Bændablaðið - 24.09.2020, Qupperneq 49

Bændablaðið - 24.09.2020, Qupperneq 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 49 Ónýtar girðingar, gaddavír og annað rusl er til mikillar óprýði í umhverfinu víða um land. Sveinn Runólfsson, fyrr verandi landgræðslustjóri, hafði orð á þessu í síðasta Bændablaði og hvatti menn til að taka til hendi við hreinsun á þessum girðing- um. Þegar blaðið kom út barst ábending til Bændablaðsins um að í hrauninu í utanverð- um Hafnarfirði hafi verið farin nýstárleg leið til að gera áhuga- verða hluti úr ónýtum girðing- um. Þegar betur var að gáð er búið að gera fjölda skúlptúra í hraun- inu úr girðingastaurum, vírneti, trollnetum sem menn hafa nýtt í girðingar og fleiru lauslegu. Þarna vestur af enda Herjólfsgötu út að Bala, Dysjum og áfram með ströndinni er vinsælt útivistar- svæði, Garðbæinga, Hafnfirðinga og fleiri. Hafa þessar fígúrur laðað að forvitna vegfarendur og lista- menn, enda býst fólk ekki við slíku á þessum stað. Ruslasöfnunarárátta varð að listsköpun Höfundur þessara verka heitir Ægir Geirdal listamaður og segir hann upphafið að þessu vera að undanfarin átta ár hafi hann haft þá áráttu að ganga um þetta svæði, hreinsað upp rusl og koma því síðan í förgun. „Fyrir um ári síðan fór fólk að benda mér á gaddavírsgirðingar sem lægju þarna hálfgrónar niður í jarðveginn. Ég hafði reyndar ekki góða reynslu af slíku því gamli hundurinn minn festist einmitt þrisvar sinnum í gaddavír. Ef ég hefði ekki verið til staðar til að klippa hann lausan, þá hefði hann drepist. Ég byrja því fyrir ári síðan að klippa á þennan vír og rífa hann upp úr jörðinni og safna honum saman. Í stað þess að fara menn hann út á bílastæði fór ég að vefja honum utan um staurana á staðnum. Ég geri þarna tvær styttur eða hrúgöld úr vír og grænu neti sem bændur notuðu gjarnan til að girða. Svo fann ég regnbogafána rekinn í fjörunni og stuttu seinna fann ég bolta sem líka var í regnabogalitunum. Þar sem það er samkynhneigt fólk í minni fjölskyldu datt mér í huga að það gæti verið gaman að gera eitthvað úr þessu fyrir það. Þá sé ég viðtal í sjónvarpi við tvær fyrrverandi handboltakonur í Englandi sem höfðu verið saman í 40–50 ár án þess að nokkur áttaði sig á að þær væru samkynhneigðar. Þarna koma þær út úr skápnum og gifta sig. Þá fæ ég þá hugljómun, eða straum, og ríf sundur hrúgöldin sem ég hafði búið til. Tíni svo til ýmislegt sem ég hafði fundið þarna í gjótum og úr verða tvær samkynhneigðar konur. Önnur er brúðurin sem er í hvítu og í blárri treyju. Til að minna á hið gamla er svo kolryðgaður gaddavírinn sem er innan í henni. Ég klauf svo sundur regnbogalitaða boltann og bjó til úr honum höfuð á vinkonurnar með kampavínstappa fyrir augu. Á höfðinu er svo hár af hundinum mínum sem dó í fyrra.“ Skynjar ýmislegt sem aðrir finna ekki Ægir segist skynja ýmislegt úr umhverfinu sem ekki sé öllum gefið. Því vilji hann meina að það séu vættir sem leiðbeini honum við þetta. „Þetta er ekki mín hugmynd, ég byrja ekki á svona ímynd, hún bara verður til og atvikin ráða því að hún vex smám saman,“ segir Ægir. Hann bendir á fleiri verur sem hann hafi sett saman þarna í hrauninu. Við hliðina á parinu er transvera sem hann hafði áður kallað Kýra, en heitir núna Kýrin. Þá kemur völvan Magna þar vestanvið. Þegar prófessor Goddur hafi komið í heimsókn hafi hann hrifist mjög og látið taka mynd af sér við Mögnu. Trömpína, Kári og þríeykið Fimmta veran er setta saman á svipaðan hátt. Í efnivið fann hann m.a. sjórekinn appelsínugulan bol sem hann notaði í höfuð. Þegar fundur republicana var svo haldin í Bandaríkjunum nýverið hafi þeirri hugmynd skotið niður í kollinn að kalla þessa veru Trömpínu en kvenkynsnöfnin séu tilkomin vegna þess að þetta eigi allt að vera völvur. Örlítið vestar í hrauninu er ein stór fígúra með þrem minni sér við hlið. Þetta segir Ægir að séu Kári Stefánsson og COVID-þríeykið. Þá tók Ægir sig til einn daginn og hreinsaði til í gömlum kofarústum sem eru á svæðinu, sópaði gólf og gerði rústirnar ásjálegri fyrir þá sem leið eiga um svæðið. Hvetur fólk til átaks í hreinsun sem gerð verði að samkeppni milli landshluta Ægir hyggst halda áfram að gera skemmtilega hluti úr girðingum sem liggja þarna víða flatar á jörðinni. Hvetur hann bændur og annað hugmyndaríkt fólk um land allt til að íhuga að gera slíkt hið sama. Í stað þess að það þurfi að vera kvöð í augum fólks að rífa upp ónýtar girðingar, þá megi búa til úr slíku skemmtilegan leik eða samkeppni milli landshluta. Þar keppist menn við að gera sem skemmtilegustu fígúrurnar úr hlutum sem annars eru bara til ama. /HKr. Í hrauninu upp af ströndinni í vestanverðum Hafnarfirði: Ónýtar girðingar, gaddavír og rusl verður að listaverkum – Höfundur hvetur fólk til átaks í hreinsun sem gerð verði að skemmtilegri samkeppni milli landshluta Hvatning Sveins Runólfssonar, fyrrverandi landgræðslustjóra, hefur ýtt við hugmyndum um að gera slíka hreinsun að skemmtilegri uppákomu meðal landsmanna en ekki kvöð. Ónýtar girðingar og annað drasl í nýju hlutverki. Tvær samkynhneigðar og fyrrverandi handbolta konur í Englandi voru kveikjan að þessum verkum Ægis Geirdal. Ægir með fígúrum sem hann kallar Kára Stefánsson og þríeykið í hrauninu í Hafnarfirði. Transveran Kýra heitir nú Kýrin og er með forláta Loftleiðahúfu. Trömpína sem minnir óneitanlega á ónefndan forseta stórþjóðar. Magna er ansi vel búin og komin með staf við hæfi. MENNING&LISTIR jardir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.