Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202044
Fréttaannáll ársins 2020 í máli og myndum
höfn í sólinni utandyra. Meðal gesta voru Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra sem klippti á borðann og opnaði Vínlands-
setur í Leifsbúð. Henni til aðstoðar við borðaklippinguna
voru synir hennar tveir. sýningin í Vínlandssetrinu fjallar á
fjölbreyttan hátt um landnám norrænna manna á Grænlandi
og fund Ameríku löngu fyrir daga Kristófers Kólumbusar. Á
sýningunni varpa ólíkir listamenn ljósi á ferðir forfeðra okkar
til Grænlands og Vínlands.
Deilt um nýtt hús
Nokkrar deilur voru á árinu um nýbyggingu sem hýsa á leg-
steinasafn í Húsafelli. Í kjölfar dóms Héraðsdóms Vesturlands
í júlí lá um tíma í loftinu að rífa þyrfti húsið. Nú hafa málsað-
ilar náð samkomulagi um að slíðra sverðin meðan unnið er að
gerð nýs skipulags á svæðinu.
Mótmæltu rýmra urðunarleyfi
Nágrannar við sorpurðunina að Fíflholtum á Mýrum sendu
í sumar stjórn fyrirtækisins harðorðar athugasemdir vegna
frummatsskýrslu sem gerð hafði verið vegna áhrifa fyrirhug-
aðrar aukningar á magni sorps sem urða má í Fíflholtum. Í
athugasemdum þeirra sagði m.a. að mótmælt væri að gefið
yrði leyfi til að urða allt að 25 þúsund tonnum árlega í Fífl-
holtum í stað allt að 15 þúsund tonnum. Fram kom í frum-
matsskýrslunni að með aukinni flokkun á sorpi rúmist áætl-
að magn sorps af svæði sorpurðunar Vesturlands auðveldlega
innan þeirrar heimildar sem nú er í gildi til ársins 2028. Undir
málstað heimamanna tók einnig sveitarstjórn borgarbyggðar
sem mælir ekki með að urðunarstaðurinn í Fíflholtum verði
notaður til urðunar sorps af öðrum landshlutum. Kurr var í
fulltrúum sumra annarra sveitarfélaga á Vesturlandi vegna
þeirrar afstöðu.
Laxveiðin upp og ofan
Laxveiðisumarið var undir meðallagi á Vesturlandi að þessu
sinni, þvert gegn væntingum sem gerðar höfðu verið fyrir
upphaf tímabilsins. en sumt átti eftir að koma á óvart. Til-
raunaveiðar hófust í Andakílsá í júlí þar sem eingöngu van-
ir veiðimenn í ánni voru fengnir til veiðanna undir ströngum
skilyrðum. er þetta í fyrsta skipti sem veitt er eftir umhverfis-
slysið fyrir þremur árum. Þegar tilraunaveiðunum lauk höfðu
610 laxar veiðst í ánni. Það gera tíu laxar á stangardag sem lík-
lega er langbesta veiðin per stöng á öllu landinu. Til saman-
burðar voru innan við tveir laxar að meðaltali á stangardag í
Haffjarðará, sem þó var fengsælasta á Vesturlands í sumar.
Gott strandveiðisumar
Aflaheimildir til strandveiða voru auknar þegar leið á sumar-
ið um 720 tonn. Var heildaraflamark strandveiða því 11.820
tonn í sumar og hefur aldrei verið meira. Með þessari viðbót
var komið til móts við mikla fjölgun báta sem róið hefur verið
til strandveiða á þessu ári, en skráðir bátar voru 676, 47 fleiri
en sumarið 2019. Gengu veiðarnar almennt vel en þeim lauk
19. ágúst. Fékkst almennt þokkalegt verð fyrir aflann.
Bjarki Íslandsmeistari í golfi
borgnesingurinn bjarki Pétursson, sem keppir fyrir GKG,
varð í ágúst Íslandsmeistari í golfi. Hann lék á samtals 13
höggum undir pari, sem var nýtt mótsmet. bjarki lék lokadag
mótsins á 68 höggum og sigraði af miklu öryggi, því næstu
menn luku keppni á fimm höggum undir pari. Hann hafði
tveggja högga forystu fyrir lokadaginn og hafði sama forskot
eftir 12. holu. Þá setti bjarki heldur betur í fluggírinn, fékk
fimm fugla í röð. Hann fékk síðan skolla á 17. holu en fugl á
lokaholunni og setti þar með nýtt mótsmet. Mun þetta vera
í fyrsta skiptið sem borgnesingar eignast Íslandsmeistara í
golfi.
