Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 97
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 97
Guðrún Fjeldsted frá Ölvaldsstöð-
um í borgarhreppi er vel kunnug
skötuveislunni á Hundastapa og er
hún ein þeirra sem passar sig á að
taka daginn frá á Þorláksmessu til
að mæta í veisluna. síðustu ellefu ár
hefur hún mætt galvösk til Agnes-
ar og Dóra full tilhlökkunar „Þetta
er mikið tilhlökkunarefni allt árið.
stemningin í veislunni er einstök
og móttökurnar engu líkar. Þarna
hittir maður Dalamenn, unga og
aldna, borgfirska bændur auk eg-
ilsættarinnar og fleira áhugavert
fólk sem gaman er að spjalla við um
lífið og tilveruna á meðan maður
ryður í sig skötunni, hamsatólginu,
kartöflunum og ekki síst nýbakaða
rúgbrauðinu frá húsfreyjunni. Tala
nú ekki um brennivínið sem bætir
og kætir! en nú verða aldeilis sorg-
leg jól hjá mér,” segir Guðrún döp-
ur í bragði þar sem útlit er fyrir að
engin skötuveisla verði í ár út af dá-
litlu.
Þekkir hjónin vel
Guðrún hefur þekkt húsfreyjuna á
Hundastapa, hana Agnesi, alveg frá
því hún var í skóla með syni henn-
ar sigga í barnaskóla á Varmalandi.
„Dóri og siggi hafa verið vinir í
gegnum árin, báðir miklir áhuga-
menn um tæki og bíla. Það er allt-
af gaman þegar Dóri og strákarn-
ir koma í heimsókn. Þá fara fram
líflegar umræður um nýjustu trak-
tora, vörubíla og rútur. Þá eru
ekki síðri umræður heldur en þeg-
ar hestamenn ræða sín mál,“ bæt-
ir hún við en Guðrún rekur með-
al annars reiðskóla á bænum sín-
um fyrir börn og unglinga yfir
sumartímann. „Núna verður mað-
ur að láta sig dreyma um að kom-
ast í skötuveislu á næsta ári og ylja
sér við gamlar minningar frá fyrri
veislum.“
Minnir á
skerpikjötveislu
skötuveislan á Hundastapa er orð-
in að rótgróinni hefð hjá Guðrúnu
og hennar fólki og er árið nánast
skipulagt í kringum þennan árlega
viðburð. „Þetta er orðinn fastur
punktur hjá minni fjölskyldu. Þessi
hefð minnir mig mikið á skerpi-
kjötveislur sem ég hef upplifað í
Færeyjum. Þvílík er gestrisnin á
Hundastaða enda er húsfreyjan hálf
færeysk,“ segir Guðrún og blaða-
maður forvitnast umhvort einhver
veislan hafi staðið upp úr frekar en
aðrar. „Fyrsta skiptið sem ég fór í
skötuveisluna þá hreinlega borðaði
ég yfir mig og var á leiðinni heim.
Þá bar Agnes fram þvílíkar hnall-
þórur. Það var ekki hægt að neita
að smakka þær! Ég var varla búin
að jafna mig á yfiráti á aðfangadag,“
segir hún létt í lund. Guðrún gefur
skötunni hjá Agnesi og Dóra hæstu
mögulegu einkunn. „Alltaf passlega
kæst og söltuð. ekki spillir að hafa
nýbakað rúgbrauð eftir Agnesi og
smjöri,“ segir hún dreymin að end-
ingu.
glh.
Á tímum atvinnuleysis og samdrátt-
ar er mikilvægt að hvetja fyrirtæki
til framþróunar og arðbærra fjár-
festinga. samfélagið þarf á virkri at-
vinnuþróun, fjölgun starfa og verð-
mætasköpun að halda. Aðstæður kalla
á að stjórnvöld fari í aðgerðir sem
styrkja atvinnulífið í bráð og lengd.
Auk hvata og stuðnings við nýsköpun
þarf aðgerðir til að halda atvinnulíf-
inu gangandi, koma í veg fyrir stöðn-
un, skapa nýjar tekjur og störf hratt.
Þingmenn Framsóknarflokks-
ins hafa þess vegna lagt fram tillögu
um ríkisábyrgð á viðspyrnulán til at-
vinnuþróunar. Í tillögunni er lögð
áhersla á að veita allt að 200 milljón
kr. ábyrgð á lán til fjölbreyttra at-
vinnuþróunarverkefna hjá ólíkum
aðilum. Ríkisábyrgð yrði veitt fyrir
allt að 70% lánsfjárhæðar samkvæmt
nánari útfærslu. Til að aðgerðin hafi
marktæk áhrif við að örva útlán til at-
vinnusköpunar þarf heildarupphæð
lána sem njóta ríkisábyrgðar nema að
lágmarki 10 – 15 milljörðum króna.
