Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 62
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202062
Hann virðist þurfa að sofa skem-
ur en aðrir og viðurkennir raunar
að svo sé. Kemur ótrúlega mörgu í
verk á hverjum sólarhring, hvar sem
hann ber niður. segir að handhægt
gæti verið að hafa eiginleika skóg-
arbjarna, leggjast í híði í nokkra
mánuði og geta svo bara vakað
hina. Hann hafi aldrei átt erfitt með
að sofna í tíu mínútur, ef þess hef-
ur þurft, en veit ekki hvernig hann
stillir klukkuna, svo svefninn verði
ekki lengri. sveitungarnir segja að
hann eigi ekki nei í sinni orðabók,
enda er hann með eindæmum bón-
góður maður. sest er í eldhúsið í
Hlöðutúni í stafholtstungum og
raktar garnirnar úr brynjólfi Guð-
mundssyni, þúsundþjalasmið, sem
þar býr ásamt konu sinni, sæunni
elfu sverrisdóttur. Þau eiga saman
fjögur börn og fjögur barnabörn og
það fimmta á leiðinni.
Skólaganga
brynjólfur er fæddur og uppalinn
í Hlöðutúni og sótti grunnskóla-
nám sitt að Varmalandi, hvar hann
var í átta vetur, þar af sjö í heima-
vist og einn í heimankeyrslu. „Það
vildi þannig til að þegar ég var í
öðrum bekk var skólinn sprung-
inn og ákveðið að létta á hon-
um á þann hátt að við sem bjugg-
um við svokallaðan borgarhrepps-
legg vorum keyrð heim daglega.
Það var sem sagt heimavistin sem
var sprungin. Inn í hvert herbergi
voru komnir 5-6 nemendur en þau
báru í raun bara fjóra. Þann vet-
ur þrammaði maður hér niður af-
leggjarann í veg fyrir skólabílinn
dag hvern, og var svo keyrður heim
að afleggjara að skóla loknum. Þess
utan var ég í heimavistinni og lík-
aði það bara ágætlega. Ég var hepp-
inn með herbergisfélaga sem voru
þeir sömu alla mína tíð í skólanum.
Þegar horft er til baka, tel ég að
mikil kennsla hafi átt sér stað, því
við byrjuðum kl. 8.30 og vorum að
til kl. 16 á daginn. síðan var útitími
í klukkustund og svo lesstund þar
á eftir. Það var reynt að sjá til þess
að allir myndu læra fyrir næsta dag.
Við byrjuðum reyndar fremur seint
í skólanum á hverju hausti, svona
mánaðarmótin sept-okt, og vorum
til viku af maí, svo það var mikið
áframhald á meðan á skóla stóð. Á
kvöldin var einskonar félagsmála-
kennsla og tómstundir. elstu bekk-
irnir máttu mæta á ungmenna-
félagsfundi og til þess að sleppa
við að fara að sofa og fá betra með
kaffinu mættu krakkarnir vel,“ segir
brynjólfur kíminn og heldur áfram.
„Þar fékk maður fyrstu kennsluna í
að halda ræðu sem dæmi og það var
alltaf einn úr elstu bekkjunum sett-
ur þar í stjórn. Fólk hefur búið að
þessu. Með stjórnarsetunni lærð-
ist það t.d. að skrifa fundargerð nú
eða sinna gjaldkerastörfum og jafn-
vel að vera formaður. svo þetta var
hið besta mál.“ Að loknum skól-
anum í Varmalandi fór brynjólfur
einn vetur í Reykjaskóla í Hrúta-
firði. Þar var líka heimavist en lítið
farið heim nema í jóla- og páskafrí
því þetta var býsna langt á þessum
árum. „Ég varð að taka eitthvert
próf til að komast áfram í skóla,
og ég kaus að fara þangað sem mér
fannst gott. Það kynntist ég Hún-
vetningum, en hefði kannski frek-
ar náð að kynnast borgfirðingum
ef ég hefði farið í Reykholt, sem í
sjálfu sér var einnig gott, en ég kaus
þetta.“
Vildi prófa að
verða bóndi
eftir próf frá Reykjaskóla, var
brynjólfur vetrarmaður í einn vet-
ur hjá Önnu brynjólfsdóttur, föð-
ursystur sinni á Gilsbakka, sem var
gríðarlega góð reynsla og fór síð-
an í bændaskólann á Hvanneyri.
