að koma í ljós –
það fer þó klárlega af því misjafnt
orð í sögubókum framtíðarinnar!
Í lok þessa árs sem markar 25 ára
kennsluferil minn er mér þó þakk-
læti efst í huga. Ég er ævinlega
þakklát fyrir starfið mitt, nemend-
ur mína og samstarfsfólk. Það er
mikil blessun að hlakka til að fara
í vinnuna á næstum hverjum degi
starfsævinnar. sú tilhlökkun hefur
jafnvel aldrei verið meiri en ein-
mitt á þessu herrans ári, 2020. Ég
kenni við lítinn skóla, einn af síð-
ustu litlu skólum þessa lands. Í ár
hefur samfélagið sameinast um að
vanda sig í sóttvörnum, hlýða Víði
og huga að því hverja við hittum
og umgöngumst. Jólakúlan okkar
varð til strax í mars þegar við í skól-
anum ákváðum að takmarka ferðir
okkar sem mest og umgangast bara
hvert annað. Við vildum gera allt til
þess að halda skólanum gangandi,
og við viljum það enn. skólinn er
fjöregg hvers samfélags og í okkar
litla sveitarfélagi, langfjölmennasti
vinnustaðurinn.
Á næstum hverjum morgni í 25
ár hef ég hlakkað til þess að hitta
samstarfsfólk mitt og taka á móti
krökkunum, sinna starfi mínu og
áhugamáli um leið. Þetta er mikil
blessun sem ég vildi að sem flestir
fengju að upplifa þó ekki væri nema
einhvern tíma ævinnar.
Að vanda ræddum við krakkarn-
ir um hvað jólin væru, til hvers við
hlökkuðum mest til og hvað við
ætlum að gera í fríinu. Í huga minn
komu minningar um bernsku minn-
ar jól. Minningar um mömmu sem
virtist geta ,,gert og græjað“ jólin á
nokkrum dögum. Aðföngin komu
oft ekki fyrr en undir 20. desemb-
er og þá var byrjað að baka, sauma
og ganga frá gjöfum til stórrar fjöl-
skyldu. Ég skil ekki almennilega
enn hvernig hún fór að þessu, en
jólafötin héngu tilbúin á hurðinni
þegar ég kom úr jólabaðinu, kræs-
ingarnar biðu okkar og mamma
stóð við eldavélina. Hún hlýtur oft
að hafa verið þreytt, jafnvel stress-
uð en aldrei bar á neinu slíku. Verk-
efni pabba voru annars lags, dagana
fyrir jól skrifaði hann löng og efnis-
mikil jólakort sem oft fóru nú ekki í
póst fyrr en á Þorláksmessu – eða á
milli jóla og nýárs og á aðfangadag
sat hann inni á skrifstofu og pakk-
aði inn bókum til okkar barnanna
sem voru þó á ýmsum aldri. Alltaf
svolítið seinn hann pabbi – sem út-
skýrir kannski ýmislegt hjá mér í
jólakortagerð og skrifum!
Jólin komu með systkinum mín-
um úr Reykjavík. Þau voru komin
í menntó, eða háskólann, jafnvel
búin að eignast börn og maka. Ég
á níu systkini sem mér fannst nú á
köflum misskemmtileg en einhvern
veginn voru þau öll alveg hreint
frábær á jólunum og ég hlakkaði
til þess að fá þau heim í fásinnið
á Þingvöllum. Ég man eftir Hildi
sem vann hjá RÚV á þessum árum,
koma másandi inn úr snjókófinu
rétt um fimm á aðfangadag, hafði
verið samferða brúsastaðakrökk-
unum. Ferðin hafði tekið fimm
klukkustundir í slæmri færð. Þetta
var löngu fyrir tíma snjómokst-
urs. Þegar Hildur var komin í hús
var tími til kominn að fara í jóla-
baðið, fara í ný og hrein nærföt,
jólakötturinn mátti ekki éta mann
þetta árið. Ég skellti mér í jólafötin
og nú hófst biðin. Þessi endalausa
bið eftir að stofudyrnar opnuð-
ust og við fengjum að sjá jólatréð.
stóru strákarnir höfðu náð í það,
skreytt og lokað svo kyrfilega fyrir
allan aðgang að stofunni að meira
að segja skráargötin voru fyllt með
pappír svo ekkert sæist inn. Við
dyrnar voru verðir svo ég og yngri
krakkarnir sæum nú ekki inn!
