Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202044 Fréttaannáll ársins 2020 í máli og myndum höfn í sólinni utandyra. Meðal gesta voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem klippti á borðann og opnaði Vínlands- setur í Leifsbúð. Henni til aðstoðar við borðaklippinguna voru synir hennar tveir. sýningin í Vínlandssetrinu fjallar á fjölbreyttan hátt um landnám norrænna manna á Grænlandi og fund Ameríku löngu fyrir daga Kristófers Kólumbusar. Á sýningunni varpa ólíkir listamenn ljósi á ferðir forfeðra okkar til Grænlands og Vínlands. Deilt um nýtt hús Nokkrar deilur voru á árinu um nýbyggingu sem hýsa á leg- steinasafn í Húsafelli. Í kjölfar dóms Héraðsdóms Vesturlands í júlí lá um tíma í loftinu að rífa þyrfti húsið. Nú hafa málsað- ilar náð samkomulagi um að slíðra sverðin meðan unnið er að gerð nýs skipulags á svæðinu. Mótmæltu rýmra urðunarleyfi Nágrannar við sorpurðunina að Fíflholtum á Mýrum sendu í sumar stjórn fyrirtækisins harðorðar athugasemdir vegna frummatsskýrslu sem gerð hafði verið vegna áhrifa fyrirhug- aðrar aukningar á magni sorps sem urða má í Fíflholtum. Í athugasemdum þeirra sagði m.a. að mótmælt væri að gefið yrði leyfi til að urða allt að 25 þúsund tonnum árlega í Fífl- holtum í stað allt að 15 þúsund tonnum. Fram kom í frum- matsskýrslunni að með aukinni flokkun á sorpi rúmist áætl- að magn sorps af svæði sorpurðunar Vesturlands auðveldlega innan þeirrar heimildar sem nú er í gildi til ársins 2028. Undir málstað heimamanna tók einnig sveitarstjórn borgarbyggðar sem mælir ekki með að urðunarstaðurinn í Fíflholtum verði notaður til urðunar sorps af öðrum landshlutum. Kurr var í fulltrúum sumra annarra sveitarfélaga á Vesturlandi vegna þeirrar afstöðu. Laxveiðin upp og ofan Laxveiðisumarið var undir meðallagi á Vesturlandi að þessu sinni, þvert gegn væntingum sem gerðar höfðu verið fyrir upphaf tímabilsins. en sumt átti eftir að koma á óvart. Til- raunaveiðar hófust í Andakílsá í júlí þar sem eingöngu van- ir veiðimenn í ánni voru fengnir til veiðanna undir ströngum skilyrðum. er þetta í fyrsta skipti sem veitt er eftir umhverfis- slysið fyrir þremur árum. Þegar tilraunaveiðunum lauk höfðu 610 laxar veiðst í ánni. Það gera tíu laxar á stangardag sem lík- lega er langbesta veiðin per stöng á öllu landinu. Til saman- burðar voru innan við tveir laxar að meðaltali á stangardag í Haffjarðará, sem þó var fengsælasta á Vesturlands í sumar. Gott strandveiðisumar Aflaheimildir til strandveiða voru auknar þegar leið á sumar- ið um 720 tonn. Var heildaraflamark strandveiða því 11.820 tonn í sumar og hefur aldrei verið meira. Með þessari viðbót var komið til móts við mikla fjölgun báta sem róið hefur verið til strandveiða á þessu ári, en skráðir bátar voru 676, 47 fleiri en sumarið 2019. Gengu veiðarnar almennt vel en þeim lauk 19. ágúst. Fékkst almennt þokkalegt verð fyrir aflann. Bjarki Íslandsmeistari í golfi borgnesingurinn bjarki Pétursson, sem keppir fyrir GKG, varð í ágúst Íslandsmeistari í golfi. Hann lék á samtals 13 höggum undir pari, sem var nýtt mótsmet. bjarki lék lokadag mótsins á 68 höggum og sigraði af miklu öryggi, því næstu menn luku keppni á fimm höggum undir pari. Hann hafði tveggja högga forystu fyrir lokadaginn og hafði sama forskot eftir 12. holu. Þá setti bjarki heldur betur í fluggírinn, fékk fimm fugla í röð. Hann fékk síðan