Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202042 Fréttaannáll ársins 2020 í máli og myndum fermetra sem fyrir voru undir gleri. Flutt var inn forsmíðað hús frá Hollandi sem jafnframt var, að sögn Þórhallar bjarna- sonar garðyrkjubónda, fyrsta húsið sem hann byggir sem hannað er sérstaklega fyrir raflýsingu. Þótt raflýsing sé í öðr- um húsum voru þau ekki hönnuð með hana í huga. Nýtt fimleikahús tekið í notkun Í haust var nýtt fimleikahús tekið í notkun við Vesturgötu á Akranesi. Um er að ræða 1.640 fermetra hús sem byggt var við gamla íþróttahúsið. Hluti aðstöðu í gamla húsnæðinu var auk þess endurbætt, múrverk lagað og húsið málað. Í sal nýja hússins er gryfja og steyptir áhorfendapallar auk þess sem hægt er að horfa niður í salinn frá áhorfendasvæði þar sem gengið er inn á áhorfendapallana en þar eru stórir gluggar niður í bæði nýja og gamla salinn. Gömlu búningsklefunum var breytt þar sem áður voru fjórir klefar eru nú orðnir sex og nýjum sturtum komið fyrir undir áhorfendapöllum fim- leikahússins. Inngangi sem snýr að brekkubæjarskóla var lok- að og notaður sem skógeymsla og á móti kom nýr inngang- ur þar sem gamli inngangurinn var uppá þekjuna. Frístund brekkubæjarskóla verður áfram í íþóttahúsinu og færist nú á áhorfendasvæðið en þar var sett upp lítil eldunaraðstaða sem nýtist til að útbúa smá bita fyrir krakkana í frístund og fim- leikafélagið getur verið með litla veitingasölu þar þegar mót standa yfir. Friðlýstu elstu byggingar á Bifröst Í vor voru friðlýst elstu skólahúsin á bifröst í borgarfirði. Menntamálaráðherra tók ákvörðun þar að lútandi að feng- inni tillögu Minjastofnunar Íslands. Friðlýsingin tekur til ytra borðs samkomuhúss frá 1950, veggfastra innréttinga í sam- komusal og setustofu samkomuhúss, Kringluna, ytra borðs tengigangs milli samkomuhúss og gistiálmu auk veggmyndar á tengigangi eftir Hörð Ágústsson listmálara. Ninja var Rödd fólksins 2020 skagastelpan Nina sigmundsdóttir flutti lagið „I’d rather go blind“ í útgáfu beyonce í netsöngkeppni samfés í vor og bar hún sigur úr býtum í netkostningu um titilinn Rödd fólksins 2020. Ninja er 14 ára nemandi í 8. bekk Grundaskóla á Akra- nesi. Fyrirkomulag keppninnar í ár var með þeim hætti að keppendur sendu inn myndbönd af söngnum og dómnefnd valdi þrjú efstu sætin, en einnig var netkosning sem allir gátu tekið þátt í. Eldsvoðar á árinu eldsvoðar voru tíðir á árinu. sjötug kona lést þegar íbúðar- húsið á Augastöðum í Hálsasveit brann í október. Í byrjun maí kom upp eldur á efri hæð íbúðarhússins á snartarstöð- um í Lundarreykjadal. Hjón og börn þeirra komust út eftir að heimilishundurinn vakti þau, engum varð meint af. bæði húsin eyðilögðust í þessum eldsvoðum. Í byrjun júlí kom upp eldur í ruslageymslu milli tveggja húsa á Akranesi. Nærri lá að eldurinn næði að læsa sig í húsin, en á síðustu stundu tókst að koma í veg fyrir alvarlegt tjón. eldur kom upp í atvinnu- húsnæði í Grundarfirði í nóvember, sem hýsir listasmiðju, og urðu töluverðar skemmdir. Nýtt laugarhús í byggingu Í haust var