Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202034
Fréttaannáll ársins 2020 í máli og myndum
þótt veðurham hefði verið spáð og sterklega varað við ferða-
lögum. Hluti hópsins þurfti að grafa sig í fönn og taldi fólk-
ið þetta verða sitt síðasta. Margir voru orðnir afar kaldir og
hraktir þegar björgin barst. Lögregla rannsakaði í kjölfarið
ástæður þess að farið var með ferðafólk í fyrrgreinda ferð. Um
vítavert gáleysi var að ræða af hálfu ferðaþjónustufyrirtækis-
ins.
Oft var bræla
síðasta vetrarvertíð var erfið sjómönnum sem gera út frá
snæfellsnesi. sífelldur lægðagangur einkenndi tíðarfarið. Oft
þurfta því að sæta lagi til að ná að róa og komast að landi fyr-
ir næsta hvell. Fiskverð var gott í fyrravetur og því má segja
að sæta hafi þurft lagi. Þegar veður gekk niður eftir kvöldmat
einn daginn í janúar var haldið til sjós frá Ólafsvík, en veð-
urspá gerði ráð fyrir blíðu fram í morgunsárið og síðan vax-
andi vindi þegar liði á morguninn. Þá var glufan hins veg-
ar nýtt í þaula. Kristinn HU kemur hér til hafnar í Ólafsvík í
leiðindaveðri. Aflinn var um 12 tonn.
Þrjú stór snóflóð féllu
á Vestfjörðum
Á tólfta tímanum að kvöldi þriðjudagsins 14. janúar féllu alls
þrjú stór snjóflóð á Vestfjörðum; tvö á Flateyri og eitt úr fjall-
inu handan suðureyrar í súgandafirði. Það flóð olli flóðbylgju
sem skall á höfninni og strandlengjunni við þorpið á suður-
eyri. enginn slasaðist á suðureyri en eignatjón var talsvert. Á
Flateyri féllu tvö stór snjóflóð með tveggja mínútna millibili
um svipað leyti. Annað úr skollahvilt en hitt úr Innra-bæj-
argili. Flóðvarnargarðar í hlíðinni ofan við þorpið tóku það
mesta úr báðum flóðunum, en þó fóru spýjur yfir garðinn. Í
öðru tilfellinu lenti flóð á húsi við Ólafstún. Fjórir voru þar
inni; kona og tvö ung börn sluppu en unglingsstúlka grófst
undir snjó í herbergi sínu. Heimamenn í björgunarsveitinni
höfðu snör handtök og tókst að grafa niður á stúlkuna á inn-
an við hálftíma. Var hún lítið slösuð og bar sig vel þegar fjöl-
miðlafólk ræddi við hana næsta dag. ekki urðu því slys á fólki.
Hins vegar var eignatjón á Flateyri gríðarlegt, einkum á höfn-
inni þar sem flóðið olli flóðbylgju sem sökkti flestum bátun-
um sem voru í höfninni, skemmdi flotbryggju og sópaði með
sér olíutönkum og öðru lauslegu. einnig varð tjón á landi á
bílum, mannvirkjum, gámum og fleiru. Óhætt er að segja að
óhug hafi sett á landsmenn minnugir mannskæðra slysa af
völdum náttúruhamfara.
Kjötlokumálið reyndist
fúsk eftirlitsaðilans
Fyrirtækinu Kræsingum ehf. í borgarnesi, áður Gæðakokk-
um, voru í janúar á þessu ári dæmdar skaðabætur úr ríkissjóði,
alls 69 milljónir króna auk vaxta og kostnaðar, vegna óná-
kvæmra og rangra vinnubragða Matvælastofnunar við sýna-
töku úr framleiðslu fyrirtækisins í byrjun árs 2013. Þetta sjö
ára ferli hefur tekið verulega á í rekstri fyrirtækisins eins og
lesa mátti um í ítarlegu viðtali í skessuhorni. Fyrirtækið var
að ósekju „tekið af lífi“ eins og sannanlega mætti kalla það,
fyrir það eitt að eftirlitsmenn höfðu ekki staðið rétt að reglu-
legri sýnatöku af framleiðslu fyrirtækisins. eigendur ákváðu
að breyta um nafn og halda áfram starfsemi en leituðu jafn-
framt réttar síns fyrir dómstólum þar sem þeir unnu fulln-
aðarsigur. Á meðfylgjandi mynd eru tengdafeðgarnir Magnús
Níelsson hjá Kræsingum og Ágúst Örn Guðmundsson að út-
búa fyrstu þorrabakkana úr húsi í janúar á þessu ári.
