Skessuhorn - 16.12.2020, Page 42
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202042
Fréttaannáll ársins 2020 í máli og myndum
fermetra sem fyrir voru undir gleri. Flutt var inn forsmíðað
hús frá Hollandi sem jafnframt var, að sögn Þórhallar bjarna-
sonar garðyrkjubónda, fyrsta húsið sem hann byggir sem
hannað er sérstaklega fyrir raflýsingu. Þótt raflýsing sé í öðr-
um húsum voru þau ekki hönnuð með hana í huga.
Nýtt fimleikahús tekið í notkun
Í haust var nýtt fimleikahús tekið í notkun við Vesturgötu á
Akranesi. Um er að ræða 1.640 fermetra hús sem byggt var
við gamla íþróttahúsið. Hluti aðstöðu í gamla húsnæðinu var
auk þess endurbætt, múrverk lagað og húsið málað. Í sal nýja
hússins er gryfja og steyptir áhorfendapallar auk þess sem
hægt er að horfa niður í salinn frá áhorfendasvæði þar sem
gengið er inn á áhorfendapallana en þar eru stórir gluggar
niður í bæði nýja og gamla salinn. Gömlu búningsklefunum
var breytt þar sem áður voru fjórir klefar eru nú orðnir sex
og nýjum sturtum komið fyrir undir áhorfendapöllum fim-
leikahússins. Inngangi sem snýr að brekkubæjarskóla var lok-
að og notaður sem skógeymsla og á móti kom nýr inngang-
ur þar sem gamli inngangurinn var uppá þekjuna. Frístund
brekkubæjarskóla verður áfram í íþóttahúsinu og færist nú á
áhorfendasvæðið en þar var sett upp lítil eldunaraðstaða sem
nýtist til að útbúa smá bita fyrir krakkana í frístund og fim-
leikafélagið getur verið með litla veitingasölu þar þegar mót
standa yfir.
Friðlýstu elstu byggingar á Bifröst
Í vor voru friðlýst elstu skólahúsin á bifröst í borgarfirði.
Menntamálaráðherra tók ákvörðun þar að lútandi að feng-
inni tillögu Minjastofnunar Íslands. Friðlýsingin tekur til ytra
borðs samkomuhúss frá 1950, veggfastra innréttinga í sam-
komusal og setustofu samkomuhúss, Kringluna, ytra borðs
tengigangs milli samkomuhúss og gistiálmu auk veggmyndar
á tengigangi eftir Hörð Ágústsson listmálara.
Ninja var Rödd fólksins 2020
skagastelpan Nina sigmundsdóttir flutti lagið „I’d rather go
blind“ í útgáfu beyonce í netsöngkeppni samfés í vor og bar
hún sigur úr býtum í netkostningu um titilinn Rödd fólksins
2020. Ninja er 14 ára nemandi í 8. bekk Grundaskóla á Akra-
nesi. Fyrirkomulag keppninnar í ár var með þeim hætti að
keppendur sendu inn myndbönd af söngnum og dómnefnd
valdi þrjú efstu sætin, en einnig var netkosning sem allir gátu
tekið þátt í.
Eldsvoðar á árinu
eldsvoðar voru tíðir á árinu. sjötug kona lést þegar íbúðar-
húsið á Augastöðum í Hálsasveit brann í október. Í byrjun
maí kom upp eldur á efri hæð íbúðarhússins á snartarstöð-
um í Lundarreykjadal. Hjón og börn þeirra komust út eftir
að heimilishundurinn vakti þau, engum varð meint af. bæði
húsin eyðilögðust í þessum eldsvoðum. Í byrjun júlí kom upp
eldur í ruslageymslu milli tveggja húsa á Akranesi. Nærri lá
að eldurinn næði að læsa sig í húsin, en á síðustu stundu tókst
að koma í veg fyrir alvarlegt tjón. eldur kom upp í atvinnu-
húsnæði í Grundarfirði í nóvember, sem hýsir listasmiðju, og
urðu töluverðar skemmdir.
