Bændablaðið - 24.09.2020, Page 25

Bændablaðið - 24.09.2020, Page 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 25 GÓLF Í GRIPAHÚS Swaansbeton hefur í meira en hálfa öld verið leiðandi fyrirtæki í þróun, hönnun og framleiðslu gólfa í gripahús. Gólfin frá Swaansbeton eru framleidd í nútíma legum verksmiðjum í Heeze og Weert í Hollandi undir ströngu gæðaeftirliti og í samræmi við reglugerðir. Hönnun gólfanna tekur mið af miklu burðarþoli, stömu en slitsterku yfirborði og auðveldri losun mykju og hlands. Hafðu samband bondi@byko.is Sjá nánar á byko.is 50 ára reynsla VALLARBRAUT EHF WWW.VALLARBRAUT.IS Trönuhrauni 5 Hafnarfirði S-4540050 BELMAC = BETRA VERÐ HÁGÆÐA HAUGTÆKI 7250-24000L tankar 11000-14000L dælur 5220L - 16000L KEÐJUDREIFARAR 4-12cu Verðdæmi 10.863L á 3.200.000+vsk Hægt er að tengja tvo síma í einu. Tenging við Bluetooth talstöðvar. Bleikar og bláar skeljar, hljóðnemahlíf og auka púðar fylgja. Peltor heyrnarhlífar XPI WS ALERT APP með hleðslutæki og bluetooth Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is UTAN ÚR HEIMI Afleiðingar Brexit- samningsins byrja að verða sýnilegar í töl- fræði útflutnings og innflutnings á mat- vælum í Evrópu- sambandinu. Í skýr- slu sam bandsins frá fyrri helmingi ársins um útflutn- ing mjólkurvara, kemur í ljós að Stóra- Bretland er mikil- vægasti útflutnings - markaður fyrir smjör og osta. Síðustu tölur frá mjólkur- markaði Evrópu sambandsins endurspegla ástandið vegna COVID-19 og Brexit-samningsins sem sýna mikinn mun milli vöru- flokka. Útflutningur á smjöri hefur aukist talsvert á meðan eftirspurn eftir undanrennudufti hefur dregist saman. Sala á nýmjólkurdufti hefur gengið vel á alþjóðamörkuðum á meðan verslun með osta hefur staðið í stað. Árlega eru flutt út í kringum 650 þúsund tonn af ostum frá sam- bandinu, sem er stærsti útflytjandi osta í heiminum, en þar af kaupir Stóra-Bretland rúm 203 þúsund tonn. Sádi-Arabar sólgnir í evrópskt smjör Smjörútflutningur Evrópu samband- sins hefur aukist á fyrri helmingi ársins um 37 prósent ,eða um rúm- lega 141.000 tonn. Mikilvægasti útflutningsmarkaðurinn var Stóra- Bretland. Í heildina voru flutt 24.600 tonn yfir Ermarsundið. Á sama tíma keyptu Bandaríkin 22.200 tonn af smjöri sem er aukning um 31 pró- sent. Þriðji stærsti viðskiptavinur- inn í þessum flokki var Sádi-Arabía sem fluttu inn 11.100 tonn af smjöri frá löndum Evrópusambandsins og meira en tvöfölduðu innflutninginn, eða um 168 prósent. Útflutningur hríðféll í mars Útflutningur Evrópusambandsins á undanrennudufti dróst saman á fyrri hluta árs um 15 prósent niður í 432.200 tonn. Mikilvægasta við- skiptalandið var Alsír, sem jók inn- flutning um 53 prósent í 75.600 tonn. Kína komu næstir á eftir með inn- flutning upp á 56 þúsund tonn sem var þó 14 prósentum minna en árið áður. Sama þróun var í Egyptalandi sem fluttu inn 18 prósent minna af undanrennudufti en árið 2019. Alheimsfaraldurinn kemur ber- sýnilega í ljós í tölfræði yfir útflutn- ing á mjólkurvörum frá sambandinu sem hríðféll í marsmánuði en náði sér eilítið á strik þegar á leið. Árin 2018 og 2019 var stöðnun í útflutningi á nýmjólkurdufti sem síðan jókst um 11 prósent á fyrri helmingi þessa árs. Furstadæmið Óman er langstærsti viðskiptavinur vöruflokksins og flyt- ur inn um 25 þúsund tonn árlega. Nígería keypti 13.400 tonn á fyrri helmingi ársins, sem er aukning um rúm 130 prósent. /ehg – Landsbygdens Folk Smjör frá Belgíu. Bretland stærsti markaður fyrir smjör frá ESB

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.