Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 68
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202068
„Ég hef alltaf verið mjög félagslynd.
Ég mætti á minn fyrsta skátafund
níu ára gömul fyrir tilstilli Fríðu
frænku, eða Málfríðar Þorvalds-
dóttur föðursystur minnar, sem var
skátaforingi í skátafélagi Akraness
til fjölda ára,“ segir sigríður ei-
ríksdóttir í samtali við skessuhorn.
Hún hefur ásamt því að vera virk
í félagsmálum lagt ýmsum góðum
málum lið, eins og Hollvinasam-
tökum Heilbrigðisstofnunar Vest-
urlands, í gegnum tíðina auk þess að
starfa í Félagi eldri borgara á Akra-
nesi. Hún var í hópi fyrstu skipti-
nema sem fór til bandaríkjanna frá
Íslandi og kynntist þar meðal ann-
ars lífi Amish fólks í Pennsylvan-
íu, sem er grein af trúarhreyfingu
mannonita sem stunda landbúnað
og lifa einföldu lífi og klæðast fatn-
aði sem fólk klæddist í evrópu á 17.
og 18 öld. Hún rak ásamt eigin-
manni sínum fyrirtækið Vignir G.
Jónsson ehf. sem er öflugt fyrirtæki
í lagmeti og eitt farsælasta fyrirtæki
landsins í hrognavinnslu. sigríður
hefur haft ánægju af að ferðast og
segir okkur í stuttu spjalli frá sín-
um áhugaverðustu stöðum sem hún
hefur komið til.
Virk í skátum
„Ég hef allar götur síðan ég var níu
ára starfað innan skátafélags Akra-
ness en þó með hléum því ég bjó er-
lendis um tíma og fór út sem skipti-
nemi í eitt ár. en í dag er ég virk
í starfi svannasveitarinnar, sem er
félagsskapur eldri skáta á Akranesi,
en þar eru um 90 konur starfandi
í góðum félagsskap. skátastarfið
hefur alla tíð gefið mér mjög mik-
ið og margar dýrmætar minningar
úr starfinu og frá skátamótum víðs
vegar um landið að ógleymdum
botnsdalsmótunum sem skátafé-
lag Akraness hélt inn í Hvalfirði
um árabil. „Ég hef verið svo hepp-
in að að hafa létta lund og það hef-
ur verið mér farsælt í gegnum líf-
ið. „sól úti, sól inni, sól í hjarta og
sól í sinni,“ syngjum við oft saman
á skátafundum. Hugsa ég oft um
þessar ljóðlínur úr þessum kveð-
skap þegar ég hef átt skemmtilegar
stundir í félagsstarfi og getað látið
gott af mér leiða á öðrum vettvangi.
Þrátt fyrir allt eru það við sjálf sem
gerum okkur hamingjusöm og að
læra að njóta líðandi stundar. Það er
undir okkur sjálfum komið hvern-
ig við tökum á þeim verkefnum og
uppákomum sem verða á vegi okk-
ar. Þess vegna tel ég svo mikilvægt
öllum að taka þátt í félagsstarfi sem
fellur að hverjum og einum og dreg
ekki úr mikilvægi þess að rækta góð
vinasambönd.“
Í sama saumaklúbbi frá
12 ára aldri
„Varðandi vinasamböndin er gam-
an að segja frá því að við vorum
tíu vinkonur og bekkjarfélagar úr
1944 árganginum sem höfum verið
saman í saumaklúbbi síðan við vor-
um 12 ára gamlar. Á fyrstu árun-
um varð saumaklúbburinn að heita
eitthvað og var skólabróðir okkar,
Guðjón heitinn bergþórsson, ekki
lengi að finna nafn á klúbbinn sem
honum fannst viðeigandi, en það
var „Tíu á tali.“ Við vinkonurn-
ar í saumaklúbbnum höfum haldið
vel hópinn og ferðast saman innan-
lands sem utan og gert okkur eitt
og annað til skemmtunar. Þá er ár-
gangurinn allur mjög samhentur og
hittist nú árlega í seinni tíð og við
förum í dagsferð saman. Auk þess
hef ég lengi tengst góðum vinahópi
þar sem við hittumst og syngjum og
borðum sama og höfum við einnig
ferðast mikið.“
Fjölbreytt starf
í FEBAN
sigríður er í stjórn Hollvinasamtaka
HVe og virk í starfi eldri borgara á
Akranesi. Hún segir það afar gef-
andi að vera í stjórn hollvinasam-
takanna. „Það er virkilega ánægju-
legt að sjá og finna allan þann hlý-
hug sem er til Hollvinafélags HVe,
en þann hlýhug sýna bæði félaga-
samtök og einstaklingar á Vestur-
landi. Afrakstur þess er m.a. full-
komið sneiðmyndatæki sem búið
er að kaupa og fjölmörg ný sjúkra-
rúm.“
sigríður viðurkennir að hún hafi
verið ein af þeim sem í fyrstu hafi
sýnt starfi eldri borgara á Akranesi
lítinn áhuga þegar hún sjálf náði
eftirlaunaaldri. „Ég var alltof ung
fyrir þann félagsskap, að eigin mati.