Betur má ef duga skal
Ríkisstjórnin hefur nú þegar bætt
verulega í fjárveitingar til nýsköpun-
ar og unnið er að endurskipulagningu
nýsköpunarumhverfisins. stjórn-
völd hafa þegar farið í ýmsar mikil-
vægar aðgerðir til að viðhalda fyrir-
tækjum og verkefnum, almennar að-
gerðir á borð við frestun gjalddaga,
stuðningslán með ríkisábyrgð, tekju-
fallsstyrki og viðspyrnustyrki og stór-
aukið framlög til nýsköpunar. Þrátt
fyrir ofangreindar aðgerðir er þörf
á almennari hvötum til tekju- og at-
vinnusköpunar sem komast hratt til
framkvæmda.
Tillögunni er ætlað að bregðast við
vísbendingum um að niðursveiflan
í hagkerfinu magnist vegna þess að
fyrirtæki hafi ekki aðgang að láns-
fjármagni fyrir góð og arðbær verk-
efni. Með aðgerð af þessu tagi gætu
stjórnvöld gefið skýr skilaboð um að
framtíðin á Íslandi sé björt og stigið
nauðsynlegt skref til að örva atvinnu-
lífið, draga úr atvinnuleysi og glæða
hagkerfið.
Atvinnuþróun skapar
verðmæti
Hvatinn sem felst í ríkisábyrgðum
ætti að geta nýst fyrirtækjum af öll-
um stærðum og gerðum þó verk-
efnin sem ráðist verður í verði flest
lítil og meðalstór. Þetta eru verkefni
sem lánveitendur teldu vænlegan fjár-
festingarkost í hefðbundnu árferði en
gjalda nú fyrir óvissuna. Íslenskt sam-
félag hefur ekki efni á að bíða eft-
ir að faraldurinn líði hjá heldur þarf
framþróun og nýting tækifæra að
halda áfram. Aðgerðinni er ekki ætlað
að raska samkeppni heldur styðja við
þróun og uppbyggingu í sem flestum
greinum sem geta skapað verðmæti
og gjaldeyristekjur fyrir samfélagið.
Má þar nefna iðnað, skapandi grein-
ar, þróun umhverfislausna, landbún-
að, fiskeldi, kvikmyndagerð, sjávar-
útveg og afleiddan tæknigeira, heil-
brigðisþjónustu og lyfjaiðnað, auð-
lindanýtingu o.fl.
Þingmenn Framsóknarflokksins
hafa lagt fram fleiri mál til eflingar at-
vinnulífsins, s.s. endurskoðun á laga-
umhverfi fyrir smávirkjanir, breyt-
ingu á búvörulögum til að heimila
samstarf afurðastöðva í kjötiðnaði,
aðgerðaáætlun um nýtingu þörunga,
tillögu um mótun efnahagslega hvata
til að efla ræktun orkujurta á Íslandi
og tillögu um mótun klasastefnu sem
nú er komin í vinnslu. eitt er víst að
Íslendingar hafa dugnað, þekkingu
og þor en við þurfum að tryggja fjár-
magn til atvinnuuppbyggingar.
Áfram veginn.
Halla Signý Kristjánsdóttir og
Líneik Anna Sævarsdóttir
Höf. eru þingmenn Framsóknar-
flokksins
Að þeir sem eldri eru séu að kvarta
undan ungu kynslóðinni er ekk-
ert nýtt, í raun er þetta eldgöm-
ul hefð sem nær langt aftur í ald-
ir. elsta skráða heimildin sem ég
hef séð er þegar Aristóteles er að
kvarta undan þeim ungu fyrir um
það bil 2400 árum síðan - en mig
grunar að kvartað hafi verið und-
an þeim ungu í babýlon, við smíði
pýramídans í Giza og jafnvel með
orgum og óhljóðum mannapa til
forna. Ég ætla hinsvegar ekki að
kvarta undan ungu kynslóðinni hér
í þessum pistli - þvert á móti vil ég
segja ykkur frá því hvað unga fólk-
ið kom mér gleðilega á óvart í síð-
ustu viku.
Í 28 ár hefur það tíðkast í borgar-
nesi að í desember fái grunnskóla-
krakkar að setja upp og sjá um jóla-
útvarp Óðals FM 101,3. Ég man
hvað ég var ótrúlega spenntur að
fá að taka þátt í þessu sem barn og
unglingur, sérstaklega man ég eftir
andvökunóttunum þar sem ég var
að hugsa um hvernig handrit við
ættum að skrifa og hvaða tónlist við
mættum velja. Að vísu valdi ég að
tala um geimverursamsæri og að
spila suður-ameríska panflaututón-
list, en við þurfum ekkert að fara
dýpra í það. Það sem skiptir máli í
þessu er að þetta er frábært verkefni
í útvarpinu. Þetta gefur ungmenn-
um tækifæri til að koma hugsunum
sínum niður á blað sem og að æfa
sjálfstraustið og framsögu með því
að deila þessu með hlustendum.
