Bændablaðið - 22.10.2020, Qupperneq 29

Bændablaðið - 22.10.2020, Qupperneq 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 22. október 2020 29 Fiskislóð 30 101 Reykjavík 561 4110 Grjóthálsi 10 110 Reykjavík 561 4210 Njarðarbraut 9 260 Reykjanesbæ 420 3333 Njarðarnesi 1 603 Akureyri 460 4350 Lyngási 8 210 Garðabæ 565 8600 Breiðhöfði 13 110 Reykjavík 590 2080 Sjáðu úrvalið á nesdekk.is B irt m eð fyrirvara um m ynd a- o g textab reng l. Skoðaðu nýju heimasíðuna okkar á nesdekk.is Þar getur þú fundið réttu dekkin sem henta þér best og gengið frá kaupunum. POWER IS NOTHING WITHOUT CONTROL Toyo Pirelli Nankang InterstateLaufen Maxxis Mastercraft verður í samræmi við aðrar vörur á grænmetismarkaðinum. Já, við eigum nóg land til að rækta allan þann hvítlauk sem Íslendingar vilja.“ Hestamennska og ferðaþjónusta „Hörður er uppalinn í Breiðholti og kynntist konunni sinni strax í barnaskóla. „Við eigum fimm börn sem enn búa öll hjá okkur. Eftir menntaskóla fór ég í háskólanám til Bandaríkjanna þar sem ég lærði fjölmiðla- og stjórnmálafræði og tók svo meistaranám í alþjóðaviðskipta- fræðum í Heidelberg, Þýskalandi. Strax sem ungur maður hafði ég mikinn áhuga á sveitinni og réð mig strax 12 ára sem hestasvein að Ögmundarstöðum í Skagafirði. Það var þó ekki fyrr en við Þórunn fórum að búa saman að ég byrja í hestamennsku af fullum krafti. Konan mín hefur verið viðloðin hestamennsku alla tíð. Eftir námið starfaði ég hjá Icelandair í Skandinavíu en árið 1999 stofnaði ég mitt fyrsta fyrir- tæki sem var internet ferðaskrifstofa í Svíþjóð. Það var í frumkvöðlaum- hverfinu í Stokkhólmi sem ég fann mína köllun sem frumkvöðull og hef starfað sem slíkur síðan. Í Skandinavíu starfaði ég bæði innan ferða-, tækni- og fjármálageirans. Eftir að ég flutti til Íslands hef ég meðal annars komið að stofnun Hvalasafnsins á Granda, fjármála- fyrirtækisins Faktoria og ferðafyr- irtækisins MrIceland sem ég hef starfað við undanfarin ár. Á vegum ferðafyrirtækisins fór ég með fólk í fjallgöngur og jóga en svo einnig hestaferðir. Ég fékk marga frábæra gesti til mín sem hvöttu mig til að tengja meira saman jóga og hesta- mennskuna, sem ég gerði og varð til þess að ég fór að bjóða upp á ferðir þar sem við fórum bæði í innra jafnt sem ytra ferðalag.“ Eins og ég hafi alltaf verið hér „Það var í raun tilviljun að við festum kaup á jörðinni Efri-Úlfsstöðum en skyldmenni konunnar minnar eru hér víða í kring og við þekktum svæðið því vel. Þó að heimilið okkar sé enn í Mosfellsdalnum þá starfa ég hér á Efri-Úlfsstöðum og held að það sé ljóst að okkur var ætlað að vera hérna í Landeyjunum – stundum finnst mér eins og ég hafi alltaf verið hérna.“ Útplöntun hvítlauksgeira á akrinum á Efri-Úlfsstöðum. Agnar Páll Pálsson á traktor og Hörður Bender fylgist með. Í fyrstu atrennu slíkrar ræktunar er hjálp frá fjölskyldunni ómetanleg við það að brjóta upp hvílauksgeirana fyrir útplöntunina. Hér eru Ragnhildur Bender og Karl Kristján Bender. Ásta Kristjánsdóttir lét ekki sitt eftir liggja. Vélina til útplöntunarinnar keypti Hörður frá Póllandi, en hún er að hans sögn afar skilvirk og þarf mannshöndin lítið að koma þar til aðstoðar.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.