Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 202014 HLUNNINDI&VEIÐI FRÉTTIR Demantshringurinn formlega opnaður. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra klippa á borðann. Myndir / Markaðsskrifstofa Norðurlands Deiliskipulag á Þeistareykjum: Framtíðaruppbygging á svæðinu fyrir ferðamenn Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur lagt til að unnið verði deili­ skipulag á Þeistareykjum með áherslu á stefnumörkun og fram­ tíðaruppbyggingu svæðisins fyrir ferðamenn. Allar líkur eru á að umferð um svæðið muni aukast verulega á næstu árum með bættum samgöngum og nýjum vegi frá Húsavík til Mývatnssveitar. Deiliskipulagið mun ná yfir land Þeistareykja, sem er í eigu Þingeyjarsveitar. Innan þess er afmarkað deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar sem mun halda gildi sínu. Skipulagssvæðið er alls um 280 km². Deiliskipulagssvæði Þeistareykjavirkjunar er um 85,1 km². Norðurmörk Þeistareykjalands liggja að jörðum í Kelduhverfi. Skipulagslýsing var kynnt frá 15. júní til 9. júlí 2020 fyrir umsagnaraðilum, hagsmunaaðil- um og almenningi þar sem þeim var gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við gerð deiliskipulagsins. Athugasemdir/ umsagnir bárust frá Minjastofnun, Landgræðslunni, Norðurþingi, Vegagerðinni, Skipulagsstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. /MÞÞ Demantshringurinn formlega opnaður: Stór áfangi fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi Demantshringurinn var opnað­ ur við hátíðlega athöfn sunnu­ daginn 6. september, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg, mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. Þessi ferðamannaleið er 250 kíló metra löng og tengir saman Húsavík, Goðafoss, Mývatnssveit, Dettifoss og Ásbyrgi auk fjölda annarra einstakra áfangastaða. Ferðaþjónustufyrirtæki á þessum hring eru fjölmörg og bjóða upp á margvíslega möguleika í gistingu, afþreyingu, mat og drykk. Nafnið Demantshringurinn hefur verið notað um árabil um þessa leið og ferðir verið seldar undir því nafni en Markaðsstofa Norðurlands hefur undanfarin misseri unnið að undirbúningi að markvissri markaðssetningu á ferðamannaleiðinni í samstarfi við Húsavíkurstofu og fyrr í vetur var nýtt merki fyrir hana kynnt. Sú vinna var unnin í samhengi við framkvæmdir við Dettifossveg en stefnt er að því að ljúka þar framkvæmdum á næstunni. Því verður hægt að keyra alla leiðin á bundnu slitlagi en í áraraðir hafa forsvarsmenn ferðaþjónustu á Norðurlandi og fleiri kallað eftir því að vegurinn á milli Dettifoss og Ásbyrgis yrði byggður upp. Gamli vegurinn var seinfær og lokaður stóran hluta ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Markaðsskrifstofu Norðurlands. Opnar norðausturhornið enn betur Katrín Jakobsdóttir forsætis ráðherra, Sigurður Ingi Jóhanns son samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra klipptu á borð ann að loknum ræðum. „Demantshringurinn gerir okkur kleift að heimsækja fjölmargar náttúruperlur á einum degi og mun opna norðausturhornið enn betur fyrir innlendum og erlendum gestum,“ segir Katrín og gat þess að stórkostlegt hefði verið að heimsækja Dettifoss. Samgöngubótin yrði til þess að mun fleiri myndu heimsækja hann og aðra fallega staði í landshlutanum. „Opnun Demantshringsins er stór áfangi fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi. Á óvissutímum í ferðaþjónustu er mikilvægt að huga að uppbyggingu til framtíðar. Ferðamannaleiðir á borð við þessa eru mjög góð nálgun til að vekja athygli á einstakri náttúru svæðisins. Allir sem hafa unnið lengi að þessu verkefni eiga hrós skilið. Ég gleðst fyrir hönd þeirra ferðamanna sem munu í fyllingu tímans upplifa náttúruperlur og menningu svæðisins fyrir tilstilli þessa verkefnis en hefðu mögulega annars farið á mis við þær,“ segir Þórdís Kolbrún. Styttir vegalengdir á milli byggða „Með nýjum Dettifossvegi er langþráðum áfanga náð fyrir samfélagið á Norðausturlandi. Nýr heilsársvegur bætir samgöngur á svæðinu til mikilla muna og styttir vegalengdir á milli byggða. Vegurinn skapar mikil tækifæri og Demantshringurinn, stórbrotin 250 kílómetra leið um náttúru Íslands, verður fyrir vikið enn meira aðdráttarafl fyrir Íslendinga og gesti okkar í framtíðinni. Við samgleðj- umst íbúum svæðisins með glæsilega samgöngubót,“ segir Sigurður Ingi. /MÞÞ Kampakát