Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 100

Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 100
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020100 „Það var í sjálfu sér engin tilviljun að ég fór í blaða- og fréttamennsku, sem ég hef starfað við í hartnær fjörutíu ár,” segir skagamaðurinn Haraldur bjarnason í upphafi sam- tals okkar. „Ég byrjaði snemma að taka myndir hér og þar í nær- umhverfi mínu á Vesturgötunni á Akranesi og var farinn að framkalla og stækka myndir 12-13 ára gam- all. bakterían var greinilega til stað- ar. Fyrstu kynni mín af blaðaútgáfu voru svo hjá skátafélagi Akraness þegar ég var á fimmtánda ári. Ég stóð þá fyrir útgáfu á skátablaði, sem hét súpan, ásamt Þorvaldi braga- syni og nokkrum fleirum. Kölluð- ust ritstjórnarfundirnir, eðli sínu samkvæmt, súpufundir. Þessi útgáfa okkar varði í rúm þrjú ár og vorum við með myndir og fréttir úr skáta- starfinu á Akranesi.“ síðan bættist við enn frekari útgáfa í tengslum við skátamót sem haldin voru hér á landi, bæði landsmót og mót sem haldin voru á vegum skátafélags Akraness. en þarna var ísinn brot- inn. Jafnvel þótt blaðamennska hafi löngum verið lágt skrifuð launalega er ákveðin spenna sem hún kveik- ir. Menn ílengjast því í starfi eins og raunin varð með Halla bjarna í tæpa fjóra áratugi. Við förum yfir ferilinn, sem spannar m.a. skáta- skrif, í bæjarblaðamennsku, svæðis- útvarp og þáttagerð. Byrjaði í skátunum „Á landsmótinu á Úlfljótsvatni árið 1974 var gefið út öflugt mótsblað, Úlli, sem var dagblað og kom út alla mótsdagana. Við tókum við- töl og myndir yfir daginn og unn- um svo úr því á kvöldin með því að vélrita viðtöl og greinar. Það var síðan sent áfram til offseprentara í Garðabæ og svo kom blaðið til- búið með mjólkurbílnum á Úlf- ljótsvatn snemma morguninn eft- ir. Við vorum nokkrir sem kom- um að þessu blaði. Þeirra á með- al Ólafur Þ. Harðarson, síðar pró- fessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, Magnús Jón Árnason kennari og síðar bæjarstjóri í Hafn- arfirði, Kolbeinn Árnason bróðir hans og Gunnar björnsson, síðar formaður samninganefndar ríkisins í ótal kjarasamningum. Ljósmynd- ari blaðsins var svo Jóhannes borg- fjörð birgisson, boggi, sem var fyr- irmyndin að hinni þekktu teikni- myndaspersónu Ragnars Lár, bogga blaðamanni. einhverjir fleiri komu að þessu blaði líka, sem ég man ekki lengur nöfn á. Á skátamóti í botns- dal á vegum skátafélags Akraness gáfum við út blað sem hét Glym- ur og á móti í skorradal gáfum við einnig út blað sem hét Ormurinn. Að áeggjan Guðbjartar Hannesson- ar, Gutta, ritstýrðum við Þorvaldur bragason svo í nokkur ár blaði fyr- ir eldri skáta, sem hét Foringinn, en á þessum árum var Gutti fram- kvæmdastjóri bandalags íslenskra skáta. Við Þorvaldur vorum svo beðnir að aðstoða líka við dagblað á landsmóti skáta á Úlfljótsvatni 1977 en það var talsvert minna í sniðum en hafði verið 1974. Þegar alheims- mót skáta, Jamboree, var svo hald- ið í Lillehammer í Noregi 1975 var ég í um 20 manna hópi blaðamanna dagsblaðsins á mótinu. Ferðin á þetta stóra og mikla mót var mjög eftirminnileg en mig minnir að hátt í 20 þúsund skátar allsstaðar að úr heiminum hafi sótt það. Norður- löndin sáu sameiginlega um mótið og þess vegna var það að við Íslend- ingarnir vorum víða í starfsmanna- hópnum. Við mótsblaðið voru auk mín þeir Jóhannes Reykdal útlits- hönnuður og Ólafur Hauksson, sem var einn af ritstjórunum. Fyrir utan skátablöðin kom ég að útgáfu nokkurra annarra blaða. Ég minn- ist þess t.d. að hafa ásamt sigþóri eiríkssyni ritstýrt blaði í tilefni af 50 