Bændablaðið - 24.09.2020, Síða 21

Bændablaðið - 24.09.2020, Síða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 21 Notkun á gasi á ökutæki er síður en svo ný af nálinni og mikil þróun hefur verið á vélbúnaði á síðari árum sem nýtt getur metan sem orkugjafa í staðinn fyrir bensín eða dísilolíu. Aragrúi véldrifinna tækja er til í heiminum sem nýtir gas, ýmist í lágþrýstu formi eða sem háþrýst kælt fljótandi elds- neyti. Gasið sem er notað er ýmist jarðefnagas, lífrænt hauggas úr sorpi eða bíógas sem framleitt er m.a. úr mykju, korni eða öðrum jurtaleifum. Yfir 70 gerðir gasknúinna fólksbíla eru til á markaðnum Þegar litið er yfir flóru vélknúinna ökutækja sem geta notað metangas, þá er listinn langur. Þar er að finna um eða yfir 70 gerðir fólksbíla af ýmsum tegundum, um 20 gerðir sendibíla, nær 70 gerðir af rútum og minnst 12 gerðir af vörubílum og trukkum. Þá er allavega einn eldflaugabíll (The Blue Fame) og tvær gerðir af skriðdrekum. Rússar gerðu tilraunir með að nota gas sem eldsneyti á þotur Auk ökutækja hafa menn gert til- raunir með að nýta metangas á flug- vélar þar sem Rússar hafa staðið mjög framarlega, enda eiga þeir gríðarlegar birgðir af jarðgasi. Má þar nefna tilraunaþotuna Tupolev TU-155 sem var búin Kuznetsov NK-88 þotuhreyflum sem gátu nýtt sér blandað eldsneyti. Henni var fyrst flogið á fljótandi vetni þann 15. apríl 1988 og síðar var henni flogið á fljótandi (LNG) gasi. Alls fór vélin í um 100 flug- ferðir áður en henni var lagt. Áætlanir gerðu ráð fyrir að smíða TU-156 í framhaldi af TU-155 og átti hún að fara í loftið 1997. Hætt var við þau áform við fall Sovétríkjanna 1991. Í TU-155 var notast við cryogen- ic tækni í tönkum sem þoldu ofur- kælingu á eldsneyti niður fyrir -180 °C og voru þeir staðsettir aftarlega í skrokknum. Sovétmenn gerðu fleiri tilraunir með að nýta gas á flugvélar. Þar má nefna Tupolev TU-206 (Туполев Ту-206). Tilraunir munu hafa verið gerðar með að fljúga henni á fljótandi (LNG) gasi. Hún var hönnuð upp úr TU-204 sem var tveggja hreyfla meðallangdræg 210 farþega þota sem kynnt var 1989. Sú vél var hönnuð fyrir flugfélagið Aeroflot, var ætlað að keppa við Boeing 757. Ný og mikið endurbætt gerð af Tupolev þotunni fór svo í sitt fyrsta flug 29. desember 2010, en hún er með tegundarheitið TU-204SM. Þá var hönnuð á tíunda áratug síðustu aldar meðaldræg flutninga- þota sem líka átti að ganga fyrir fljótandi gasi. Það var Tupolev TU-330. Verkefnið var stöðvað um aldamótin vegna skorts á fjármagni. Gasknúin herþyrla Auk þessa munu hafa verið gerðar tilraunir með að fljúga þyrlu á metangasi. Það er hin rússneska þyrla Mil Mi-8, sem er sennilega mest framleidda þyrla heimsins og hafa yfir 17.000 eintök verið smíðuð. Skriðdrekar með gasmótor Fyrir utan flugvélarnar hafa Rússar líka framleitt skriðdreka sem gengur fyrir gasi. Hann er byggður á T-80 sem hannaður var á tímum Sovétríkjanna og var tekinn í notkun árið 1976. Var þessi skriðdreki þá annar skriðdrekinn í heiminum sem gekk fyrir gasi. Fyrsti gasknúni skriðdrekinn í heiminum var hinn turnlausi sænski „Stridsvagn 103“, eða Strv 103, sem hannaður var á sjötta áratug síðustu aldar og var búinn túrbínumótor. /HKr. Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Gas hefur verið notað sem eldsneyti á ótrúlegustu farartæki: Þotur, þyrlur og skriðdrekar hafa verið búin gasmótorum Á tímum Sovétríkjanna gerðu Rússar tilraunir með að nota fljótandi (LNG) gas sem eldsneyti á þessa Tupolev TU-155 farþegaþotu. Fór vélin í um 100 flugferðir á gasinu áður en henni var lagt. Eftir fall Sovétríkjanna var hætt við áform um smíði á arftakanum, TU-156, sem átti að fara í loftið 1997. Rússar hönnuðu á tíunda áratug síðustu aldar meðaldræga flutningaþotu sem átti að ganga fyrir fljótandi gasi. Það var Tupolev TU-330. Verkefnið var stöðvað um aldamótin vegna skorts á fjármagni. Rússar eiga mikið af jarðgasi og hafa augljósan ávinning af því ef hægt er að nota gas sem víðast, m.a. í flugi. Hafa þeir því m.a. gert tilraunir með að fljúga þyrlunni Mi-8 á fljótandi gasi. Þessi tegund, sem fyrst var flogið 1961, er sennilega mest framleidda þyrla heimsins og hafa yfir 17.000 eintök verið smíðuð í nokkrum afbrigðum. Hafnaryfirvöld í Cartangena á Spáni ákváðu að skipta sínum bílaflota yfir í CNG gasbíla. Skriðdrekinn T 80 er meðal þeirra ökutækja sem Rússar hafa keyrt á gasi. Fyrsti gasknúni skriðdrekinn í heiminum er sagður vera hinn turnlausi sænski „Stridsvagn 103“, eða Strv 103, sem hannaður var á sjötta áratug síðustu aldar. The Blue Flame hraðakstursbíllinn notaði gas sem eldsneyti. CASE vélskófla sem hönnuð var til að nota gas sem eldsneyti.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.