Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 70

Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 70
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202070 Mars byrjaði á venjubundinn hátt. Þau grunaði engan veginn að í þeim mánuði myndi lífið gjörsam- lega snúast á hvolf. sigurbergur D. Pálsson var nýlega búinn í lang- þráðri aðgerð á hné, þar sem skipt var um lið og Ólöf s. sumarliða- dóttir hélt upp á afmælið sitt um miðjan mánuðinn með venjubundn- um hætti. ekkert benti til annars en að hann myndi halda áfram í sinni endurhæfingu og hún í sinni vinnu við einn af leikskólum bæjarins. Þá gerðist það, Covid-19 barði dyra og allt breyttist. enn, tæpum níu mán- uðum síðar glímir hann við afleið- ingar veikindanna, sem voru svo al- varleg að um tíma vissi hann hreint ekkert um hvort hann færi gang- andi í lóðréttri stöðu út af Covid- deildinni, eða í láréttri. Upphafið Allt byrjaði þetta með því að tölvupóstur barst frá vinnustað Ólafar um að grunur gæti verið um smit þar. starfsfólk sem fyndi ein- hver einkenni væri því beðið um að mæta ekki til vinnu á mánudeg- inum. „Ég var svona asnaleg þessa helgi,“ segir Ólöf. „ekki beinlínis veik, en með höfuðverk, beinverki, sífelldan kuldahroll og hitavellu. Ég ákvað þar af leiðandi að mæta ekki í vinnuna 23. mars sem var mánudagur og lét vita um það. Ég óskaði svo eftir sýnatöku en fékk ekki. Á miðvikudeginum var leik- skólanum lokað og ég var alltaf viss um að þetta væri Covid þótt ég yrði sem sagt ekkert veikari en þetta.“ sigurbergur bætir við að í byrjun vikunnar hafi hann verið hress og sé í dag gríðarlega þakklátur fyrir að á þessum tíma hafi verið komin mánuður frá hnjáaðgerðinni. „Ég hélt smá dagbók á þessum tíma og sé að á miðvikudeginum í þessari sömu viku hef ég hætt við sjúkra- þjálfunina af því að ég var eitt- hvað lumbrulegur. Daginn eftir var ég farin að hósta og fljótlega varð slímið dökkt sem gat verið blóð. Ég bað um sýnatöku og fékk nið- urstöðuna í lok vikunnar um að ég væri smitaður. Við pössuðum all- an tímann að virða fjarlægð og það smitaðist enginn í kringum okkur. Á laugardeginum var mér farið að líða verulega illa og fór á Covid göngudeildina. Þar fékk ég sýklalyf og þetta malaríulyf sem þeir voru að prófa þarna fyrst. Daginn eftir er ég enn verri. Við förum aftur suður. Þá er súrefnismettunin komin nið- ur í 74% svo ég er lagður inn. Ég er með sykursýki en hafði gleymt að segja frá því í upphafi, en ég tel að það hafi ekki skipt neinu máli með smitið.“ Ólöf bætir við að þegar hún fær loksins að koma í sýnatök- una, sem var 30. mars, þá var eigin- maðurinn orðinn veikur og kominn á sjúkrahús. Hún var ekkert undr- andi yfir því að greinast jákvæð og fór auðvitað strax í einangrun, sem varði í 14. daga. Martröðin Þegar sigurbergur var kominn inn á Covid-deildina tók hin raun- verulega barátta við. bardaginn við veiru sem fáir sem engir þekktu og því lítið vitað hvernig ætti að ráða niðurlögum á. Á deildinni voru 17 rúm, það voru hins vegar bara 14 sjúklingar þar á sama tíma og sigur- bergur, enda var þetta líklega fyrsti hópurinn sem lagðist inn. „Ég fékk súrefni í nefið vegna þess hve mett- unin var lítil og svo hóstaði, hóst- aði og hóstaði ég stanslaust,“ seg- ir hann. „Verst var að ég gat aldrei hreinsað upp úr lungunum svo slímið sat einhvern veginn fast í hálsinum og olli miklum óþægind- um og ég var alltaf að skyrpa þessu ógeði. Til að byrja með varð ég veikari og veikari. Var með mikla ógleði og uppþembu, stíflaðist al- veg svo ég kom engu frá mér og líð- anin var djöfulleg. Það voru tekin lífssýni hjá mér á tveggja tíma fresti sem segir kannski eitthvað um al- varleika málsins og hjúkrunarfólk- ið voru algjörar hetjur og sinntu okkur gríðarlega vel. Á þessum tíma var afar fátt vitað um veiruna og í raun var heilbrigðisstarfsfólk- ið að fálma um í myrkri. ekki var sem dæmi vitað þá að veiran gæti líka smitast með úða og heldur ekk- ert hvaða lyf gætu mögulega hjálp- að líkamanum við að ráða niður- lögum hennar. Ég heyrði læknana ræða sín á milli hvort þeir ættu að prófa þetta eða hitt, þeir hrein- lega vissu bara ekkert en voru allir af vilja gerðir að hjálpa okkur sem þarna vorum. Þeir voru því alltaf að gera tilraunir og alltaf að giska því lítil þekking var til staðar. Ég hafði farið í hnjáskiptaaðgerð fyrir mán- uði, eins og ég sagði fyrr. Og sem dæmi um ókunnugleikann gagn- vart veirunni, þorðu læknarnir ekki að gefa mér bólgueyðandi því þeir vissu ekki hvort þau myndu hafa neikvæð áhrif á endurbatann. svo fljótlega fór hnéð að gagga með gríðarlegum verkjum sem enga lausn var hægt að fá við, sem sann- arlega bætti ekki líðanina. svona var ástandið einfaldlega.