Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 48

Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202048 Kveðjur úr héraði Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en þau voru fyrr á dögum hugsuð sem nokkurs konar ítarefni með jólakveðjum. Í jólabréfum voru, auk þess að senda kveðju til heimilisfólks, sagðar fréttir úr sveitinni. Skessuhorn leitaði nú sem fyrr til ellefu valinkunnra kvenna víðsvegar af Vesturlandi og voru þær beðnar að senda lesendum jólabréf úr sínu heimahéraði. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Efnistök voru gefin frjáls og því kennir nú sem fyrr fjöl- breytni í þessum vinalega og góða sið. mm Í fyrstu fannst mér eins og það væri ekki hægt að skrifa neitt um árið 2020, það hefði bara ekkert gerst af því að það mátti ekkert gera, og ef það mátti gera eitthvað var það alltaf takmörkunum háð. en þegar ég hafði hugsað málið stutta stund fór ég að muna að árið er ekki alveg undirlagt Covid-takmörkunum og sorgarfréttum því tengdu. Dalamenn gerðu allskyns hluti sem veiran náði ekki að stöðva, sumu urðum við að breyta örlítið og einhverju þurftum við að fresta eða aflýsa alveg. Veiran hefur ennþá ekki náð til okkar hér í Dölunum, en það er jú talað um að þegar hún kemur, nær hún til flestra mjög fljótt, en í svona litlum samfélögum eru tengingar á milli íbúanna frekar nánar. Við fengum góða pásu frá Covid-takmörkunum í sumar og gátum haldið upp á 17. júní með hógværri pompi og pragt, og bæjarhátíðin okkar Heim í búðardal fór fram í rólegheitum með viðburðum og skemmtunum. skátarnir gátu haldið félagsútilegu, Vínlandsetrið opnaði í Leifsbúð og einhverjir gátu fermst. svo hófst skólinn að nýju eins og alltaf um svipað leyti og bændur þustu út um allar trissur í leit að fé sínu. Við fermdum einmitt dóttur okkar birnu Rún seint í ágúst. Það var einn af betri dögum ársins. Flestir þeir sem okkur þykir vænst um samankomnir í yndislegu veðri og allir að passa sig og aðra. en það er einmitt eitt af því sem ég hef saknað hvað mest í þessu ástandi sem veiran hefur haldið okkur í, öll mín fjölskylda býr fyrir sunnan og það hefur aldrei liðið eins langt á milli samverustunda eins og nú. Jólin 2019 virðast svo nýliðin, en samt er komið að jólum 2020. Kannski er einhver sannleikur í því að tíminn líði mun hraðar eftir því sem maður verður eldri, allavega leið tíminn aldrei neitt þegar ég var 30 árum yngri. Desember var reyndar alltaf fljótur að líða, kannski vegna þess að þá var allt á fullu og við krakkarnir tókum þátt í flestu því sem fram fór á aðventunni. Í minningunni var líka alltaf töluverður snjór og því mikið um að vera í Árbænum þar sem ég ólst upp, meðal annars við snjóhúsabyggingar, gangnagerð og virkisframkvæmdir og annað slíkt, með hinum krökkunum í portinu. Ég er alin upp við töluvert fastheldnar jólahefðir eða þar til ég var 12 ára, þá breyttist allt við andlát mömmu. Jólasveinarnir á Þjóðminjasafninu voru fastur liður eins og venjulega. Við mættum alltaf þegar kveikt var á jólatrénu við Austurvöll, sóttum kirkju, bökuðum sömu sortirnar ár eftir ár, elduðum sama matinn, skreyttum tréð á Þorláksmessu og sátum í sömu röð í jólamyndatökunni. Á mínum fullorðinsárum, eða allt frá okkar Ingvars fyrstu jólum, hefur okkur ekki tekist að gera einn hlut eins á milli ára, nema það að á jóladagsmorgun sitjum við með heitt súkkulaði og smákökur og opnum gjafirnar frá mínu fólki, sú hefð komst á þegar eggert Kári sonur okkar var lítill og við nenntum ekki að taka allar gjafirnar hans með upp í sveit til foreldra Ingvars og nú er það þannig að börnin okkar vilja ekki breyta þessu. Ég á ótrúlega margar góðar jólaminningar, frá því að ég var lítil eru þær flestar eins, bara mismunandi kjólar og einu sinni heimasaumaðar grænar flauelsbuxur með hvítri skyrtu og grænni slaufu. Ég man líklega best eftir fyrstu jólunum okkar Ingvars þegar ég var tvítug og lagið blue Christmas með elvis Presley ómaði í höfðinu á mér alla hátíðina, en þá vorum við tvö ein í Danmörku, borðuðum kalt hangikjöt, kartöflumús, grænar baunir og rauðkál sem ég hafði aldrei kynnst á aðfangadag. Við seinkuðum klukkunni um klukkutíma til að halda jól á sama tíma og fjölskyldurnar heima og það var enginn sem sagði viltu rétta mér þetta eða hitt. spurningin, „eigum við að vaska upp áður en við opnum pakkana,“ var örvæntingarfull leið til að brydda upp á samræðum, en við vorum auðvitað ekki lengi að vaska upp tvo gaffla, tvo hnífa og annað sem við notuðum. eftir að við opnuðum gjafirnar fórum við út að hjóla, en það var einmitt þurrt og fremur hlýtt í veðri þetta aðfangadagskvöld. Jól höfum við svo