byrjað að byggja nýtt laugarhús við Hreppslaug í skorradal. Það gamla var rifið. Laugin sem byggð var á ár- unum 1928-29 var friðuð 2014 vegna sögulegs gildis henn- ar. Hafa félagar í Ungmennafélaginu Íslendingi hlúð vel að henni í áranna rás og ákváðu, með stuðningi sveitarfélaganna á svæðinu, að ráðast í byggingu nýs laugarhúss og endurnýjun pottasvæðis við laugina. Framkvæmdir eru nú í gangi. Undirbúningur vegna vindorkugarða Ljóst er að margir vilja beisla vindorkuna hér á landi. Í sum- ar voru t.d. haldnir kynningarfundir í Dölum fyrir íbúa í sýsl- unni. Á dagskrá þeirra var að kynna fyrirhugaða auglýsingu um breytingu á aðalskipulagi í sveitarfélaginu. báðir fundirn- ir fjölluðu um breytingar á aðalskipulagi vegna skilgreiningar á iðnaðarsvæði á landi í Laxárdalshreppi. Annars vegar í landi sólheima og hins vegar í landi Hróðnýjarstaða. Á jörðunum er vilji eigenda að reisa vindorkugarða. breytingin varðar skil- greiningu 400 ha iðnaðarsvæðis vegna uppbyggingar vind- orkuvers til raforkuframleiðslu í landi sólheima annars vegar og á jafn stóru landi að Hróðnýjarstöðum hins vegar. sveitar- stjórn samþykkti svo 18. nóvember síðastliðinn að auglýsa til- lögu að breytingu á aðalskipulagi vegna beggja jarðanna. At- hugasemdafrestur er til 20. janúar 2021. Þá kynnti Reykhóla- hreppur sömuleiðis í vor vinnu við skiplagsbreytingu vegna vindorkugarðs sem til stendur að reisa í Garpsdal. Loks má geta þess að vinna er hafin við undirbúning vegna vindorku- garðs á Grjóthálsi í borgarfirði. Nýir sjúkrabílar Í sumar komu 25 nýir sjúkrabílar af Mercedes benz gerð til landsins og fóru fjórir þeirra á svæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Rauði krossinn á og rekur bílana, líkt og síðustu 90 árin. Hinir nýju bílar voru með breyttu útliti, eða svoköll- uðum battenburg merkingum, en sýnileiki bíla með þessum litum og merkingum er mun meiri í umferðinni en eldri bíla. Uppsöfnuð þörf var orðin mikil fyrir endurnýjun í sjúkrabíla- flotanum á Vesturlandi og er ekki búið að mæta allri þeirri þörf, enn sem komið er. Bæjarhátíðir lágstemmdar bæjarhátíðir fóru víðast hvar fram í sumar í landshlutanum, en þær voru flestar ef ekki allar með töluvert breyttu sniði vegna Covid-19. Þá voru einnig dæmi um að hátíðir hafi ver- ið blásnar af og má þar nefna Hvanneyrarhátíð og Hvalfjarð- ardaga. Áhersla á lýðheilsu Hreyfistöðvar voru formlega teknar í notkun í Garðalundi á Akranesi í júlí. Um er að ræða samstarfsverkefni bæjaryf- irvalda og Íþróttabandalags Akraness en hreyfistöðvarnar í Garðalundi eru hluti af Heilsueflandi samfélagi á Akranesi. settar voru upp ellefu hreyfistöðvar í Garðalundi og eru upp- lýsingaskilti við hverja stöð með góðum leiðbeiningum um þær æfingar sem hægt er að gera. Tilgangur verkefnisins er að auka hreyfingu íbúa og annarra gesta í skógræktinni. Vínlandssetur opnað í Búðardal Í byrjun júlí var Vínlandssetrið opnað í búðardal. Húsfyllir var við vígsluna og vel það, því margir hlustuðu á opnunarat-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.