skolla á 17. holu en fugl á lokaholunni og setti þar með nýtt mótsmet. Mun þetta vera í fyrsta skiptið sem borgnesingar eignast Íslandsmeistara í golfi. Hlaupið fyrir Berglindi Það var mikið líf og fjör í stykkishólmi síðla í ágúst þegar haldið var áheitahlaup til stuðnings berglindi Gunnarsdóttur körfuknattleikskonu og læknanema. berglind slasaðist á hálsi og mænu í rútuslysi í upphafi þessa árs og hefur verið í stífu endurhæfingarprómmi. Það voru vinir hennar og velunnar- ar sem skipulögðu áheitahlaup með þátttöku hátt í hundrað hlaupara. Gleði og samkennd ríkti meðal íbúa í stykkishólmi, eins og lesa mátti í umfjöllun í skessuhorni. Hér er berglind ásamt fjölskyldu sinni. Kom sér upp merkjakerfi Helga Ólöf Oliversdóttir sjúkraliði á Akranesi sá það í byrjun Covid faraldursins síðasta vor að veiran myndi hafa afgerandi áhrif á samskipti og daglegar venjur fólks. Hún ákvað að fara í sjálfskipaða sóttkví. Fer ein á hverjum morgni í gönguferð, tekur með sér kaffibolla og kaffi og stillir bollanum upp í nátt- úrunni - og tekur mynd. Myndinni póstar hún svo á Facebook síðu sína, segist hafa með þessu móti getað látið vini og vanda- menn vita af sér á hverjum degi. Þessari iðju hefur hún haldið óslitið síðan alla morgna. er árrisul og hefur farið í sína dag- legu morgungöngu klukkan fimm að morgni. Á Vökudögum í haust mátti sjá fjöldan allan af myndum hennar á sýningu í gluggum tónlistarskólans. Stórflóð að nóttu til Nótt eina um miðjan ágúst varð skyndilegt flóð í Hvítá í borgarfirði. Náði það hámarki sínu um klukkan tvö aðfarar- nótt 18. ágúst þegar rennsli árinnar hafði á hálfum sólarhring nær þrefaldast, farið úr 95 rúmmetrum á sekúndu í 257 rúm- metra samkvæmt rennslismæli við Kljáfoss. ekki voru vitni að flóðinu meðan það var í hámarki, enda myrkur. Áhrifin voru þó vel sýnileg næsta dag þegar t.d. mátti víða finna dauð- an fisk á árbökkunum. Áin hafði víða flætt yfir bakka sína og skildi hvarvetna eftir aur og sand. Ástæða flóðsins var að ís- veggir uppistöðulóns, sem safnast hafði upp í vestanverðum jaðri Langjökuls, höfðu gefið eftir og ruddist gríðarlegt magn vatnsblandaðs jökulleirs fram af ógnarkrafti. Leitaði flóðið sér farveg í svartá, sem alla jafnan er þurr, rann sunnan við Haf- ursfell og þaðan niður í Hvítá á söndunum sunnan við Kal- manstungu. Hanna íþróttamannvirki á Jaðarsbökkum Í byrjun september var skrifað undir samning milli Akranes- kaupstaðar og Ask arkitekta um hönnun nýrra íþróttamann- virkja á Jaðarsbökkum. samningurinn byggir á vinnu starfs- hóps sem hefur unnið að málinu frá 2016. Forteikningar voru kláraðar 2019 og á þeim mun hönnun byggja. stefnt er að því að hönnun verði lokið í febrúar 2021 og verkið þá tilbúið til útboðs. eins og fjallað hefur verið um í skessuhorni er áform- að að nýtt íþróttahús með öllu tilheyrandi rísi milli Akranes- hallar og núverandi íþróttamiðstöðvar á Jaðarsbökkum. Þar sem núverandi íþróttasalur er verði byggð sundhöll með átta brautum. Íþróttamannvirkin á Jaðarsbökkum verða öll sam- tengd og einn inngangur að öllu íþróttasvæðinu. Nýtt íþrótta- hús verður fyrsti áfangi uppbyggingarinnar. Humarveiðar hafnar Í haust hófust tilraunaveiðar með humargildrur á Ingu P sH frá snæfellsbæ. eru veiðarnar á vegum Vinnslustöðvarinn- ar í Vestmannaeyjum. Hafa veiðarnar gengið vonum framar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.