Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 58

Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 58
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202058 Vísnahorn Ef að besta brosið manns - botnfrýs einu sinni Rifjaður upp kveðskapur og brot úr ævi séra Einars á Borg séra einar Friðgeirsson var fæddur í Garði í Fnjóskadal 2. janúar 1863 og voru foreldrar hans Friðgeir Ol- geirsson bóndi í Garði og Anna Ás- mundsdóttir. Ungur var hann tek- inn í fóstur af móðurbróður sínum Gísla Ásmundssyni sem bjó á Þverá í Fnjóskadal. börn Gísla og fóstur- systkini einars voru séra Ásmund- ur Gíslason á Hálsi, séra Haukur Gíslason prestur í Danmörku, Ing- ólfur Gíslason læknir sem lengi var í borgarnesi, Garðar Gíslason stór- kaupmaður og Auður kona séra Árna Jónssonar á skútustöðum. Meðan einar var enn við nám dvaldist hann um tíma á bessastöðum og kynntist þar konu sinni Jakobínu sigurgeirs- dóttur frá Galtastöðum, uppeldis- dóttur Gríms Thomsen. eignuðust þau fimm börn sem upp komust auk dóttur sem þau misstu í frumbernsku. einar útskrifaðist úr Prestaskólanum 1887 og varð sama ár aðstoðarprest- ur séra Þorkels bjarnasonar á Reyni- völlum en fékk borg á Mýrum árið eftir, 1888 og hélt þann stað til ævi- loka. Var talið að hann hefði þar not- ið vinskapar Thors Jensen en góð vinátta var með þeim alla tíð. ein- ar var prýðilega hagmæltur og birtist meðal annars skáldskapur eftir hann í tímaritinu Óðni undir dulnefninu Fnjóskur. Þó nokkuð hafi varðveist af kveðskap einars er ekki svo þægi- legt að raða því í aldursröð og sér- staklega ekki frá fyrrihluta ævinnar en eigum við ekki að byrja á þessari til að byrja einhversstaðar: Æskan hefur yndi af fögrum ástar- kvæðum þótt hún beri sjálf í sjóði sjöfalt meira en næst í ljóði. Og ekki ólíklegt að þessi sé kveð- in til unnustunnar einhvern tímann í tilhugalífinu: Stundum finnst mér ekkert að og unað lífið bjóða hallist þú að hjartastað heilladísin góða. séra einar var talinn góður prestur og afburða ræðumaður. Glaðlyndur og átti gott með að koma tilheyrendum sínum í gott skap. Framfarasinnaður og nýj- ungagjarn en nokkuð stjórnsam- ur og hneigður til viðskipta. Náði meðal annars undir sig töluverð- um veiðirétti í Langá og framseldi hann aftur enskum herramönnum. Óljósar heimildir eru um að hann hafi staðið að laxaklaki um eða fyr- ir 1900. Víst er að hann var áhuga- maður um náttúrufræði og þá sér- staklega fugla og gerði töluvert í að útvega sér sjaldgæfa fugla og stoppa þá upp. einnig egg þeirra og seldi erlendum söfnum og söfnurum marga slíka gripi. Auk þess munu liggja eftir hann ritgerðir um fugla- líf. ekki fer reyndar sögum af að hann hafi stoppað upp þresti en þessi er þó allavega um þröst: Oft mig gleður þrasið þitt þröstur vors um daga, komdu heim á kotið mitt en kveddu ekki úti í haga. Og um stúlku sem var að gefa snjótittlingum: Inni býr ei hjarta hrafns. Hefur á rýrum gætur, litlu dýrin njóta nafns nunnan hýra lætur. eins og áður er getið var séra ein- ar alinn upp af systkinum foreldra sinna og nefndi Þorbjörgu Olgeirs- dóttur jafnan fóstru sína. einhvern tímann sendi hann Garðari Gísla- syni uppeldisbróður sínum bréf sem vafalaust oftar og þar í þessa vísu: Ef hún fóstra að því spur hvort Einar drekki núna. Segðu að eg sé alveg þur og elski bara frúna. bendir þetta til að sumum hafi þótt einar hallur undir lífsins lysti- semdir en hvergi hef ég rekið augun í að það þætti til vansa þó hann yrki svona um brennivínskvartelið: Náttúran öll og eðli manns er í kvartélinu. Saurug hugsun syndugs manns sveimar að sponsgatinu. Hann var prófastur í Mýrapró- fastsdæmi 1892–1902 og og þar með yfirsiðferðismálastjóri í þeim