Húsnæðismál oft í fréttum
segja má að húsnæðismál hafi oft borið á góma í fréttum árs-
ins. Í janúar sögðum við t.d. frá því að leigufélagið Heima-
vellir sagði upp húsaleigu allra þeirra sem leigðu af fyrirtæk-
inu íbúðir í fjölbýlishúsinu Holtsflöt 4 á Akranesi, alls 18 fjöl-
skyldum. Fyrirtækið hafði nokkrum árum áður keypt þessar
íbúðir á sérkjörum af Íbúðalánasjóði og leysti út gríðarleg-
an hagnað með að selja eignina og vísa leigjendum út á Guð
og gaddinn. Fleiri íbúar fjölbýlishúsa í bæjarfélaginu lentu í
sambærilegum vandræðum og um tíma var útlitið svart því
ljóst var að mikill skortur yrði á leiguhúsnæði. Töluverð upp-
bygging íbúðarhúsnæði hefur verið á Akranesi á árinu og hluti
þeirra íbúða farið á leigumarkaðinn, þannig að segja má að úr
hafi ræst með samstilltu átaki verktaka, bæjaryfirvalda og ríkis.
Á árinu var stofnað opinbera leigufélagið bríet í eigu ríkisins.
Hlutverk þess er að bæta virkan leigumarkað á landsbyggð-
inni í samstarfi við sveitarfélög. slíkar íbúðir eru nú farnar
að rísa.
Lögreglan nýtir tæknina
Á árinu tók Lögreglan á Vesturlandi í notkun nýjar bifreið-
ar enda mikilvægt að viðbragðsbílar séu ávalt traustir. Þá tók
lögreglan einnig í notkun þrjá hitasjónauka á árinu, búnað
sem hannaður er sérstaklega fyrir lögreglu. Hitasjónaukar eru
nú á Akranesi, borgarnesi og á snæfellsnesi, staðsettir í út-
kallsbílum og nýtast t.d. við leit að týndu fólki. Þá er sömu-
leiðis hægt að rekja spor og sjá í bílslysum hvort setið hefur
verið í öllum sætum bifreiðar, ef einhver hefur kastast út, og
er þá farið að leita ef myrkur er. Lögregla á með hitasjónauka
að geta greint manneskju sem gefur frá sér hita í 1,3 km fjar-
lægð. búnaðurinn er mjög fullkominn, spor sjást í görðum ef
þau eru nýleg og ef einhver leggur lófann á vegg og horfir síð-
an á vegginn í gegnum hitasjónaukann þá sést lófafarið. Hita-
sjónaukar sem þessir hafi verið notaðir af viðbragðsaðilum og
reynst vel. Nefna má að í jarðeldum í Norðurárdal í vor kom
hitasjónauki að góðum notum við að meta útbreiðslu elds og
skipuleggja þannig slökkvistarfið. Meðfylgjandi mynd er úr
hitasjónauka sem settur var í dróna og sýndi slökkviliðsbíla og
jaðar eldsins í Grábrókarhrauni.