með hluta úr borðanum góða. Katrín Jakobsdóttir, Örlygur Hnefill Örlygsson og dóttir hans, Ylva Breiðfjörð, en Örlygur stundar ferðaþjónustu á Húsavík. Goðafoss er innan Demantshringsins, hér staldra þau við þann fagra foss, Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu ferðamála og nýsköpunar í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, Þórdís Kolbrún, Viggó Jónsson og Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri í Þingeyjarsveit. Fjölmargir staðir eru innan Demantshringsins, meðal annars Mývatnssveit, þar sem hin vinsælu Jarðböð eru. Kópasker. Mynd / HKr. Sveitarstjórn Norðurþings: Frumherji leggur niður skoðunarstöð á Kópaskeri „Það er afar slæmt að ekki sé hægt að tryggja lágmarksþjónustu sem þessa við bifreiðaeigendur sem búa lengra frá stærri þéttbýliskjörnum á lands byggðinni. Skorar sveitar­ stjórn Norðurþings á Frumherja, í samtali við ríkisvaldið, að snúa þessari ákvörðun við og finna leið til þess að þjónusta íbúa sveitar­ félagsins austan Húsa víkur með viðunandi hætti.“ Þetta kom fram í bókun sveitar- stjórnar Norðurþings fyrir skömmu vegna þeirrar ákvörðunar Frumherja að leggja niður þjónustu á Kópaskeri. Frumherji hefur sagt upp samstarfs- samningi við verkstæðið Röndina á Kópaskeri en þar hefur bifreiðaskoðun verið sinnt. Engin þjónusta á vegum Frumherja er því á stóru svæði á norðausturhorni landsins. Á heima- síðu Frumherja segir að lokað sé um ófyrirsjáanlegan tíma. Hverfisráð Raufarhafnar tók málið upp á dögunum og lýsti yfir vonbrigðum með þessa ákvörðun og voru stjórnendur hvattir til að endurskoða ákvörðun sína. 260 kílómetra akstur til að skoða bílana Íbúar á Kópaskeri, Raufarhöfn og í dreifbýli Norðurþings þar um kring þurfa nú að aka um 260 kílómetra til að skoða ökutæki sín á Húsavík og þykir hverfisráði það óboðlegt. Bent er á að menn þurfi jafnvel að taka sér frí úr vinnu í einn dag til að láta skoða bíla sína. Þetta fyrirkomulag getur einnig haft slæm áhrif á verktaka með vörubíla. Hverfisráð Raufarhafnar óskaði eftir því að sveitarstjórn Norðurþings taki málið upp og aðstoði íbúa við að þoka málum til betri vegar sem og að koma mótmælum á framfæri. Einnig að leita til annarra aðila sem mögulega gætu sinnt þessari þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. /MÞÞ Óviðunandi gsm-samband í Laxárdal Íbúar í Laxárdal hafa óskað lið­ sinnis sveitarstjórnar Þingeyjar­ sveitar vegna lélegs gsm­sambands í dalnum. Sambandið á svæðinu er stopult og vilja íbúar að sveitar­ stjórn beiti sér af krafti í von um að gerðar verði nauðsynlegar úrbætur. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tekur heilshugar undir áhyggjur íbúa Laxárdals og telur mikilvægt, ekki síst í ljósi öryggismála, að gsm-sam- band verði bætt á svæðinu sem og víða annars staðar í sveitarfélaginu hið fyrsta. Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar hefur áður sent erindi til fjarskiptafyrirtækja, almanna varnanefndar og stjórnvalda um mikilvægi þess að bæta gsm- samband í Laxárdal en án árangurs. Fram kemur í bókun frá fundi sveitarstjórnar nýlega að sveitarstjórn muni beita sér enn frekar við að bæta þetta óviðunandi ástand sem nú er og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu. /MÞÞ Sveitarstjórn Grímsnes­ og Grafn­ ings hrepps hefur samþykkt að taka Félagsheimilið á Borg úr útleigu á almennum markaði. Ástæðan er m.a. sú að síðustu ár hefur Kerhólsskóli leigt félags- heimilið sem mötuneyti bæði fyrir leik- og grunnskóla. Samhliða því hefur félagsheimilið verið leigt út á kvöldin og um helgar og svo á sumrin hefur félagsheimilið einna helst verið leigt út um helgar. Í bókun sveitarstjórnar kemur fram að þetta hafi stundum verið útleigur í bara einn dag í viku, stundum ekkert í margar vikur og örsjaldan meira en tvo daga í röð. Síðustu ár hefur útleigan heldur minnkað og á þessu ári hefur orðið hrun í útleigu á félagsheimilinu og telur sveitarstjórn sérstakar aðstæður í samfélaginu eiga þar stóran þátt. Engu að síður hafa þær aðstæður orðið til þess að fyrirkomulag á útleigu á Félagsheimilinu Borg var tekið til skoðunar og ljóst er að nauðsynlegt er að draga úr rekstrarkostnaði hússins. Niðurstaða sveitarstjórnar er því að húsið verði tekið úr útleigu á almennum markaði. /MHH Félagsheimilið Borg tekið úr útleigu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.