Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 9
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 9 Ný prjónabók 22 nýjar uppskriftir - Lopi 40 Bókin er fáanleg í öllum verslunum sem selja Lopa Valsárhverfi á Svalbarðseyri í uppbyggingu í fjölskylduvænu umhverfi á góðum útsýnisstað: Leitast við að ná fram eiginleikum sveitaþorps Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri í Svalbarðsstrandarhreppi, segir töluverðan áhuga fyrir nýju hverfi, Valsárhverfi, sem verið er að byggja upp við þéttbýlið á Svalbarðseyri. Mikil umferð sé um svæðið og fjöldi fyrirspurna um lóðir hafi borist. Nýlega rann út frestur til að sækja um lausar lóðir á Svalbarðseyri og var tveimur lóðum úthlutað í kjölfar- ið. Björg segir að alls hafi verið aug- lýstar 10 lóðir, þar af voru 8 einbýlis/ parhúsalóðir og tvær raðhúsalóðir. Áður var búið að auglýsa 17 lóðir og hefur fjórum þeirra verið úthlutað. Fyrstu húsin risin Fyrstu húsin í hverfinu hafa þegar risið og fleiri eru í farvatninu. Uppbyggingu hverfisins verður skipt upp í nokkra áfanga að sögn Bjargar en um þessar mundir er verið að ljúka við seinni hluta fyrsta áfanga. Gatnagerð í hverfinu er einnig að ljúka og segir Björg að þá verði auðveldara fyrir áhugasama að sjá hvernig gatan liggur, hvert útsýnið er og hvernig húsin munu standa í landslaginu. „Við gerum svo ráð fyrir að halda áfram með gatnagerð þegar við höfum selt megnið af lóðunum,“ segir hún. Sveitarfélagið byggir parhús Björg segir að margir sýni nýjum lóðum áhuga, þar er m.a. um að ræða ungt fjölskyldufólk sem hefur hug á að snúa aftur heim á Svalbarðseyri og einnig hafi fólk sem nú búi á Akureyri áhuga fyrir að flytja sig um set. „Það getur hins vegar verið flókið að takast á við stórt verkefni eins og húsbyggingu,“ segir Björg og bendir á að sveitarfélagið hafi í hyggju að byggja parhús á einni þeirra lóða sem auglýstar voru núna. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá fólki sem hefur áhuga á að kaupa húsnæði af sveitarfélaginu,“ segir hún. Fjölskylduvænt umhverfi Björg segir að Valsárhverfi bjóði upp á fjölskylduvænt umhverfi þar sem tekið er mið af þörfum barna og barnafjölskyldna. Skipulagssvæðið einkennist af talsverðum landhalla sem býður upp á fallegar útsýni- slóðir. Nýja byggðin mun umvefja skóla og íþróttasvæði og allar bak- lóðir nýju byggðarinnar snúa að opnu landi eða útivistarstíg. Með því er leitast við að ná eiginleikum sveitaþorps. „Við bjóðum upp á ákveðinn sveigjanleika í skipulagi hverfisins bæði hvað varðar húsa- gerðir og íbúðastærðir. Í fyrstu tveimur áföngum hverfisins er gert ráð fyrir um 100 íbúðum, til helminga verða þar einbýlishús og par- eða raðhús til helminga á móti,“ segir Björg. Í fyrsta áfanga sem verið er að klára núna er gert ráð fyrir 19 einbýlishúsum og 26 rað/parhúsum. Björg segir að ekki sé gert ráð fyrir að leik- og grunnskóli í sveitarfélaginu þurfi að stækka fyrr en hafist verður handa við annan áfanga. Margvíslegir kostir „Við teljum okkur geta boðið upp á margvíslega kosti, útsýnið er fal- legt yfir fjörðinn og stutt í góðar gönguleiðir og útivist, mannlífið er gott og fjölskylduvænt, börn kom- ast til og frá skóla án þess að fara yfir götu og svo er stutt í þjónustu á Akureyri. Friðsældin fylgir ókeypis með og hvað er nú betra á þessum síðustu tímum hraða og áreitis en að eiga aðgang að öllum þessum gæðum?“ segir Björg. /MÞÞ Björg Erlingsdóttir. Nýtt hverfi, Valsárhverfi, er í uppbyggingu við Svalbarðseyri og er verkefninu skipt upp í nokkra áfanga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.