táradal eins og annar þekktur hagyrðingur kallaði sig gjarnan: Þann ég undrast sólarsið að sótroðna á kvöldin. Ætli það sé af andstyggð við eitthvað bak við tjöldin? Það hefur svosem mörgum gengið illa að fylgja einhverjum stífum lög- málum jafnvel þó prestvígðir séu og engin ástæða til að forsmá gjafir lífs- ins ef þær eru í boði þó mönnum geti líka orðið hált á boðorðunum stundum. séra einar kom eitt sinn til vinar síns og uppeldisbróður Ing- ólfs Gíslasonar læknis og stóð svo á að Ingólfur hafði nýlega ráðið til sín færeyska vinnustúlku. Þegar prestur komst að þessu þurfti hann náttúr- lega að athuga nýju stúlkuna og brá sér fram í eldhús þar sem stúlkan var ein að störfum. eftir stundarkorn er stofuhurðinni hrundið upp og ein- ari presti er snarað innfyrir og lokað á eftir honum. Þá orti Ingólfur: Einar prestur út á mar einn á báti reri. Í fárviðri við Færeyjar fleytan lenti á skeri! Nú man ég ekki til að hafa séð neitt um að einar væri álitinn sér- stakur kvennamaður en allavega yrk- ir hann þó: Láti ég mín ljóð í té leikandi af gáska hafa fljóð í fullu tré að forðast sálarháska. Ýmsar sögur eru til um samskipti séra einars og Guðmundar Th eða Gvendar truntu sem var þekktur maður í héraðinu á sinni tíð. bæði af tilsvörum sínum og röskleik í ferða- lögum því oft var hann í ferðum með höfðingjum sem meðreiðarsveinn og gerði enda töluvert af að útvega ferðamönnum hesta. Guðmundur bjó þá í borgarnesi ásamt konu sinni sem mun hafa verið nokkuð vanstillt í skapi og eitt sinn hittist svo á að klerkur átti þar leið um og leit inn þegar Guðmundur var ekki heima. Kona Guðmundar tók honum held- ur illa og rak hann út án sérstakra fyrirbæna en næst þegar þeir hitt- ast segir séra einar: „Hún er ekkert huppleg heim að sækja konan þín“. Og ekki stóð á svarinu; „Það er nú annað verra við hana en hvað hún er lauslát“. Í annað sinn hafði Guð- mundur verið í einhverjum ferðum eða snúningum með eða fyrir sér- ann, var reyndar vinnumaður hjá honum um tíma, þannig að klerki þótti ástæða til að víkja einhverju að honum og réttir honum tveggja krónu pening en eins og áður var ýjað að þótti klerkur frekar elskur að hinum veraldlegu verðmætum. Guð- mundur sem alltaf var fátækur mað- ur tók við peningnum og leit á og réttir síðan ungum syni prests sem stóð þar hjá og segir: „eigðu þetta geyið mitt. Ég vil ekki að það gangi úr ættinni“. en eigi að síður orti nú sá góði klerkur líka: Leikur varla á tungum tveim að títt er þyngsta raunin gull að sækja í greipar þeim sem greidd fá hæstu launin. séra einar var alllengi í hrepps- nefnd og sýslunefnd og um tíma dá- lítið „allt í öllu“ í nágrenninu. Fyrsta síma í héraðinu lagði hann eða lét leggja 1902 milli borgar og borg- arness og var yfirhöfuð mjög fram- farasinnaður. Þessi mun trúlega hafa orðið til út af einhverju sveitar- stjórnarbrasi: Hirði ég ei um heiðursmet né hæstu valda starfa heppnist mér um hænufet að hrinda fram til þarfa. Á Kárastöðum bjuggu um tíma hjón og hafði húsbóndinn orðið fyrir slysi og gat ekki stundað hvaða vinnu sem var en veikist svo og deyr. ekki löngu síðar tók klerkur einu kúna af ekkjunni uppí útfararkostnað og kannske jarðarafgjald. Þótti víst al- menningi nógu hart að gengið þó vafalaust hafi aðgerðin verið lögleg. Næstu ábúendur voru hinsvegar systir prests og mágur. en hvað sem um það er þá átti klerkur líka ýmsa tóna til: Nætursól við norður strönd nálgast rjóð það gaman, er himininn og hafsins rönd halla vöngum saman. Góðan koss hún gefur þeim og gullnum sveipar skýjum; hraðar sjer svo hátt í geim að heilsa degi nýjum. sjómenn frá Akranesi komu oft í beitufjöru upp að Rauðanesi og kom fyrir að þeir biðu þar í fáa daga