Bændablaðið - 24.09.2020, Page 35

Bændablaðið - 24.09.2020, Page 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 35 F o r s v a r s m e n n blóma verslunar inn­ ar Drivstua Gart neri í Þránd heimi í Noregi fjár festu í blóma­ sjálf sala síðastliðinn vetur og má segja að tíma setningin hefði ekki getað ver­ ið betri, rétt áður en kórónakrísan skall á. Nú seljast um þrír vendir á dag í gegn­ um sjálfsalann þar sem salan fer fram allan sólarhringinn. Eigendur verslun­ arinnar, Ole og Trine Hogstad, rák­ ust á sambæri legan blóma sjálfsala í Dan­ mörku og eftir að hafa skoðað heimasíðu ítalska fyrir tækisins AMV, sem framleiða sjálfsalana, ákváðu þau að panta tvo slíka og prófa hvern­ ig gengi. Sjálfsalarnir eru staðsettir rétt fyrir utan verslunina. Hefur verslunin gengið framar vonum að sögn Ole, sem segir þetta auðvelda og hrað­ virka leið fyrir viðskiptavininn til að versla sér blóm þar sem verðið er fyrirfram ákveðið. Sjálfsalarnir eru framleiddir af ítalska fyrirtæk­ inu AMV og virkar í raun eins og goskælir og hefur eigin kælingu sem er kjörin fyrir afskorin blóm. Ole getur stýrt sjálfsalanum í gegnum farsímann sinn þar sem hann fylgist með sölutölum, stýrir hitastigi, slekkur ljós og setur þau á og fær inn boð ef eitthvað bilar. Sjálfsalana er hægt að fá í fjórum mismunandi stærðum þar sem þeir minnstu hafa pláss fyrir 6–10 vörur á meðan stærstu hafa pláss fyrir 36–48 hluti. Bæði er hægt að kaupa og leigja sjálfsala en Ole og Trine völdu fyrri kostinn, sem kallast Flowerbox, og hefur 16 sölulúgur. /ehg – Gartneryrket/Drivstua – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 770 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Mikið úrval varahluta í Ifor Williams og allar aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Verð frá kr. 595.000 m/vsk. RAFSKUTLUR www.sigmundsson.is www.sigmundsson.is Desjamýri 1, 270 Mosfellsbæ S. 856 4871 Fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. UTAN ÚR HEIMI Drivstua Gartneri í Þrándheimi í Noregi: Selur blómvendi allan sólarhringinn Blómasjálfsalinn fyrir utan blómabúðina Drivstua Gartneri í Þrándheimi í Noregi hefur 16 sölulúgur þar sem viðskiptavinir geta keypt sér blómvendi allan sólarhringinn. Bænda 8. október Um 70% fílanna sem drápust fundust í nágrenni við vatnsból. Mynd / VH Fíladauði í Bótsvana: Eiturmyndandi bakteríur í vatnsbólum Undanfarna mánuði hafa ríflega 350 fílar fundist dauðir í Afríku­ ríkinu Bótsvana. Framan af var ekki vitað hver ástæðan var en nú er talið að eiturmyndandi bakteríur sem lifa í vatnsbólum fílanna sé ástæðan. Svæðið sem fílarnir fundust á kallast Okavango og í fyrstu var talið að dýrin hefðu smitast af vírus sem þekktur er í nagdýrum á svæðinu. Nýjar rannsóknir benda hins vegar til að orsökina sé að finna hjá eiturmyndandi bakteríum sem hafi fjölgað hratt í vatnsbólum fílanna. Um 70% fílanna sem drápust fundust í nágrenni við vatnsból. Ekki er enn vitað af hverju einungis fílar sem sóttu vatnsból á svæðinu drápust og af hverju dauði þeirra er bundinn við eitt svæði. Ein tilgáta er að fílar drekki mikið af vatni í einu og að þeir eyði miklum tíma í vatni til að baða sig. Samkvæmt yfirlýsingu yfir­ valda í landinu verða í framtíðinni gerðar mælingar á magni baktería í vatnsbólum sem fílar sækja og reynt að koma í veg fyrir frekari dauða þeirra. /VH

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.