Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 75

Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 75
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 75 Stilla í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/ sá. svæðinu að sameina snæfellsnes- ið í eitt sveitarfélag. eigi sveitarfé- lag að vera íbúavænt og geta boðið upp á þá þjónustu sem að fjölskyld- ur og einstaklingar vilja hafa í sinni heimabyggð, þá þarf að vera ákveð- inn íbúafjöldi til staðar svo hægt sé að reka þá þjónustu hvort sem það er heilbrigðisþjónusta, skólaþjón- usta, félagsþjónusta, íþróttir eða menning,“ segir Halldór enn frem- ur. en hvernig er hljómgrunnur í Hólmurum fyrir sameiningu sveit- arfélaga á snæfellsnesi? „Ég myndi ætla það, þó ég viti það ekki fyr- ir víst, að Hólmarar séu hvað já- kvæðastir fyrir sameiningu,“ svar- ar Halldór og spyr þá blaðamaður því hvað þyrfti að gerast til að fólk á snæfellsnesi öllu sjái kosti þess að sameina sveitarfélögin. „Fólk þarf að ræða saman og kynnast betur. Það var stórt skref þegar sveitarfé- lögin sameinuðust um framhalds- skóla í Grundarfirði, það kom öll- um til góða. Í sameinuðu sveitar- félagi væri hægt að dreifa þjónust- unni á milli bæjarkjarnanna. Það er í sjálfu sér auðvelt því fjarlægðirn- ar eru stuttar á milli og það eykur samskipti að þurfa sækja einhverja þjónustu í næsta byggðarkjarna þó það sé innan sama sveitarfélagsins,“ bætir hann við. „Vegasamgöngurn- ar á snæfellsnesi eru orðnar það góðar að það tekur vel innan við klukkutíma að aka frá stykkishólmi yfir á Hellissand.“ Starfaðu þar sem þér líður best Átta fyrirtæki með sterka tengingu við stykkishólm hafa stofnað nýtt félag sem hefur það að markmiði að taka á leigu og endurleigja starfsað- stöðu fyrir einstaklinga, eins kon- ar skrifstofu- og frumkvöðlaset- ur. sem formaður atvinnu- og ný- sköpunarnefndar í stykkishólmsbæ er Halldór afar spenntur fyrir þessu verkefni. „Fjarskiptatæknin er orð- in það þróuð að þú ert ekki bundinn við ákveðið skrifborð í þinni vinnu. Þegar við tölum um fjölskyldu- væna starfsmannastefnu, þá skipt- ir máli hvar þér líður best. starfaðu þaðan. Þetta er það sem stjórnvöld hafa verið að tala um og kalla störf án staðsetningar. Núverandi ríkis- stjórn hefur þá stefnu, að auglýsa ný störf án staðsetningar. Þetta byrjaði áður en Covid skall á en ég held að Covid hafi náð að sannfæra fleiri og fleiri að þetta er ekki eins fjarstæðu- kennt eins og margir héldu. Þess vegna viljum við í stykkishólmi út- búa starfsumhverfi þar sem starfs- fólk fyrirtækja eða frumkvöðlar geti komið og verið með sína starfsað- stöðu, deilt áhugamálum og um- ræðu með hvort öðru þó svo það vinni hjá ólíkum fyrirtækjum sem hafi höfuðstöðvar á ólíkum stöð- um. Það sem skiptir máli er að hafa góða starfsaðstöðu, fundaaðstöðu og samfélag til þess að deila skoð- unum. Þetta er það sem við höf- um áhuga á að koma á fót í stykk- ishólmi. Kjörorðið er: brottflutt- ir Hólmarar – komið heim!“ segir Halldór. Ferðamannabærinn Stykkishólmur stykkishólmur hefur lengi verið mikill ferðamannabær og algjört skyldustopp ferðalanga á snæfells- nesi. bærinn hefur verið miðstöð ferðaþjónustu við breiðafjörðinn. Flóabáturinn baldur hefur verið með siglingar yfir fjörðinn í árarað- ir. „Með opnun Þjóðgarðsins snæ- fellsjökuls og aukinni þjónustu og uppbyggingu þar hefur snæfells- neshringurinn orðið sívinsælli hjá ferðafólki, en þá er stykkishólmur ekki í leiðinni. Þú þarft að gera þér sérstaka ferð þangað. Þess vegna þurfa Hólmarar að halda mjög vöku sinni eigi Hólmurinn áfram að vera mikilvægur áfangastaður,“ brýnir Halldór. „Í stykkishólmi eru hágæða veitingahús og gististaðir sem bjóða upp á góða og notalega gistingu. síðan hefur verið afþrey- ing í siglingum um breiðafjörð, en afþreyinguna má bæði auka og gera hana fjölbreyttari. Ferðaþjónustu- aðilar í stykkishólmi eiga að taka sig saman og koma í framkvæmd fjölbreyttari afþreyingu fyrir ferða- manninn. saman verða þeir sterk- ari,“ bendir Halldór á. „Auðvitað vantar alltaf fjármagn til að gera eitthvað stórt en svo er líka hægt, með hugvitinu og samtakamætti, að láta sér detta ýmislegt í hug sem kostar ekki mikið en er eftirsóknar- vert,“ bætir hann við. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er hægt að finna nóg til þess að fá fólk til að staldra við í stykkishólmi. Hólmur- inn hefur svo margt upp á að bjóða fyrir utan það að vera fallegt bæjar- stæði. Þar er heitt vatn, íþróttaað- staða, sundlaug, golfvöllur og hag- stætt matarverð í bónus. svo nátt- úrlega þessa möguleika sem eyj- arnar hafa, sem er vannýtt auðlind. styrkleikar stykkishólms eru marg- ir, staðsetningin, náttúran í kring, breiðafjörður og gott og fjölbreytt mannlíf,“ segir Halldór að lokum. glh. Ljósm/ aðsendar og úr einkasafni. Hjónin niðri við höfnina í Stykkishólmi með Súgandisey í baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.