“ Ofsaleg hræðsla Á tímabili vissi sigurbergur ekk- ert um það hvort hann færi lóðrétt- ur eða láréttur út af þessari deild. Hann var gríðarlega mikið veik- ur og leið mjög illa og var eðlilega ofsalega hræddur um hvernig þetta færi allt saman. segist hafa misst hausinn og sálartetrið hafi átt veru- lega bágt. Það blika tár á hvörm- um þeirra hjóna þegar rætt er um þetta tímabil í veikindaferlinu því þau segjast ekkert hafa rifjað þetta upp fyrr en nú. „Þetta var nú ekkert flóknara en svo að þar sem lítið sem ekk- ert var vitað um þennan vírus, þá var eiginlega ekkert hægt að spá til um hvort við sem þarna lágum inni, næðum heilsu eða ekki, og þar voru allir á sama báti,“ segir sigur- bergur og heldur áfram. „Á Covid- deildinni sem ég var fyrst á mátt- um við fara framúr þegar heilsan leyfði og ganga um því allir voru í sömu baráttunni. síðar var ég send- ur á aðra deild, sem var allt öðruvísi því þar lágu einnig aðrir sjúkling- ar. Þá var ég heldur farin að bragg- ast og látinn vera einn inni á her- bergi, algjörlega aflokaður. Það var í raun alveg ægilegt. Mikil innilok- unarkennd, og bara hægt að ganga nokkur skref inni í herberginu til að hafa ofan af sjálfum sér. Í raun var þessi dvöl ekki minni þrekraun fyrir mig, heldur en dvölin á covid-deild- inni. Til að byrja með sá ég fram á ganginn í gegnum smá glugga, en svo var dregið fyrir hann, og þá var ég bara einn í heiminum. en það var þó það ljós í þessu myrkri að við hjónin vorum nýlega búin að læra á messenger og snapp, sem betur fer og þökkum Guði fyrir tæknina. ef svo hefði ekki verið, hefðum við Ólöf ekkert geta verið í myndsam- tali eins og við gerðum reglulega, sem betur fer. Hún var auðvitað í einangrun og enginn gat komið og kennt henni neitt, ef þess hefði þurft. Ég hef alltaf hlustað mikið á fréttir, en á þessum tíma gat ég það hreinlega ekki. Hafði ekki einbeit- ingu í það. Ég hlustaði ekki á talað mál í fjölmiðlum í tíu daga. Ég var svo eirðarlaus og hef ekki grun um af hverju það var. Held að enginn viti það í raun.“ Angistin heima Á meðan sigurbergur var að berjast fyrir lífi sínu á Covid-deildinni var Ólöf kona hans í einangrun heima, eins og fram hefur komið. Mátti engan hitta eða sjá og var því alein. „Þetta var bara rosalega erfitt,“ seg- ir hún aðspurð um þennan tíma, og tárin trilla niður kinnarnar. „Hann var að reyna að bera sig manna- lega þegar við spjölluðum saman, en ég vissi vel að hann var logandi hræddur, eins og við öll. Myndi hann komast frá þessu eða fara út af deildinni láréttur, það vissi eng- inn. Við eigum þrjú börn og fjög- ur barnabörn og ekkert þeirra mátti koma í heimsókn til mín, því síður til hans. Ég hafði ákveðið að nýta tímann til að prjóna, því ég geri mikið af því. en það eina sem ég gat gert var að prjóna í hringi, ég gat hreinlega ekkert einbeitt mér, var algjörlega freðin. Ég prjónaði þrettán jólasveina á meðan hann „Það á að bera fulla virðingu fyrir þessari veiru, hún er dauðans alvara“ segja hjónin Sigurbergur D. Pálsson og Ólöf S. Sumarliðadóttir Ólöf S. Sumarliðadóttir og Sigurbergur D. Pálsson á heimili sínu í Borgarnesi. Þau hjón eru afar þakklát fyrir tæknina sem gerðu samskipti möguleg á meðan hið versta gekk yfir. Ólöf er hér að tala við Sigurberg á meðan hann lá á sjúkrahúsinu. Ólöf prjónar mjög mikið. En á meðan hún var í einangrun gat hún ekkert prjónað nema í hringi. Hér eru nokkrir af jólasveinunum sem urðu til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.