Inntökuskilyrðin voru að nemandi
væri orðinn 17 ára. Hann dvaldi
svo annan vetur á Gilsbakka eftir að
bændaskólavetrinum lauk. „Ég var
alltaf ákveðinn í að prófa að vera
bóndi og vildi því fara í bændaskól-
ann. Hugurinn stóð ekkert endi-
lega til þess að verða kúabóndi
en það æxlaðist þannig. Var ekk-
ert rosalega spenntur fyrir kúnum
á unglingsárum en það voru alltaf
kýr og kindur hér í búskapartíð for-
eldra minna.“
Þegar brynjólfur kemur út úr
bændaskólanum var ekkert bjart
yfir í landbúnaðinum, alls kyns
hömlur og kvóti. „Það urðu miklar
breytingar þarna á þessum árum í
kringum 1980. Kerfið sprakk í raun
og þá þurfti að skera flatt niður af-
tur þegar farið var úr búmarkinu
yfir í fullvirðisréttinn. Það lá fyrir
að þurfti að endurnýja fjósið, hið
gamla sem byggt var 1951 var
orðið barn síns tíma. Þá voru ein-
nig sérstakir tímar. ekki mátti kau-
pa nema ákveðið magn af sementi
ár hver. Því þurfti að kaupa helm-
inginn af sementinu árið áður. Því
var svo umstaflað reglulega yfir ve-
turinn, til að harðnaði ekki í poku-
num. Fokheldisvottorðið var síðan
alla jafnan gefið út tímalega, til að
fá stofnlánadeildarlán. einu sinni
var slíkt vottorð víst gefið út heldur
mikið snemma, þar sem bara var
komin rauðamöl og aldrei var byg-
gt meir. Það varð allt vitlaust í ker-
finu,“ og brynjólfur skellihlær.
Nýtt fjós byggt
Hjónin byrja að byggja nýtt fjós
árið 1999 því þá voru horfur ekki
svo slæmar, hvorki í búskap né í
efnahagsmálum. Þau höfðu ætlað
að byrja fyrr en fengu ekki fyrir-
greiðslu. Á svipuðum tíma eru þau
einnig að kaupa jörðina. Inn í nýja
fjósið er svo flutt í febrúar 2001.
„Það var verið að taka langan tíma
í þetta til að gera sem mest sjálfur,
sem svo sem er bara reikningsdæmi
hvort hafi verið hagstætt. en þarna
hafði kvótinn hækkað um helm-
ing og hækkaði enn frekar svo þá
kom upp spurning hjá okkur hvað
ætti að gera? Það var varla í boði
að reyna að kaupa meiri kvóta, það
kostaði sitt, svo við förum að velta
fyrir okkur hvort við ættum hrein-
lega að hætta bara, selja gripi og
kvóta. Við tókum tvö ár í að hugsa
þetta og hættum að mjólka í febrú-
ar 2005. Þá er kvótinn í hámarki
verðlega og verðið orðið galið fyrir
þá sem ætluðu að búa. en við þurft-
um einnig að spá í fleiri hluti. Hvað
ætti að gera við byggingarnar? eitt-
hvað þarf að nýta þetta og einhverja
vinnu þurftum við líka að hafa. Það
var alveg möguleiki að breyta þessu
í hótel en það hefði orðið enn meiri
binding en kýrnar. Og það hefði
kostað enn meiri fjárfestingu. svo
var kannski svolítið erfitt fyrir okk-
ur að reka hótel svona enskufötluð.
svo niðurstaðan varð sú að breyta
fjósinu og hlöðunni í geymsluhús-
næði. Það var ódýrast og fyrirhafn-
arminnst.“ strax um haustið 2005
voru byggingarnar orðnar tilbúnar
sem geymslur fyrir aftanívagna,
húsbíla, hjólhýsi og jafnvel búslóð-
ir. Það kom þeim á óvart hvað mikil
eftirspurn var eftir þessu, því hús-
næðið fylltist á þremur árum. „Fjar-
lægðin frá Reykjavík truflar ekki að
því er virðist og við erum með gott
húsnæði, uppsteypt og upphitað.