Frá því í haust hef ég verið svo
heppinn að fá að vinna í Heiðarborg
í Hvalfjarðarsveit og í 301 Félags-
miðstöðinni í Heiðarskóla. Út af
Covid hefur því miður mörgu ver-
ið frestað eða aflýst fyrir blessuðu
ungmennin, og mér hefur fundist
það voða leitt að útskýra af hverju
ekki er hægt að halda ball eða fara
í ferð, eitthvað sem var bara sjálf-
sagður hlutur í minningum okkar
sem eldri eru þegar við hugsum til
baka til þessara „bestu ára“ í gaggó.
Ég var þess vegna voða glaður þeg-
ar Kristín Valgarðsdóttir í Grunn-
skólanum í borgarnesi bauð ung-
mennunum okkar á miðstigi og
unglingastigi að vera með í útvarp-
inu þetta árið.
Í borgarnesi byrja krakkarn-
ir venjulega að skrifa handrit sem
hluta af íslenskuáfanga í nóvember
og æfa sig vel áður en útvarpið byrj-
ar í desember, en við vorum með
aðeins styttri fyrirvara. Þau hérna í
Heiðarskóla fengu að vita af þessu á
föstudegi og á mánudegi og þriðju-
degi áttum þau að vera tilbúin að
fara í upptökur. Út af covid var
skiljanlega ekki hægt að fara í beina
útsendingu í borgarnesi. Það voru
auðvitað ekki allir sem vildu vera
með, en samt þónokkuð af brosandi
andlitum sem voru alveg staðráðin í
að vera tilbúin eftir helgina.
eftir skólatíma á mánudegi var
ég mættur með hljóðnema og aðr-
ar upptökugræjur og búinn að setja
upp heimagert hljóðver í hann-
yrðastofunni í Heiðarskóla. Það
hafði ekki verið tækifæri til að lesa
yfir handritin þannig að ég vissi
ekkert hvaða efni þau höfðu valið
fyrir þættina sína. Ég fór bara yfir
svona almennar kurteisisreglur og
sagði að það væri alveg eðlilegt að
finna fyrir spenningi og galsa, og
ef eitthvað færi úrskeiðis þá gæti ég
klippt þetta til áður en við sendum
þetta í útvarpið. Við byrjuðum að
taka upp og ég varð alveg gáttað-
ur, þessir dásamlegu krakkar komu
mér svo á óvart.
skemmtilegar pælingar um jól-
in og lífið komu upp, en svo komu
hugleiðingar um trú, fíkn, þung-
lyndi, einelti, sjálfsmyndir, kyn-
vitund og jafnrétti. Allt þetta ein-
kenndist af virðingu gagnvart hvort
öðru og einlægri beiðni um að við
reynum að sýna hvort öðru skiln-
ing. Ég varð bara alveg orðlaus.
Þarna var ég tilbúinn að taka upp
eitthvað léttmeti og klippa inn ein-
hver jólalög, en í staðinn var ég bara
skælbrosandi og kinkandi kolli yfir
öllu því sem kom frá þessum ungu
spekingum.
Það er kannski hægt að kvarta
undan skjánotkuninni og auðvitað
glíma sum ungmenni við vandamál
og valda okkur áhyggjum - en eitt-
hvað eru foreldrar, forráðamenn
og skólar að gera rétt. Þegar ung-
menni okkar fá tækifæri til að koma
skoðunum sínum á framfæri þá er
alveg magnað að sjá þau taka svona
jákvæð og þroskuð efnistök, í stað-
inn fyrir geimverusamsæri og pan-
flautur. Það er greinilegt að þau
hafa hjartað á réttum stað. Kannski
ætti að snúa hinu fornkveðna, að
ungur nemur og gamall temur, á
haus - kannski er kominn tími á að
við hlustum og lærum líka af þeim
sem yngri eru. Ég held að þrátt fyr-
ir erfiða tíma í dag, að ef við bara
hlustum og tökum tillit til visku
allra kynslóða, þá getur framtíðin
okkar verið björt.
Geir Konráð Theódórsson
Pstiill - Geir Konráð Theódórsson
„Alltaf passlega kæst og söltuð“
Heyrt í Guðrúnu Fjeldsted, fastagesti í skötuveislunni á Hundastapa
Guðrún Fjeldsted mætir ár hvert í skötuveisluna á Hudastapa. Ljósm. Skessuhorn/hb.
Ungur temur,
gamall nemur
Pennagrein
Tillaga um
hvatningu til
atvinnuþróunar