haldið á sjúkrahúsi með son okkar, nokkur höfum við haldið hjá foreldrum Ingvars og mörg þeirra var ég að vinna á hjúkrunarheimilinu silfurtúni fram yfir kvöldmat. Við höfum prufað nýjan mat og börnin okkar borðað banana af því maturinn var svo vondur og við höfum tvisvar haft skiptinema, dreng frá sviss annars vegar og kaþólska stúlku frá Frakklandi sem einmitt sögðu okkur frá gjörólíkum siðum en við þekkjum. Það sem mig langar helst af öllu er að börnin mín muni frá jólum barnæskunnar er gleði, samvera og þakklæti. Mig langar að þau finni að það skiptir engu máli hvar þú ert eða í hverju, bara að þú sért að njóta þess að aðrir njóti með þér. Óska ég svo Dalamönnum öllum og öðrum lesendum skessuhorns gleðilegrar hátíðar og yndisstunda með þeim sem þið elskið. Katrín Lilja Ólafsdóttir Það er ótrúlegt hvað það er orð- ið stutt á milli jóla, eða það finnst mér að minnsta kosti. Tíminn æðir áfram og maður er rétt að byrja að njóta hverrar árstíðar þegar hún er liðin og önnur hefur tekið við. Ég hef verið svo heppin í gegnum tíðina að hafa átt gleðileg jól og spennandi aðventu. Frá því að ég man eftir mér hefur tilhlökkun ver- ið allsráðandi þegar jólin nálgast. Margar góðar minningar koma upp í hugann frá yngri árum sem gaman er að rifja upp. Ýmsar hefð- ir hafa fylgt mínum jólum alla tíð. Jóladregillinn minn fer upp á hverju ári, kerta engill á aldur við mig fer á hilluna og bakstur og þrif eru sjálfsögð. Ég verð samt örlítið hófstilltari í þeim efnum með ár- unum. Það var margt sem stigmagnaði jólaspenninginn hjá lítilli sveita- stelpu í gamla daga. borgarnes- ferðin var þar fyrirferðamikil en hún var farin í nóvember svo að hægt væri að ganga frá og senda allar gjafir tímanlega. Já, jólaferðin, það var bara farin ein ferð og öllu reddað. Það var líka bakað mikið fyrir jólin og yfirleitt sömu upp- skriftirnar. smákökur, rúllutertur, lagtertur, kleinuhringir, tertur og auðvitað flatkökur. sódakaka með rauðum matarlit var svo sjálfsögð á aðfangadag, gömul hefð frá ömmu sem enn er höfð í hávegum. Já, þetta var á þeim tíma þegar heimilisfólkið var á annan tug hér í Hallkelsstaðahlíð. Lyktin úr reykkofanum þar sem hangikjötið var reykt minnti líka á að jólin voru að koma. Í minning- unni var snjór, tunglsljós og blíða þegar farið var í kofann, kvölds og morgna, til að bæta moði á eld- inn. Hreingerningar voru teknar með áhlaupi en aldrei var byrjað að skreyta fyrr en á Þorláksmessu. eftir mjaltir og gegningar var far- ið niður í kjallara og kassarnir með jólaskrautinu teknir fram. Þá var gömlum vinum fagnað sem höfðu legið í ,,fríi“ allt frá síðustu jólum. Jólakveðjurnar, ilmurinn af hangi- kjötinu og sterkjan af bóninu inn- sigluðu að jólin væru að koma. Lyktin af greninu toppaði svo allt. Aðfangadagurinn var svo dag- ur spennu og biðar. Klukkan sex voru allir komnir í sitt fínasta púss nema sú sem sá um mjaltirn- ar það kvöldið. Kveikt var á kert- um í hverju herbergi og hátíðleik- inn fyllti húsið. Allir hlustuðu á messuna og renndu yfir jólakortin um leið. Fjósverkin tóku, að mér fannst, meiri tíma þennan dag en samanlagt allt árið. eins var fólkið mjög lengi að borða og gaf sér tíma í allt mögulegt sem tafði fyrir því að pakkarnir væru opnaðir. Allt tók þetta þó enda, pakkarnir opnaðir og allir nutu þess í rólegheitum að skoða gjafirnar. Aðfangadagur var svo kvaddur með mikilli kökuveislu og súkkulaði undir miðnætti. Hina jóladagana var svo lífinu tekið með ró, mikið lesið, spilað og spjallað. Þó svo að jólin hafi verið mun lágstemmdari á þessum árum þá eru þetta jólin sem oftast koma uppí hugann. Það er nefnilega andinn sem verður að vera sannur. Dýrar gjafir og glamúr gera lítið ef andinn er ekki einlægur. Jólin í ár verða öðruvísi hjá ansi mörgum sem ekki geta notið sam- vista með sínu fólki. Það er mikil- vægt að hugsa hlýlega til náungans og leggja sitt af mörkum til að all- ir geti fundið gleðina í jólhátíð- inni. Tökum okkur tíma í símtöl við ættingja og vini sem við höfum ekki hitt lengi. Munum að það eru ekki allir sem eiga þess kost að nota samfélagsmiðla til að senda og taka á móti jólkveðjum. Lítil kveðja á jólakorti getur breytt svo miklu og gefur til kynna að eftir sé munað. bjartsýni, þakklæti og góðvild mun fleyta okkur áfram á nýju ári. Héðan úr Hnappadalnum sendi ég ykkur einlægar óskir um nota- lega aðventu, gleðilega jólahátið og farsæld á nýju ári. Sigrún Ólafsdóttir, Hallkelsstaðahlíð. Jólakveðja úr Dalabyggð Margar góðar jólaminningar Sigrún í kjöltunni hjá mömmu við snyrtiborðið. Jólakveðja úr Kolbeinsstaðahreppi Jólin þau koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.