Bændablaðið - 24.09.2020, Qupperneq 15

Bændablaðið - 24.09.2020, Qupperneq 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 15 HUGUM AÐ HAUSTI Handhafi gjafabréfsins á inni gistingu í standard tveggja manna herbergi í eina nótt á Icelandair hóteli að eigin vali, ásamt morgunverðarhlaðborði og þriggja rétta kvöldverði að hætti hússins fyrir tvo. Sími 480 5600 Gunnbjarnarholti, 804 Selfossi Sími 480 5610 Kaupvangi 10, 700 Egilsstöðum Gjafabréf fylgir öllum seldum haugtækum í september! *Verð eru birt með fyrirvara um gengisbreytingu Er ekki tilvalið að skella sér í frí eftir að skítverkunum lýkur? Verslaðu þá tæki hjá Landstólpa svo að þetta haast nú af fyrir jól Storth - Haugdælur Verð frá 1.228.000 + vsk* HiSpec - Haugsuga Verð 4.349.000 + vsk HiSpec - Keðjudreifari Verð 1.770.000 + vsk* Storth - Haughrærur Verð frá 649.000 + vsk* IcelandairHotelsGjafabréffylgir Ef verslaðer fyrir1.10.2020 Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnesi Sími 430-4300 Bændur/ábúendur lögbýla Nú eða aldrei! Framleiðnisjóður landbúnaðarins kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum (B-flokkur) Í meira en hálfa öld hefur Framleiðnisjóður landbúnaðarins stutt ötullega við nýsköpun og þróun í íslenskum landbúnaði. Sjóðurinn hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum og hefur starf sjóðsins jafnframt markast af þeirri sýn að landbúnaður hafi mikilvægu hlutverki að gegna í byggðalegu samhengi. Matvælaframleiðsla er vissulega meginmarkmið greinarinnar, en slík framleiðsla á sér ekki stað í einangrun frá öðrum atvinnugreinum dreifbýlisins. Tækifæri framtíðarinnar liggja m.a. í nýjum leiðum til hlunninda- og landnýtingar, landverndar, sem og í mótun þjónustu af ýmsum toga. Stjórnvöld hafa nú ákveðið að Framleiðnisjóður verði lagður niður í lok ársins 2020. Stjórnendur Framleiðnisjóðs hafa ákveðið að síðasta úthlutun sjóðsins beinist fyrst og fremst að grasrótarstarfi bænda og þeirra viðleitni til eflingar atvinnu í sveitum. Hér er því kallað eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum. Forgangs njóta þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni, sem líkleg eru til að leiða af sér um- talsverða atvinnusköpun og þar sem stuðningur sjóðsins hefur afgerandi þýðingu. Umsækjendur eru jafnframt beðnir að kynna sér sérstaklega frekari upplýsingar um takmarkanir er gilda um verkefni á ákveðnum sviðum, styrkhæfan kostnað, framkvæmdatíma verkefna, o.fl. á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is, undir flipanum EYÐUBLÖÐ, B-form, umsókn og greinargerð. Mikilvægt er að vanda til gerðar umsókna og gera grein fyrir öllum efnisatriðum sem farið er fram á í umsóknarforminu. Sjóðurinn leggur ríka áherslu á að vanda skuli til gerðar allra fylgigagna umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. október 2020. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið fl@fl.is og með hefðbundnum pósti til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins í síma 430-4300 eða um netfangið sigridur@fl.is. Menntaskólinn að Laugarvatni: Stúlkur eru 70% nemenda en piltar eru aðeins 30% Alls stunda 147 nemendur nám við Menntaskólann að Laugarvatni í vetur, þar af 59 nýnemar. Af öllum hópnum eru um 30% nemenda piltar og 70% stúlkur. Skólinn er heimavistarskóli og því þarf að gera sérstakar ráðstafanir vegna COVID-19. „Já, við förum þá leiðina eftir mikla skoðun og fundahöld að vera eingöngu með einn árgang í staðnámi í einu. Núna fyrstu tvær vikurnar eru nýnemar, nemendur í 1F og 1N, í skólanum. Nemendur í efri bekkjum hófu fjarnám/fjarvinnu 31. ágúst. Þann 7. september komu nemendur 3. árs í staðnám en þá voru nýnemar komnir í fjarnám. Eins verða nemendur annars ársins í fjarnámi viku í viðbót en koma svo í staðnám. Þá verða nemendur fyrsta og þriðja árs í fjarnámi. Eftir það koma nýnemar aftur í staðnám um stund. Svona mun námi og kennslu vera háttað á meðan þessi staða er,“ segir Halldór Páll Halldórsson skólameistari og bætir við: „Útfærsla þessi er tilkomin þar sem þetta er heimavistarskóli með mötuneyti og niðurstaða okkar var sú að þetta væri eina leiðin að fara með sóttvarnareglur í framhaldsskólum í huga.“ Alls 34 starfsmenn vinna við skólann og af þeim eru 20 við kennslu og stjórnun. Margir starfsmannanna eru í hlutastarfi, s.s. við kennslu, ræstingar og vistarvörslu. /MHH Halldór Páll Halldórsson, skólameist- ari Menntaskólans að Laugarvatni. Mynd / MHH Frá Laugarvatni. Mynd / HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.