Það heillar líka marga.“
Breytt staða
eins og fyrr er nefnt virðist brynj-
ólfur hafa fleiri tíma í sólarhringn-
um en margur, þótt hann kvarti
yfir því að vanta helst tíma. er þau
hjón ákveða að bregða búi var kom-
inn upp breytt staða. Hann byrjar
á að fara í hnakkaviðgerðir hjá er-
lendi sigurðssyni og jafnframt að
keyra skólabíl í Varmalandsskóla.
„Það var auðvitað stór ákvörðun að
hætta að búa, vinkilbeygja í lífinu.
Hér hafi verið búskapur á jörðinni
í margar aldir, en er svo sem ekk-
ert óþekkt í sveitinni að fólk bregði
búi. búskapur hefur breyst mikið,
ekki síst kúabúskapur. Og ég hef þá
trú að kúabúum eigi bara eftir að
fækka og búin að stækka. en á þess-
um tíma velti ég einnig fyrir mér
að fara í rafvirkjun, það var einn
möguleikinn, en gerði það svo ekk-
ert. Þegar við hættum búskapnum,
þá var auðvitað komin breytt staða.
Að fara í nám hefði auðvitað þýtt að
ég hefði verið tekjulágur um tíma
en síðan vonandi ekki mikið meira.
en á þessum tíma fóru fljótlega að
þyrpast að mér beiðnir um ýmis-
konar stjórnarsetur og fleira slíkt.
Ég var reyndar orðinn ritari í stjórn
Vf. Norðurár og sat þar frá árinu
2001-2016. Árið 2005 byrja ég síð-
an að starfa fyrir hitaveitu stafholts-
tungna og varð þar hitaveitustjóri.
Á þessum tíma var eiginlega kom-
inn tími á rörin sem flytja vatnið svo
dótið byrjar að bila og við þurftum
að hefja endurnýjun á lögnunum.
Það reiknaði enginn með því að
þurfa að fara að leggja hitaveituna
upp á nýtt, 15 árum eftir stofnun.
Það var mikið hringt í mig á tíma-
bili út af vatnsskorti og einn íbúi
sagði einu sinni að þar væri farið í
bað þegar væri vatn,“ og brynjólfur
brosir að endurminningunni. „en
vandinn hefur líklega verið tvenns-
konar. Kannski var ekki vandað nóg
til í upphafi en ekki síst að hitinn á
vatninu var svo mikill að þessi plast-
rör sem notuð voru í upphafi, þoldu
hann einfaldlega takmarkað. Lögn
úr stáli var það dýr á þessum tíma
að það kom ekki til álita. Þegar mest
var, gátu bilanir farið upp í 30 á ári,
þá gat þetta orðið svolítið leiðinlegt
fyrir alla. en hitaveitan hjá okkur
er sjálfseignar fyrirtæki, bændurn-
ir eiga þetta. Og krafan er auðvi-
tað sú að þetta sé ódýrt og í lagi. Nú
eru komin önnur röraefni og verðið
hefur líka breyst frá því sem var, svo
í dag er t.d. ódýrara að leggja sverari
lagnirnar í stál heldur en plast, sem
skiptir miklu máli fyrir okkur vegna
hitastigsins á vatninu.“
Sólarhringurinn mætti að sönnu vera lengri
segir Brynjólfur Guðmundsson í Hlöðutúni
Brynjólfur Guðmundsson í Hlöðutúni með hnakkaframleiðslu sína.
Systkinin í Hlöðutúni bjuggu við þau forréttindi að eiga stóran sandkassa sem var
sandeyrar Norðurár. Hér er Brynjólfur á yngri árum.
Hjónin í Hlöðutúni, Brynjólfur og Sæunn Elfa Sverrisdóttir, við mjaltir í nýja fjósinu
árið 2000.