Ég gleymi ekki þegar dyrnar opn-
uðust og tréð blasti við í allri sinni
dýrð. Við settumst inn andaktug og
hlustuðum á bjöllurnar hringja inn
jólin og á aftansöng í Dómkirkj-
unni. en heilagleikinn fór fljótt
af okkur og við tók besta verkefni
jólanna, nefnilega að flytja pakk-
ana af efri hæðinni niður í stofu og
þetta voru margir pakkar, því við
vorum sjaldnast færri en 15 á jól-
unum í litlu borðstofunni okkar.
Dísa systir sat uppi og afhenti okk-
ur pakkana með skýrum reglum um
hvernig skyldi halda, hversu hratt
skyldi ganga og að ekki mætti þukla
pakkana né lesa á merkimiðana. Á
einum stað í stiganum var ,,blind-
ur” blettur, þá sáu hvorki Dísa né
Ási hvað var gert við pakkana. en
allt þukl, lestur og aðrar rannsókn-
ir varð að gera á göngu því ef tím-
inn var of langur frá eftir hæð og
niður var gerð alvarleg athuga-
semd við það. en stundum náðist
að kíkja og já, það leit út fyrir að
maður fengi pakka, jafnvel bók sem
var það besta!
Í dag skreyti ég jólatréð í byrj-
un desember. Í dag skrifa ég sjálf á
flesta merkimiðina og í dag er það
ég sem fer til barnanna minna á jól-
um. Í dag hlakka ég alveg jafn mik-
ið til jólanna og ég gerði þegar ég
var lítið stelpuskott á hvítum sokk-
um hlaupandi á milli hæða Þing-
vallabæjarins.
Í lok ársins 2020 er ég þakk-
lát fyrir árið sem er að baki, þakk-
lát fyrir samstarfsfólk mitt, starfið
mitt, nemendur mína alla, fyrr og
nú, og fjölskylduna mína. Nú er
elsti bróðir minn áttræður, ég 55
ára og ekkert hefur breyst þó ekk-
ert sé hið sama.
Ingveldur Eiríksdóttir
Laugargerði
Það er ró yfir mannlífinu þetta
haustið eftir Covid glennu í sum-
ar með ferðalögum til landshluta
sem við ætluðum alltaf að vera búin
að heimsækja. Þetta var góð upp-
stytta í miðju samkomubanni og
indælt að hitta Íslendinga í upplýs-
ingamiðstöðinni okkar og spjalla á
móðurmálinu til tilbreytingar. Nú
kemur enginn ferðamaður og spjall
um bækur á bókasafninu hefur tek-
ið við í vinnunni. Á svo litlum stað
eins og Grundarfirði er hægt að
koma við í sögumiðstöðinni þar
sem finna má sýningar, bókasafn og
upplýsingamiðstöð, þó ekki nema
til að komast út og horfa út um aðra
glugga en heima hjá sér. Viðburð-
ir og mannamót hafa færst inn á
streymisveitur og allt í einu er heil-
mikið framboð af námskeiðum og
tónlistarviðburðum að velja úr og
bæta þannig við þekkingu sína og
þörf fyrir skemmtun og samskipti
við náungann.
Netheimar bjóða upp á samskipti
um menningarviðburði og hvatn-
ingu um hreyfingu úti eins og veður
leyfir. Hægt er að taka sér göngu-
ferð eða bíltúr á milli jólaglugga
hér í Grundarfirði, sem birtast nú
hver af öðrum, einn á dag til jóla.