Nýtt laugarhús í byggingu
Í haust var byrjað að byggja nýtt laugarhús við Hreppslaug í
skorradal. Það gamla var rifið. Laugin sem byggð var á ár-
unum 1928-29 var friðuð 2014 vegna sögulegs gildis henn-
ar. Hafa félagar í Ungmennafélaginu Íslendingi hlúð vel að
henni í áranna rás og ákváðu, með stuðningi sveitarfélaganna
á svæðinu, að ráðast í byggingu nýs laugarhúss og endurnýjun
pottasvæðis við laugina. Framkvæmdir eru nú í gangi.
Undirbúningur vegna
vindorkugarða
Ljóst er að margir vilja beisla vindorkuna hér á landi. Í sum-
ar voru t.d. haldnir kynningarfundir í Dölum fyrir íbúa í sýsl-
unni. Á dagskrá þeirra var að kynna fyrirhugaða auglýsingu
um breytingu á aðalskipulagi í sveitarfélaginu. báðir fundirn-
ir fjölluðu um breytingar á aðalskipulagi vegna skilgreiningar
á iðnaðarsvæði á landi í Laxárdalshreppi. Annars vegar í landi
sólheima og hins vegar í landi Hróðnýjarstaða. Á jörðunum
er vilji eigenda að reisa vindorkugarða. breytingin varðar skil-
greiningu 400 ha iðnaðarsvæðis vegna uppbyggingar vind-
orkuvers til raforkuframleiðslu í landi sólheima annars vegar
og á jafn stóru landi að Hróðnýjarstöðum hins vegar. sveitar-
stjórn samþykkti svo 18. nóvember síðastliðinn að auglýsa til-
lögu að breytingu á aðalskipulagi vegna beggja jarðanna. At-
hugasemdafrestur er til 20. janúar 2021. Þá kynnti Reykhóla-
hreppur sömuleiðis í vor vinnu við skiplagsbreytingu vegna
vindorkugarðs sem til stendur að reisa í Garpsdal. Loks má
geta þess að vinna er hafin við undirbúning vegna vindorku-
garðs á Grjóthálsi í borgarfirði.
Nýir sjúkrabílar
Í sumar komu 25 nýir sjúkrabílar af Mercedes benz gerð til
landsins og fóru fjórir þeirra á svæði Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands. Rauði krossinn á og rekur bílana, líkt og síðustu
90 árin. Hinir nýju bílar voru með breyttu útliti, eða svoköll-
uðum battenburg merkingum, en sýnileiki bíla með þessum
litum og merkingum er mun meiri í umferðinni en eldri bíla.
Uppsöfnuð þörf var orðin mikil fyrir endurnýjun í sjúkrabíla-
flotanum á Vesturlandi og er ekki búið að mæta allri þeirri
þörf, enn sem komið er.
Bæjarhátíðir lágstemmdar
bæjarhátíðir fóru víðast hvar fram í sumar í landshlutanum,
en þær voru flestar ef ekki allar með töluvert breyttu sniði
vegna Covid-19. Þá voru einnig dæmi um að hátíðir hafi ver-
ið blásnar af og má þar nefna Hvanneyrarhátíð og Hvalfjarð-
ardaga.
Áhersla á lýðheilsu
Hreyfistöðvar voru formlega teknar í notkun í Garðalundi
á Akranesi í júlí. Um er að ræða samstarfsverkefni bæjaryf-
irvalda og Íþróttabandalags Akraness en hreyfistöðvarnar í
Garðalundi eru hluti af Heilsueflandi samfélagi á Akranesi.
settar voru upp ellefu hreyfistöðvar í Garðalundi og eru upp-
lýsingaskilti við hverja stöð með góðum leiðbeiningum um
þær æfingar sem hægt er að gera. Tilgangur verkefnisins er að
auka hreyfingu íbúa og annarra gesta í skógræktinni.
Vínlandssetur opnað í Búðardal
Í byrjun júlí var Vínlandssetrið opnað í búðardal. Húsfyllir
var við vígsluna og vel það, því margir hlustuðu á opnunarat-