með- an verið var að safna beitu. eitt sinn hitta þeir séra einar og bjóða honum brennivín og skyrhákarl. einar svar- aði samstundis: Þó að eðli þyki svíns og þegna hafi lagt í val ber ég tryggð til brennivíns og blessa yfir skyrhákal. Annars má segja að gamansemi hafi verið ríkjandi þáttur í vísna- gerð klerksins og þónokkrar vísur hans um Laugu sem mun hafa verið vinnukona hans bera þar vott um: Í gær ég sór að gæta mín og ganga fram hjá Laugu en táldrægt er hið tæra vín og töfrum slungin augu. Vertu ei svona voða köld. Væri ei meira gaman ef við svona kvöld og kvöld kæmum okkur saman. séra einar og Þura í Garði sáust víst aldrei en skrifuðust á um árabil og töluvert af uppskálduðum ástavís- um mun vera þar að finna. Þessi er þó trúlega eldri: Aldrei líða mér úr minni Mývatns yngri stúlkurnar. Í stökugerðar stórhríðinni stynjandi eins og flugurnar. en einhvern tímann fór þessi til Þuru: Vinsemd Þuru vildi ég ná með vissu glingri. En kroppnum snerti ég aldrei á með einum fingri. Annað sinn kom þessi frá Þuru: Góði vinur, gamli minn gleðilegan vetur. Klappa ég nú á kollinn þinn. Kysstu mig ef þú getur. Og þessi til baka: Þig sem klappar kollinn minn kyssi ég í anda. Logar af ástum líkaminn en langt er til Þurustranda. Það hefur löngum legið það orð á að ekki væri of hlýtt í sumum gömlu kirkjunum og líklega 1919 segir prestur yfir kirkjukaffi heima á borg: Kaldsætt var í kirkju í dag, kindarleg var hjörðin. Illa sungið sálmalag. -Síst var bænagjörðin. Þó gamansemin sé mest áberandi í kveðskap séra einars er engu að síð- ur oft eins og glytti í eitthvað dapur- legra undir niðri: Braga oft ég bið um lið brenndur harmi sárum, bara til að banda við bölsýni og tárum. Þó ég hafi elst um ár ei vill skapið kyrra. Ennþá ber ég sömu sár sem mér blæddu í fyrra. einhver þekktasta vísa séra ein- ars gæti vafalaust sagt sína sögu ef og ef. svo snjöll sem hún er. Þessa vísu hef ég séð á prenti eignaða að minnsta kost sjö höfundum en ég tel ekki nokkurn vafa á að séra einar sé höfundurinn enda hefur hann sjálfur sent Margeir Jónssyni hana í stuðla- mál: Augun tapa yl og glans, ástin fegurðinni ef að besta brosið manns botnfrýs einu sinni. Líklega upp úr áramótum 1929 fer séra einar að finna til vanheilsu og andast þá um vorið að morgni þess dags er hann ætlaði að ferma. stuttu eftir lát hans dreymir Jónas í sólheimatungu sem ekki var talinn hagmæltur að hann kemur að borg og þykist hitta einar þar úti við og muna að hann væri látinn og segir; „Þú ert þá hér enn“ og einar svar- ar: Eg er staddur enn á Borg eins og ferðamaður. Ber í hjarta sára sorg þó sýnist vera glaður. Gleðilega hátíð og kæra þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Á þessari póstkortamynd er Thor Jensen sitjandi og Einar Friðgeirsson vinur hans standandi. Ljósmyndari er Sigfús Eymundsson, en myndin er varðveitt á Héraðsskjalasafni Vestur- Húnvetninga. „Fyrsta símalína sem lögð var í Borgarnesi var lögð á milli prestssetursins á Borg og húss Teits Jónssonar í Borgarnesi. Ekki var vitað hvenær símalínan var lögð, en nú hefur komið í ljós bréf sem séra Einar Friðgeirsson á Borg skrifaði Stjórnarráðinu árið 1909. Bréfið varpar nýju ljósi á upphaf símans í Borgarnesi. „Vorið 1902 lagði ég undirritaður í félagi við nokkra Borgnesinga, talsíma milli Borgar og Borgarness, og er hann starfræktur enn. Sem formaður þessa hluta- félags (Talsímafélags Mýramanna) leyfi ég mér með bréfi þessu að tilkynna hæstvirtum ráðherra Íslands tilveru þessa síma og óska leyfis til að mega starf- rækja hann framvegis.“ Meðfylgjandi frásögn og mynd af séra Einari er að finna í Sögu Borgarness.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.