Listaverk sem spretta upp úr veru-
leika eigenda glugganna og margir
uppgötva leynda eða gleymda hæfi-
leika á listasviðinu. Ákveðið var
að leggja saman krafta söngfólks í
bænum og Listvinafélags Grund-
arfjarðarkirkju til upptöku á jóla-
söngvum sem eru frumfluttir í syrp-
um, hvern sunnudag á aðventunni.
Á aðventukvöldi kirkjunnar verður
boðið upp á helgistund með hefð-
bundinni ræðu og söng í streymi
en helgistundum og messum hefur
verið streymt síðan fyrir páska. Það
mæðir mikið á aðalhljóðmanninum
okkar og organista kirkjunnar, hon-
um Mána, sem stýrir upptökum og
hljóðsetningu flestra streymisvið-
burða menningarlífsins í Grundar-
firði.
Máni er meðal margra brott-
fluttra barna okkar sem hafa farið
og menntað sig og komið heim aft-
ur, ýmist einn á ferð eða með fjöl-
skyldu sína en öll með kunnáttu og
framtakssemi sem þau nýta sér í
starfi hjá öðrum eða byggja upp sitt
eigið fyrirtæki. börnum er aftur far-
ið að fjölga í leik- og grunnskólun-
um okkar og þau hafa staðið sig vel
í nýjum sótthreinsuðum veruleika
Covid-19 tímans með kennurum
sínum og starfsfólki skólanna.
eftir fallegan bleikan október
breytir bærinn um svip með fjöl-
breyttari litum jólanna sem lífga
upp á sál og sinni okkar sem lif-
um þessa óvenjulega tíma með tak-
mörkuðum samskiptum við ná-
granna og ættingja í raunheimum.
bærinn er óvenju mikið skreytt-
ur og sumir settu ljósin upp fyrir
Rökkurdaga í lok október.
Torgtré bæjarins stendur nú ljós-
um prýtt á bæjarhólnum, upprunn-
ið úr brekkuskógi ofan við bæinn.
elstu trén þar eru komin yfir þrí-
tugt og eru mátulega stór fyrir okk-
ur Grundfirðinga sem fáum rífleg-
an skammt af hvassviðri sem feyk-
ir öllu burt sem ekki er vel fest eða
rótfast og er nú orðið langt síðan
síðasta „háa“ jólatréð brotnaði á
festingu sinni í stóra sunnan, sem
við köllum svo. svo miklar varúð-
arráðstafanir eru gerðar að hér fýk-
ur sjaldan nokkur hlutur hjá þeim
sem eru vanir veðrinu og veður-
spár eru farnar að vara sérstaklega
við þessu veðurfyrirbrigði í öllum
spám. Og þá fylgir með að, öfugt
við okkur hérna norðan megin, þá
fá þau sunnanfjalls ekki síðri „stóra
norðan“.
Veturinn er genginn í garð af
alvöru með frosti og snjó. Mörg
tækifæri eru gripin til að fitja upp á
hreyfingu og skautasvelli er þrykkt
upp þegar veðrið býður upp á
kuldakast á veturna. Fólk lítur
skíðasvæði snæfellsness hýru auga
en það er steinsnar frá grunnskól-
anum, ofan við bæinn og enginn
fúlsar við snjó og frosti sem á skíði
og sleða í geymslunni. sjósund eru
stundað af miklum móð í frosti og
kulda. Verðlaunin eru yndisfögur
fjallasýn og ánægjulogi í kroppinn
meðan kuldinn víkur fyrir hitanum
í bílnum.
Ég sendi Vestlendingum inni-
legar jólakveðjur með von um að
jólaljós og tónlist létti okkur lund-
ina sem lengst.
Jólakveðja frá Grundarfirði
Ljósin í
Grundarfirði
Hrannarstígur 18, íbúðir eldri borgara í Grundarfirði. Ljósmynd SuN.
Sunna Njálsdóttir, bókasafns- og upp-
lýsingafræðingur í Grundarfirði.