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Kára árið 1972.” Símaskráin og Ferða- bókin eftirminnileg verkefni Haraldur segist hafa byrjað nám í prentsetningu hjá prentsmiðjunni Odda árið 1972 og lauk því 1976. „Oddi var og er ein stærsta prent- smiðja landsins og með einna fjöl- breyttustu prentunina. Meðal nýj- unga á þeim árum var prentun á samhangandi form, sem þurfti fyr- ir tölvuprentarana hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum. Þetta var prentað í rúlluprentvél. ekki má gleyma símaskránni, sem prent- uð var í Odda, í hundrað til tvö hundruð þúsund eintökum og kom það oft í hlut okkar lærlinganna að burðast með þetta níðþunga rit úr prentuninni út í sendiferðabíla. svo var bókaprentun auðvitað stór hluti verkefna hjá Odda og minn- isstæðast fyrir mig er að hafa tekið þátt í umbroti Ferðabókar eggerts og bjarna, sem var með vandaðri bókum sem unnar höfðu verið hér á landi í þá daga. Mest öll prent- un í Odda á þessum árum var blý- prentun en offsetprentunin var þó að koma þar inn fyrir þröskuldinn. Fyrsta prentsetningartölvan kom í Odda undir lok námstíma míns en hún var engin smásmíði og þakkti heilan vegg með öllum sínum ga- taspólum. Ætli hún hafi ekki verið svona tveggja metra há og þriggja til fjögurra metra löng.“ Reynslan gilti Að námi loknu vann Halli í stutt- an tíma í Prentsmiðjunni Hólum á seltjarnarnesi en kom svo aft- ur á skagann og réði sig til Prent- verks Akraness. „eftir að ég réði mig í Prentverkið á Akranesi hóf ég samhliða vinnunni að skrifa aðeins í blaðið Umbrot sem var fréttablað fyrir Akurnesinga sem starfsmenn í Prentverkinu gáfu út. Þar sem ég hafði reynslu, m.a. af útgáfunni hjá skátunum, lá beint við að skrifa í blaðið og aðstoða þannig vinnufé- lagana, sem gáfu blaðið út. Á þess- um árum var ekkert nám í blaða- mennsku á Íslandi og það var bara reynslan sem gilti.“ Prentuðu flokksblöðin eftir tvö ár hjá Prentverkinu stofn- uðu þeir Halli og Önundur Jónsson prentari prentsmiðjuna Prentbæ sem hafði aðsetur á efri hæð Vest- urgötu 48 á Akranesi. „Við höfð- um talsvert að gera og prentuðum meðal annars reikningseyðublöð og kvittanir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þá prentuðum við blöð nokkurra stjórnmálaflokka á Akra- nesi fyrir jól og kosningar; skagann fyrir Alþýðuflokkinn, Dögun fyr- ir Alþýðubandalagið og bresa fyrir Framsóknarmenn. Þegar við keypt- um prentvélarnar fyrir Prentbæ fylgdi með blaða- og bókapressa, sem var reyndar í heldur lélegu ástandi en Önundur náði að koma henni í gott lag svo hún var notuð fyrir blaða- og bókaprentun.“ Bæjarblaðið stofnað eftir stofnun Prentbæjar var útgáfa fréttablaðs eitt af því sem þeir fé- lagar vildu koma af stað á Akranesi. „Ég setti mig í samband við nokkra skagamenn á svipuðum aldri, sem ég vissi að hefðu áhuga á slíkri út- gáfu; þá Andrés Ólafsson, Gunn- laug björnsson og sigþór eiríks- son. Þeir sýndu þessu strax áhuga. Hlaut blaðið nafnið bæjarblaðið en blað með því nafni hafði kom- ið út á Akranesi um 30 árum áður. Fyrsta tölublaðið kom út haustið „Engin tilviljun að ég lagði blaða- og fréttamennsku fyrir mig“ Rætt við Skagamanninn Harald Bjarnason um ferilinn í fjörutíu ár Halli við blýsetningarvélina í Prentbæ 1980. Ungur skátablaðamaður að taka við- tal við Kristján Eldjárn, forseta Íslands, á landsmóti skáta 1974. Við skriftir í skátablaðið Súpuna, í kompu sem hýsti ritstjórnarskrifstofuna, í Skátahúsinu á Akranesi. Bæjarblaðsritstjórinn. Haraldur ásamt Ingu Rósu Þórðardóttur við útsendingu á svæðusútvarpi RÚV á Austurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.