en ég lét síðan tilleiðast að fara á
línudansæfingar hjá félaginu og fór
svo á mót með línudanshópnum
sem haldið var á Kanaríeyjum. eftir
þá ferð sá ég loksins hversu ánægju-
legt þetta var og fólkið lífsglatt og
skemmtilegt sem var í þessu. Ég
hvet því alla þegar þeir komast á
eftirlaunaaldur að kynna sér starf-
semi FebAN. Ég get fullyrt að þar
finna allir eitthvað við sitt hæfi og
ekki er verra að koma inn í starf-
semi félagsins fyrr en seinna. starf-
andi er kór, bókaklúbbur, spila-
klúbbur, pútt, boccia og gönguhóp-
ur og leikfimi undir frábærri stjórn
Önnu bjarnadóttur svo eitthvað
sé nefnt. Nú styttist í að starfsemi
FebAN færist í nýtt og glæsilegt
húsnæði að Dalbraut 4 á Akranesi
og verð ég að hrósa stjórnendum
Akraneskaupstaðar fyrir það hversu
vel þeir hafa staðið að uppbygg-
ingu á aðstöðu fyrir eldri borgara á
Akranesi.“
Var í hópi
fyrstu skiptinema
Árið 1962 var sigríður ein í hópi
þeirra fyrstu sem fóru erlendis sem
skiptinemar á vegum Þjóðkirkjunn-
ar. „Þetta var heilmikið ævintýri að
fara sem skiptinemi til bandaríkj-
anna á þessum tíma. Mig minnir að
hópurinn sem ég fór með hafi verið
annar hópurinn sem fór til banda-
ríkjanna sem skiptinemar. Fljót-
lega eftir að ég fékk það staðfest
að ég kæmist til dvalar sem skipti-
nemi hafði Páll Gíslason skátafor-
ingi á Akranesi samband við mig og
bauð mér að fara á skátamót í Finn-
landi. Ég var lengi á báðum áttum
og var að hugsa um að hætta við að
fara sem skiptinemi. en sem bet-
ur fer ákvað ég að láta slag standa
og fór til Pennsylvaníu þar sem ég
dvaldist í Leola sem er í Lancas-
ter County. bara það eitt að fljúga
til bandaríkjanna var ævintýri út af
fyrir sig. Flugvélin fór frá Reykja-
víkurflugvelli og lenti síðan í Kefla-
vík til þess að taka eldsneyti og aft-
ur var millilent á Nýfundnalandi til
að taka eldsneyti að nýju eftir flug-
ið yfir Atlantshafið áður en lent var
í New York. Ég var síðan afskap-
lega heppin með fjölskylduna sem
ég dvaldi hjá og reyndist hún mér
vel.“
Meðal Amish fólks
Í Lancaster County er ein fjöl-
mennasta byggð Amish fólks í
bandaríkjunum. „Við bjuggum eig-
inlega úti í sveit fyrir utan borgina
Lancaster og var Amish fjölskylda
sem bjó á býli við hliðina þar sem
ég bjó. Fjölskyldan mín átti vini
meðal Amish fólksins og kynnt-
ist ég því í gegnum þau. ein þeirra
kom ásamt dóttur sinni og heim-
sótti mig á Akranes í sinni einu ut-
anlandsferð um ævina og þurfti að
fá sérstakt leyfi til þess að fljúga til
Íslands þar sem trúarhefð Amish
fólksins leyfði því ekki að fljúga.“
Það var algerlega nýr heimur sem
blasti við ungu stúlkunni frá Akra-
nesi þegar hún kom til bandaríkj-
anna. „Ég man eftir því að það voru
sóttir ferskir ávextir út í garð og
heimalagaðar niðursoðnar ferskj-
ur voru á boðstólum. Ég gekk að
sjálfsögðu í skátanna ytra. Það voru
fundir reglulega og einnig fórum
við einu sinni í viku og aðstoðuðum
á heimili fyrir fjölfötluð börn. Ég
fór þarna í framhaldsskóla, High
school, sem hét Connestoga Valley
og var þar á lokaári og útskrifaðist
þaðan með jafnöldrum mínum. Ég
hef síðan haldið góðu sambandi við
fjölskylduna og afkomendur þeirra
og einnig við vini sem ég eignað-
ist og hafa nokkrir þeirra komið og
heimsótt mig til Íslands.“
„Mikilvægt öllum að taka þátt í félags-
starfi og rækta góð vinasambönd
Spjallað við Sigríði Eiríksdóttir á Akranesi sem í dag nýtur efri áranna
Sigríður Eiríksdóttir.
Hjónin ásamt vinahópi í ferð við Taj Mahal á Indlandi. Frá vinstri: Rósa Halldórs-
dóttir, Sigríður Eiríksdóttir, Valdimar Lárusson, Vignir G. Jónsson, Nína Áslaug
Stefánsdóttir og Daníel Daníelsson.
Eiríkur sonur Sigríðar ásamt fjölskyldu sinni. Katrín Björk, Vignir Gísli, Ólöf Linda Ólafsdóttir eiginkona Eiríks og Eiríkur
Hilmar.