Andrea er Skagamaður ársins
Tilkynnt var á þorrablóti í vetur að Andrea Þ. björnsdóttir
væri skagamaður ársins 2019. Andrea hlaut verðlaunin fyrir
óeigingjarnt starf sitt við aðstoð við þá sem glíma við alvar-
leg veikindi. Andrea hefur selt ýmsan varning, mest þó lakkr-
ísafskurð frá Góu. Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta skipti
sem hún er verðlaunuð fyrir mannúðarstörf sín, en hún var
kjörin Vestlendingur ársins 2016, af lesendum skessuhorns,
fyrir starf sitt í þágu sjúkra og annarra sem þurft hafa aðstoð.
Á þessu ári hefur Andr-
ea fengið til liðs við sig
ýmis fyrirtæki og ein-
staklinga sem kost-
að hafa lakkrískaup til
áframsölu. Hún hefur
með þeim hætti safn-
að um þremur milljón-
um króna á árinu, pen-
ingur sem runnið hefur
til þeirra sem þurft hafa
vegna veikinda.
Víða leynast
hætturnar
Við greindum frá því í
febrúar að sprengjusveit
Landhelgisgæslunnar
gerði þá óvirka sprengju
sem geymd hafði verið
ásamt öðrum safngrip-
um á byggðasafninu í
Görðum á Akranesi frá
1978, handfjötluð reglu-
lega og sýnd almenningi.
sprengja þessi var upp-
haflega úr el Grillo, ol-
íubirgðaskipi sem sökkt
var á seyðisfirði í síðari
heimsstyrjöldinni, en gefandi sprengjunnar á safnið taldi hana
vera óvirka. Önnur sprengju úr sama skipi hafði verið geymd á
safni í Vestmannaeyjum og var einnig eytt á árinu. „sprengju-
sérfræðingar LG töldu sig nokkuð vissa að sprengjan væri virk
en vildu leita af sér allan vafa. svo fékk ég þau skilaboð nokkr-
um dögum síðar að hún hefði verið eyðilögð vegna þess að
hún hafi verið „vel“ virk. Mér var tjáð að lítið væri eftir af
henni, þannig að ég tel nokkuð víst að hún hafi verið sprengd
upp,“ sagði Jón Allansson safnstjóri í Görðum í samtali við
skessuhorn í febrúar.
Íbúar reikna með
fækkun sveitarfélaga
Á árinu greindum við frá ýmsum skýrslum og könnunum sem
gerðar hafa verið og snerta okkur íbúa á Vesturlandi. Í skýrsl-
unni „Atvinnulíf á Vesturlandi árið 2040 - sviðsmyndir um
framtíð atvinnulífs á Vesturlandi til ársins 2040,“ sem KPMG
vann fyrir ssV, voru meðal annars birtar niðurstöður net-
könnunar meðal íbúa í landshlutanum. svarendur voru beðn-
ir um að leggja mat á það hversu mörg sveitarfélög þeir telja
að verði á Vesturlandi árið 2040. Í dag eru tíu sveitarfélög í
landshlutanum og íbúafjöldi um 16.500. Meðalsvar þátttak-
enda var að fimm sveitarfélög verði á Vesturlandi árið 2040.
68% telja að þau verði sex eða færri. Þegar könnunin var gerð
hafði hvorki landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga né Al-
þingi samþykkt ályktun um að mæla með að samþykkja þings-
ályktunartillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveit-
arfélaga. Þar er m.a. miðað við að lágmarks íbúafjöldi sveit-
arfélaga verði 250 fyrir næstu kosningar til sveitarstjórna og
að þeir verði eitt þúsund árið 2026. Nú þegar tillagan hefur
verið samþykkt munu að öllum líkindum a.m.k. sex af núver-
andi sveitarfélögum á Vesturlandi þurfa að sameinast öðrum,
komi ekki til nægilegrar íbúafjölgunar fyrir árið 2026. sveit-
arstjórnaráðherra kynnti frumvarp um fækkun sveitarfélaga í
febrúar. samkvæmt því verður lágmarksíbúafjöldi í sveitarfé-
lagi 250 árið 2022 og 1000 árið 2026.