Hlaupið fyrir Berglindi
Það var mikið líf og fjör í stykkishólmi síðla í ágúst þegar
haldið var áheitahlaup til stuðnings berglindi Gunnarsdóttur
körfuknattleikskonu og læknanema. berglind slasaðist á hálsi
og mænu í rútuslysi í upphafi þessa árs og hefur verið í stífu
endurhæfingarprómmi. Það voru vinir hennar og velunnar-
ar sem skipulögðu áheitahlaup með þátttöku hátt í hundrað
hlaupara. Gleði og samkennd ríkti meðal íbúa í stykkishólmi,
eins og lesa mátti í umfjöllun í skessuhorni. Hér er berglind
ásamt fjölskyldu sinni.
Kom sér upp merkjakerfi
Helga Ólöf Oliversdóttir sjúkraliði á Akranesi sá það í byrjun
Covid faraldursins síðasta vor að veiran myndi hafa afgerandi
áhrif á samskipti og daglegar venjur fólks. Hún ákvað að fara
í sjálfskipaða sóttkví. Fer ein á hverjum morgni í gönguferð,
tekur með sér kaffibolla og kaffi og stillir bollanum upp í nátt-
úrunni - og tekur mynd. Myndinni póstar hún svo á Facebook
síðu sína, segist hafa með þessu móti getað látið vini og vanda-
menn vita af sér á hverjum degi. Þessari iðju hefur hún haldið
óslitið síðan alla morgna. er árrisul og hefur farið í sína dag-
legu morgungöngu klukkan fimm að morgni. Á Vökudögum
í haust mátti sjá fjöldan allan af myndum hennar á sýningu í
gluggum tónlistarskólans.
Stórflóð að nóttu til
Nótt eina um miðjan ágúst varð skyndilegt flóð í Hvítá í
borgarfirði. Náði það hámarki sínu um klukkan tvö aðfarar-
nótt 18. ágúst þegar rennsli árinnar hafði á hálfum sólarhring
nær þrefaldast, farið úr 95 rúmmetrum á sekúndu í 257 rúm-
metra samkvæmt rennslismæli við Kljáfoss. ekki voru vitni
að flóðinu meðan það var í hámarki, enda myrkur. Áhrifin
voru þó vel sýnileg næsta dag þegar t.d. mátti víða finna dauð-
an fisk á árbökkunum. Áin hafði víða flætt yfir bakka sína og
skildi hvarvetna eftir aur og sand. Ástæða flóðsins var að ís-
veggir uppistöðulóns, sem safnast hafði upp í vestanverðum
jaðri Langjökuls, höfðu gefið eftir og ruddist gríðarlegt magn
vatnsblandaðs jökulleirs fram af ógnarkrafti. Leitaði flóðið sér
farveg í svartá, sem alla jafnan er þurr, rann sunnan við Haf-
ursfell og þaðan niður í Hvítá á söndunum sunnan við Kal-
manstungu.
Hanna íþróttamannvirki
á Jaðarsbökkum
Í byrjun september var skrifað undir samning milli Akranes-
kaupstaðar og Ask arkitekta um hönnun nýrra íþróttamann-
virkja á Jaðarsbökkum. samningurinn byggir á vinnu starfs-
hóps sem hefur unnið að málinu frá 2016. Forteikningar voru
kláraðar 2019 og á þeim mun hönnun byggja. stefnt er að því
að hönnun verði lokið í febrúar 2021 og verkið þá tilbúið til
útboðs. eins og fjallað hefur verið um í skessuhorni er áform-
að að nýtt íþróttahús með öllu tilheyrandi rísi milli Akranes-
hallar og núverandi íþróttamiðstöðvar á Jaðarsbökkum. Þar
sem núverandi íþróttasalur er verði byggð sundhöll með átta
brautum. Íþróttamannvirkin á Jaðarsbökkum verða öll sam-
tengd og einn inngangur að öllu íþróttasvæðinu. Nýtt íþrótta-
hús verður fyrsti áfangi uppbyggingarinnar.
Humarveiðar hafnar
Í haust hófust tilraunaveiðar með humargildrur á Ingu P sH
frá snæfellsbæ. eru veiðarnar á vegum Vinnslustöðvarinn-
ar í Vestmannaeyjum. Hafa veiðarnar gengið vonum framar.